fimmtudagur, desember 21

Þorláksmessa.

Sælir FUGO menn og aðrir velunnarar nú líður senn að hátíð ljóss og friðar og hinni árlega þorláksmessu "skötuveisla" FUGO sem haldin hefur verið síðasliðin 6 árin.... Enn eru menn ekki spenntir fyrir skötu þó að uppruni hefðarinnar eigi sér stað í skemmtilegri ferð í þjóðmenningarhúsið þar sem snædd var skata ...

....Hittingur í 11:45 á 101 eins og undanfarin ár....?

kv. nefndin

Sorgarfréttir

Hið óhugsandi hefur gerst, Túrkmenbasji er dáinn. Maðurinn sem sigraði Ghengis Khan, hannaði afstæðiskenninguna(Einstein stal bara öllu crediti) og kenndi Jesú hvernig skyldi ganga á vatni* hefur yfirgefið okkur og skilið okkur eftir í sortanum. Upplýst einræði heyrir nú sögunni til í Túrkmenistan og munum við líklegast sjá lýðræði eða einhverja aðra eins vitleysu draga landið niður á lægra plan.


* Heimildir fengnar úr sögubók Túrkmenistan

föstudagur, desember 15

þriðjudagur, desember 12




Þessi lögfræði bissníss hefur ekkert verið að gera sig nógu vel. Þannig að ég fékk bara nokkur tipps hjá Orra og nú er ég kominn í nýjan bissness.... Er nátturulega fæddur í þetta.

föstudagur, desember 8

Dvergurinn Rauðgrani og brögð hans

Einsi er ekki fyrr búinn að ljúka fræðgarför sinni í danaveldi en út hefur verfið gefin bók um ævintýri hans. Umrædd bók er m.a til sölu hjá bóksölu stúdenta, hvet ég alla velunnara til að fjölmenna í bókabúðir og fjárfesta í grípnum, allur ágóði rennur í styrktarsjóð FUGO.

kv.

Gautur

mánudagur, desember 4

Verkefni

Ég kláraði meistaraverkefnið mitt í dag og var því kominn tími á rakstur:



En hvernig á maður eiginlega að raka sig? Byrjum að taka Jóa á þetta:



Nei þetta er ekki alveg ég. Hvernig væri að prófa svona 17. aldar hökutopp? Hmmm, tékkum á því:



Þetta er nokkuð gott en í prófíl?



Sjáiði stærðina á hökutoppnum, þetta er rosalegt ussss. Samt ekki alveg rétt fílingurinn. Hvernig er að taka bara redneck á dæmið?



Þetta er klárlega málið. Þá er maður tilbúinn að halda út á djammið og halda upp á allt saman, yeah!!!

Annars ef einhverjum vanntar þá á ég umframbirgðir af hári.



Áhugasamir vinsamlegast hringið í Mósan sem mun vera milli liður FUGO í alþjóðlegum sölum.