föstudagur, júlí 30

Helgin nálgast

Sjitt hvað ég hlakka til helgarinnar. Síðustu tvær vikur eru búnar að vera slíkt fáránlegt pein in ðí es að þið trúið því ekki.
Lærdómur síðustu daga í lífi mínu: Ef það þarf að flísaleggja, múra, nota silikon viðbjóð eða eitthvað í þessum dúr skal kyngja stolti sínu og hringja í iðnaðarmenn!!!
Ég er búinn að þurfa að standa með blóðugar hendur(bókstaflega) að skrapa flísar og flísalím af veggjum, berjast við hnefastórar kóngulær sem reyna að ná hálstaki á manni og snúa mann niður, lesa bloggin hans Bjarna/Guðmundar Svanssonar og ég veit ekki hvaðeina.
En það er ljós við endann á göngunum, verslunarmannahelgi!!!! Ekki það að ég, pabbinn gamli, ætli að gera neitt af viti, ég ætla bara að eiga frí. Og þessi verslunarmannahelgi er spes hjá mér því ég á nebbla líka frí á þriðjudaginn:D svo ég á fjögurra daga helgi.....sweet!!!

P.s. málinu algerlega óviðkomandi þá eru þessir tveir linkar hrikalega fyndnir. Hér og hér.

föstudagur, júlí 23

Tvöföld tilvera???

Annaðhvort á Dr. Bjarni okkar Árnason sér aðra hlið sem við ekki þekkjum eða þá að hann á tvífara!!! Hann skrifar undir dulnefninu Guðmundur Svansson á sinni eigin heimasíðu um hitt og þetta. Sjáiði bara sjálfir ef þið trúið mér ekki.

fimmtudagur, júlí 22

Áminning

 "If you think Britney Spears is sexy, you're a probable
paedophile who masturbates over the imagined sound
of Minnie Mouse having an orgasm.

That is all. Return to your duties.

-- W "

Warren Ellis, rithöfundur. Sent út í tölvupósti í jan. '04

miðvikudagur, júlí 21

Kryppan talar

Huppa smuppa, nú er komið að Kryppunni

Heyrst hefur að nýr aðstoðar framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar sé strax farinn að setja mark sitt á fyrirtækið hvað rekstur og stefnu varðar. Þetta ástsæla fjölskyldufyrirtæki sem hefur sérhæft sig í kindabransanum, þá sérstaklega lopapeysum, hefur fært út kvíarnar og nú er á stefnuskránni að hafa markaðshlutdeild í öðrum bóndadýrum en bara kindum. Með viðskiptafræðina að vopni hefur Ými tekist að sannfæra ráðamenn Rammagerðarinnar um að líta aðeins til hesta og hestaíþrótta til að sjá hvort að þar sé ekki falinn fjársjóður. Hann hefur meira segja lagt það á sig að veita nokkrum starfstúlkum mjög persónulegar verklegar leiðbeiningar í reiðmennsku...

En allavega, tékkið á þessu, bara snilld.

þriðjudagur, júlí 20

Sumir gætu haft gaman af þessu

Þið eigið aldrei eftir að sjá þetta í bíó svo að það er alveg eins þess virði að lesa söguna.  Synd hefði verið gaman að sjá þetta.

föstudagur, júlí 16

Nú er nóg komið!

Hingað og ekki lengra herrar mínir!
Það er ekki nóg að tjellingar heimti að fá DeLuxe klosettin hvar sem þær fara, þær svindla líka á kerfinu! Hérna í vinnunni eru, eins og yfirleitt, karla og kvennaklósett. Eins og oft vill verða þá er kvennaklósettið um 30 fermetra svíta með nudd-klósettsetu, ilmandi þerriklæðum, hland- og kúkafýlu eyðandi mekanisma og legubekk til að slappa af á. Karlaklósettið er hins að flatarmáli á við lítinn sturtubotn og mar þarf helst að standa ofaní klósettinu til að geta notað vaskinn.
Þetta er svosum ekkert mikið umkvörtunarefni, mar er fyrir löngu búinn að sætta sig við hinar ýmsu hliðar óréttlætis í heiminum. Mér var hins vegar nóg boðið þegar ég ætlaði á klóið áðan, en þegar ég var að koma að því þá mjög laumulega skaust út úr karlaklósettinu ein staðarjussan með þessa líka þvílíkt ripe skítafýlu á eftir sér. Kellingarnar voru farnar að skíta inní kústaskápnum okkar í stað þess að menga þeirra lúxus klósett!!
Þetta er gjörsamlega óþolandi framkoma og mana ég meðlimi FUGO til að borða bara Chilli alla næstu viku og kúka bara á kvennaklósettum.
 

fimmtudagur, júlí 15

Útvarp Þjóðarsálin 834,7

Hvernig væri það? Ég bara spyr... Mér datt þetta í hug við lesturinn á fræslu Krummans hér að neðan. væri ekki ráð að setja upp útvarpsrás á einhverri tíðni sem er laus. Rás sem er rekin af ríkinu og samanstendur af símanúmeri og símsvara sem útvarpar beint öllum skilaboðum. Þú einfaldlega hringir inn og þá svarar símsvaraii: "Útvarp Þjóðarsálin, góðan dag. Hvað liggur þér á hjarta?" Svo hefðir þú fimm mínútur til að láta móðan mása þangað til að vélin klippir á þig og þá kemst næsti hlustandi að.
Þetta er mjög ódýrt í rekstri, bara útvarpsleyfi, gjöld fyrir tíðnina og svo einn sími með átómatískum símsvara! Enginn starfsmaður eða neitt, svona myndi þetta bara rúlla allan sólarhringinn og þá gæti fólk í þjónustustörfum (eins og hann Krummi okkar) andað rólega í vinnunni og sofið vært á næturnar (tja, nema ef vera skyldi sökum belyjuskiptinga, næturgjafa o.þ.h. nei, bíddu við... Það er konan hans sem sér um það!!!)

miðvikudagur, júlí 14

Raunir ríkisstarfsmanns

Það er merkilegt hvað sumir geta verið mikil freaks of nature. Ég er hérna í mesta sakleysi í vinnunni að skrá eigendaskipti, ulla á Bjarna, finna númeraplötur ofl. Skyndilega skríður hér inn gamal fauti sem lyktaði eins og gamall sófi og skreið í átt til mín. Ég setti mig í hinar þjónustulegustu stellingar þar sem ég á nú víst að heita þjónustufulltrúi þegar karluglan fer að akamma mig fyrir það hvað það sé mikil umferð í götunni hans! Ég gapti af undrun og spurði hvað hann vildi að ég gerði nú við því og fékk þau svör að þetta væri nú bara óþolandi ástand og ég ætti nú bara að laga þetta og kippa þessari ofurvöxnu umferð í litlu götunni hans í liðinn. Og ekki nóg með það, hann skammaði mig fyrir það að ökumenn virtu ekki rétt aldraðra og öryrkja, ég væri nú greinilega ekki að standa mig í stykkinu! Sko.....ég veit eð ég er himm mikli Krummi el Magnifico....en kommon!!!

þriðjudagur, júlí 13

Well, well

Jæja ég verð að viðurkenna að ég hef ekki mikið að segja í dag enda lítið búið gerast, en svona þar sem ég eyði of miklum tíma á netinu ákvað ég að láta link á fugo-ið sérstaklega fyrir Jóa og Krumma, um að gera að hafa gaman af þessu. Það væri gaman ef maður hefði svona mikin tíma til að drepa... en nei, ég þarf að sinna mínum skyldum sem ríkisstarfsmaður.

fimmtudagur, júlí 8

Það er aldeilis kjaftavaðallinn í mönnum

Hellú ég biðst forláts á fjarveru minni úr röðum fugo þannig er nebblilega mál með vexti að ég eignaðist barn nokkuð um daginn. Téð barn hefur hlotið nafnið Ragnheiður Ugla´, talandi um það þá er athyglisverð könun hér á síðunni. Þessi könnun er vissulega óþörf þar sem hún Hrafnhildur hlítur bara að vinna, þ.e ef hún hefur brot af þeirri gelgju sem faðir hennar barðist við( ef svo er ekki þá ráðlegg ég krummanum að íhuga DNA próf alvarlega )
Skemmtilegt pólitískt innlegg hér að neðan..... nenni eiginlega ekki að kommenta á þetta ... stjórnmál í BNA eru bara show!

Býð Huppuna velkomna aftur!

Frétti að það hefði ekki verið þurr kunta í 101 um síðustu helgi þegar útsendarar FUGO héldu á tjúttið með El doctore í fararbroddi. ég vill þó benda mönum á að aldrei er of varlega farið þegar kemur að tjutti... annars eru menn vitanlega ávallt velkomnir í Bonus Pater sem er eins og innanbúðarmenn hér á fugo vita félagsskapur meðvitaðra feðra í Fugo eða FFF.

Rebúbliganar

Ég hélt að fjöldi fylkja sem studdi demókrata væri álíka mikill og sá er studdi repúlikana... I was wrong!
Ef menn lesa vel geta þeir fundið sögur um menn eins og Greg Lamb. Greg missti starfið sitt þegar að steypuverksmiðjan lokaði en hann vill ekki kenna forsetanum um, nei honum líkar vel við hve kristinn Bush er svo hefur hann einnig heyrt að Kerry sé á móti byssum..... Good ol' Tennessee!!!

Ussuummuusss.....

Heilir og sælir feitu geltir
Ég verð bara að kýsa yfir hamingju minni og gleði yfir því nýja lífi sem glæðst hefur á FUGO vefnum okkar. Gott að sjá nýtt lúkk og gaman að sjá Huppuna aftur á veraldarvefnum.

Ég er vil hins vegar leiðrétta einhvern misskilning sem fyrirfinnst í könnuninni á síðunni. Í fyrsta lagi þá var ég alls ekki erfiður á gelgjunni, ég var ljúfur sem lamb og alltaf þægur og hlýddi og bar virðingu fyrir mér eldra fólki. Í öðru lagi þá fór Gautur víst á gelgjuna, það sem ruglar ykkur bara er það að hann er ennþá á henni(Nei ég er ekki að segja að hann hafi farið uppá einhverja gelgju...þó það sé kannski ekkert svo langsótt). Í þriðja lagi þá vil ég benda á að þegar Hrafnhildur litla verður á þessum annars skemmtrilega aldri þá ætla ég að nota tímahröðunnarvélina mína og rigga það þannig að hún er bara allt í einu orði 25 ára og komin með allan pakkan, þannig losna ég við öll leiðindi...

mánudagur, júlí 5

Hvað tekur við?

Eftir að hafa náð hápunkti lífs mín í gær, þar sem ég stóð pungsveittur og slammaði frá mér allt vit, liggur leiðin einungis niður á við. Til að gera sem best úr þessu er um að gera að finna sér eitthvað við hæfi en ekki ætla ég að fara einn út í þessa vitleysu og draga ykkur með mér í svaðið.

Kafarnámskeið:
OPEN WATER DIVER er fyrsta námskeiðið í röðinni. Það samanstendur af bóklegu námi, myndbanda námi, 5 köfunum í sundlaug og síðast en ekki síst, 5 köfunum í sjó. Eftir útskrift af OPEN WATER námskeiði ertu með réttindi til að kafa niður að 18 metrum. Mjög skemmtilegt námskeið segja þeir sem til okkar hafa komið, þar sem nýr heimur opnast, hreint frábær upplifun.
Verð: 39.900kr

Fallhlífastökk:
Fyrir þá sem vilja einungis prófa eitt stökk mælum við eindregið með farþegastökkkinu þar sem ekki er krafist þess að þú sitjir námskeið áður en farið er í loftið. Í raun þarf ekki nema 15-20 mínútna undirbúning áður en haldið er upp í flugvél ! Ástæðan er sú að þrautþjálfaður kennari kemur til með að vera rígfastur við þig með einni og sömu fallhlífinni og tala þig í gegnum stökkið frá A-Ö. Ef eitthvað kemur uppá er það hans að taka á þeim hlutum. Farþegastökkið er einnig mjög vinsælt sem tækifærisgjöf og eru gjafabréf til sölu hjá fallhlífastökkskólanum er gilda m.a. í farþegastökk.
Verð: 18.500kr (með fyrirvara)

Þeir sem hafa áhuga látið mig vita og ég skrá okkur í viðkomandi vitleysu. Ekki er þó víst að allir vilji fara í bæði (mucho denero) en það ætti að vera allt í góðu lega. Svo ef við erum nokkrir er aldrei að vita nema við fáum einhvern hópafslátt. Svo er aldrei að vita nema ég finni eitthvað annað handa okkur að gera.

Birth-Beer-Sex-Metallica-Death

P.S. Ýmir mundu eftir að gá að íbúð á Akureyri!

föstudagur, júlí 2

"MONNIGARNIR MAÐUR"

Sælir FUGO-menn, Pattinn hefur getið af sér afkvæmi og nú er ekki aftur snúið. Ég er nebblielga búinnað sjá hvað er að heiminum það eru ekki nógu margir Pattar í heiminum. Allt morandi í einhverjum vitleysingum en ég er kominn með plan! I will breed them out og gera þetta að einni stórri Pattanýlendu.
Einstaklega gleðilegt að sjá Huppuna aftur á síðum Fugó sem og dagalegar spekulasjónir verkfræðings, sem og tíðar drullur frá doktornum, þetta þýðir náttlega bara eitt, það er komið sumar og allir sitja fyrir framan tölvuna..... yndigt....
Merkilegt hvað hægt er að óskapast yfir þessum knattleik endalaust, ég sá nú eit sinn fótboltaleik og þar voru fullt af dúddum sem litu út eins og læri með haus, að elta bolta eins og þeir ættu lífið að leysa gott og vel....svo sá ég annan hann var alveg eins nema lærin voru í öðruvísi búningum þetta er svona eins og að horfa á Braveheart og Patriot sama mynd ólíkir búningar.... annars er fótblotinn fínn... bjórlega séð ......annars er Pattinn búinn að finna guð og er hættur að drekka og er nú bara í almennum heimilstörfum milli vakta í Helvíti( hér eftir mun ég kalla vinnustaðinn minn þetta, eftir að þeir drógu frá´mér laun fyrir eina daginn sem ég tók í frí út af barneignum.) Bið fugó menn endilega að halda áfram þessum æsingi hérna .... nú vantar bara hatramar ritdeilur.

kv. PAtta skrattinn

We NEED a plan!

Það lítur út fyrir að það verði ill mögulegt að horfa bæði á úrslit EM og komast á tónleikana á réttum tíma... kannski er ég bara paranoid. En skv dagskrá á hljómsveitin að byrja kl 21:10 og leikurinn klárast kl 20:45 (kannski) og á þessum 25 min ætla alla veganna 10 þúsund manns (ef ekki fleiri) að reyna fara á sama stað. Ef ég verð að velja þá verða það tónleikarnir... en ég vil the best of bouth worlds. Þannig stóra spurningin er hvern þekkjum við í Grafavogi sem býr í gögnufæri frá Eigilshöll, viðkomandi verður að vilja taka móti okkur og leifa okkur að horfa á leikin en eftir það myndi hersýningin ganga á tónleikastað og
rokka feitt!

P.S. Tónleikahaldarar ættu náttúrulega að hafa leiknn á risaskjá á meðan upphitunarböndin eru í gangi, því hver í ósköpunum ætti að nenna að horfa á þau. Það væri kannski engin lýsing á leiknum en þetta væri góð lausn.

fimmtudagur, júlí 1

Ubermench

Svo þetta er það sem Adolf átti við.

Ég sem hélt að X-men ætti sér enga stoð í raunveruleikanum... sýnir bara hvað maður veit.

Svo líst mér bara vel á breytingarnar á síðunni okkar... að vísu eru voða fáir búnir að svara könnunni, vonandi er það ekki vegna þess að engin nennir að lesa þessa vitleysu hjá okkur.