miðvikudagur, júlí 14

Raunir ríkisstarfsmanns

Það er merkilegt hvað sumir geta verið mikil freaks of nature. Ég er hérna í mesta sakleysi í vinnunni að skrá eigendaskipti, ulla á Bjarna, finna númeraplötur ofl. Skyndilega skríður hér inn gamal fauti sem lyktaði eins og gamall sófi og skreið í átt til mín. Ég setti mig í hinar þjónustulegustu stellingar þar sem ég á nú víst að heita þjónustufulltrúi þegar karluglan fer að akamma mig fyrir það hvað það sé mikil umferð í götunni hans! Ég gapti af undrun og spurði hvað hann vildi að ég gerði nú við því og fékk þau svör að þetta væri nú bara óþolandi ástand og ég ætti nú bara að laga þetta og kippa þessari ofurvöxnu umferð í litlu götunni hans í liðinn. Og ekki nóg með það, hann skammaði mig fyrir það að ökumenn virtu ekki rétt aldraðra og öryrkja, ég væri nú greinilega ekki að standa mig í stykkinu! Sko.....ég veit eð ég er himm mikli Krummi el Magnifico....en kommon!!!

Engin ummæli: