þriðjudagur, mars 27

Long time no ... FUGO

Jæja drengir nú er orðið alltof langt síðan að það var tekið gott FUGO kvöld. Ég segji að það sé löngu orðið tímabært að við hittumst einhverja helgina fáum okkur einn eða tvo klada og spjöllum liðna tíð. Ég á að vera opinn næstu helgar, hvað hentar ykkur?

föstudagur, mars 16

Nú er það komið, slegið og klárt!

Jæja skúnkar, þá er veiðimósi búinn að leigja kofann á heiði Arnarvatna. Við höfum kofann frá kvöldi föstudagsins 13. júlí fram til kvölds sunnudagsins 15. júlí. Nú þurfa menn að fara að brýna stangirnar, skerpa öngla og æfa sig í veiðihnútum því nú verður ekki aftur snúið. Teitur er meira að segja með stór plön um að verða sér úti um fljótandi, mannheldan cupholder svo hann geti svamlað á vatninu til hinna fiskanna. Gautur þarf að gera það upp við sig hvort hann ætli að kaupa sér vöðlur eða bara teipa á sig plastpoka eins og síðast og Einsi þarf að æfa sig í kokteilsmíðum því hann verður veiðiþjónn. Gunni, Nærbuxna-Atli og Snæbó mega svo koma með því það er gott að hafa svona "cash-cows" þegar við spilum póker um kvöldið, og svo eru þeir líka góðir í uppvaskið. ,

Smokkurinn verður fjarri góðu gamni þar sem hann er víst að gifta sig í sumar og ætlar konan að sýna nýtilkomið eiginkonu-vald sitt verki og banna honum að koma með okkur. Sveiattan. Svo er það stóra spurningin hvort að Tröllið okkar komist úr þoku Lundúnaborgar til okkar og hvort að Jói sé bara kynvilltur eða almennt villtur og ratar ekki uppá heiði. Kolli er kúkur og getur aldrei svarað nema með einhverju kanski umli og því verður hann líka flokkaður sem kynvillingur og kemur "jaaa....huh...kaaanski..uuu..."

Allavega, ég þarf víst að rukka ykkur pungana um pénínga. Ég borgaði 30 þús kall fyrir kofann og það eru 6 búnir að bóka sig með:
Teitur
Gautur
Einsi
Snæbó
Atli
Gunni

Ef við reiknum með að allavega einn bætist við, sem ég reikna alveg með, þá gerir þetta 3750.- á kjaft fyrir helgina. Ég sendi á ykkur emil með reikningsupplýsingum á eftir og gaman væri ef þið gætuð riggað þetta sem fyrst. Það er nóg pláss fyrir alla, þannig að ef fleiri bætast við þá er það bara betra og fá þeir að borga ofan í okkur bjórinn, bensínið eða eitthvað annað sem okkur finnst sanngjarnt.

Veiðimósi, út.

þriðjudagur, mars 13

Veiðipósturinn

Jæja skúnkar, þá fer að verða komin smá mynd á þetta hjá okkur. Stefnan skal tekin á Arnarvatnsheiði helgina 13-15 Júlí. Við leigjum kofa á staðnum og með veiðileyfum ætti þetta ekki að vera mikið meira en 5000 kall á kjaft fyrir helgina. Það eru að vísu smá gallar við þetta, en það er ekkert óviðráðanlegt. T.d. þurfum við að vera á ansi vígalegum bílum til að komast þangað upp. Ég og Gunni getum líklegast báðir verið á trukkum sem er kannski nóg, en það væri betra ef einhver annar gæti líka verið á bíl. Svo vil ég að menn viti að það getur verið alveg drullukalt þarna uppi ef við erum óheppnir, en ef við erum heppnir með veður þá er þetta algjör snilld.

Ég vil fá smá fídbakk frá ykkur áður en ég panta kofann, en þeir sem þegar hafa meldað sig eru:

Mósagrís
Skeinar
Páfagautur
Feitur
Gubbi Nerg
Nærbuxna Atli
Bóbó
Skói
Kretín Kolli

Það væri gaman ef menn gætu staðfest komu sína í commentum hér fyrir neðan og þá get ég pantað kofann í vikunni og svo hvet ég þá sem ekki eru listaðir hér fyrir ofan en vilja koma með til að tilkynna þáttöku.

fimmtudagur, mars 8

Fífl og snillingar

Sælir kumpánar

Mig langaði bara aðeins að taka þátt í látunum í kring um blogg einhverrar demented femínista öfgabeyglu þar sem hún sér klám úr fermingarauglýsingu Smáralindar. Í fyrsta lagi finnst mér hún full klikk að sjá eitthvað klámfengið úr þessari mynd og í öðru lagi kemur hún upp um sig sem skelfilegan pervert með lýsingum sínum á því sem hún sér úr þessu.

Ég er ekki vanur að linka í önnur blogg, en þessi gaur hérna er einfaldlega snillingur og ég ætla ekki einu sinni að reyna að gera betur en hann í niðurrifi á þessu fáránlega bloggi beljunnar. Svo er líka hægt að sjá það sem hún skrifaði þarna, sem er gott því hún er búin að taka sitt blogg niður. Fífl.

Lunch

Sælir félagar allt að gerast í veiðimálum... líst mér á þetta... nú er bara að splæsa í vöðlur.......og allar græjur......

Vill minna FUGO-menn sem eru á landinu á Lunch á morgun föstudag kl 12... heyrst hefur að skemmtiatriði frá Bandaríska sendiráðinu verði á staðnum...og Magnús Shceving mun mæta og hoppa um á rassgatinu af einskærri gleði yfir eigin velgengni.............. allir að mæta sem vettlingi geta valdið........

föstudagur, mars 2

Veiðipósturinn II

Jæja, þá eru allavega einhverjar línur að skýrast. Þeir sem eru búnir að melda sig eru eftirfarandi:

Mósi
Trölli
Feitur
Skeinar
Nubbi Gerb
Páfagautur
Nærbuxna-Atli
Kolli dvergur
Smokkurinn
Hugni
Skói

Þessi listi er algerlega 100% bindandi og þeir sem eru á honum eru skuldbundnir að borga það sem sett er upp. Doktorinn er ekki enn búinn að melda sig, en það er nóg pláss fyrir alla nema konur.

Svo er það önnur spurning, og það er varðandi veiðitíma. Ég tel best að hafa þetta í byrjun ágúst, en ég vil fá fídbakk frá ykkur varðandi það. Svo er málið með helgar eða virka daga. Ég er t.d. búinn að vera að skoða eina frekar flotta á sem ég held að myndi henta okkur mjög vel, en allar helgar eru uppseldar þannig að við yrðum að vera allavega tvo virka daga. Það er í lagi mín vegna, en aftur þá vil ég fá fídbakk hvað þetta varðar.

Svo er vatnahugmyndin hans Kolla dvergs. Það er massagaman á Arnarvatnsheiði og yfirleitt fullt af fiski og hræódýrt. Gallinn er hins vegar sá að það þarf jeppa til að komast þangað(jepplingar okkar bræðra duga varla) og húsið er soldið robust, enginn pottur og kannski ekki rafmagn og svona. En endilega gefið líka fídbakk á það.

Og koma svo.......