föstudagur, júlí 30

Helgin nálgast

Sjitt hvað ég hlakka til helgarinnar. Síðustu tvær vikur eru búnar að vera slíkt fáránlegt pein in ðí es að þið trúið því ekki.
Lærdómur síðustu daga í lífi mínu: Ef það þarf að flísaleggja, múra, nota silikon viðbjóð eða eitthvað í þessum dúr skal kyngja stolti sínu og hringja í iðnaðarmenn!!!
Ég er búinn að þurfa að standa með blóðugar hendur(bókstaflega) að skrapa flísar og flísalím af veggjum, berjast við hnefastórar kóngulær sem reyna að ná hálstaki á manni og snúa mann niður, lesa bloggin hans Bjarna/Guðmundar Svanssonar og ég veit ekki hvaðeina.
En það er ljós við endann á göngunum, verslunarmannahelgi!!!! Ekki það að ég, pabbinn gamli, ætli að gera neitt af viti, ég ætla bara að eiga frí. Og þessi verslunarmannahelgi er spes hjá mér því ég á nebbla líka frí á þriðjudaginn:D svo ég á fjögurra daga helgi.....sweet!!!

P.s. málinu algerlega óviðkomandi þá eru þessir tveir linkar hrikalega fyndnir. Hér og hér.

Engin ummæli: