fimmtudagur, júlí 31

Bongholio
Hvað er hægt að segja á þessum fimmtudegi annað en "af hverju er ekki föstudagur." Ég er búinn að kaupa mér fullt af búsi og er tílbúinn í allt en, en... æ, afhverju tala ég ekki um eitthvað annað. Var að vesenast á netinu um daginn, réttara sagt á imdb, og fann mjög athyglisverða mynd. Hér er greinilega á ferðinni eitthvað sem að aðdáðendur Army of darkness meiga ekki láta fram hjá sér fara, spurningin er hvenær fáum við frónbúar að sjá þetta. Annars hef ég lítið að segja nema borgarstjórinn var nokkuð góður í sjónvarpinu í gær... hvað fans þér?

miðvikudagur, júlí 30

Best að vera frumlegur
Nú hef ég ákveðið að ræða næstu helgi, réttara sagt þá hef ég ekkert annað að segja. Það lítur út fyrir að fugo muni vera til staðar víðs vegar um landið. Heyrst hefur að Mósagrís og Teiturinn muni sjá fyrir skemmtun á Flateyri. Í hvaða formi hún verður er óljóst en ekki er ólíklegt að maður heyri orðin "wise men say..." sunginn á Flateyri þessa verslunarmannahelgina. ég sjálfur og tröllið höldum aftur til Akureyrar (annað sinn í sumar) og mun Gubergurinn taka á móti okkur þar. Ef ferð ykkar liggur um norðurland þá skuluð þið ekki láta ykkur bregða í brún þá að undarleg mannvera komi skríðandi eftir ræsum Akureyrar, það er bara ég. Tröllið mun án efa reyna heilla dömurnar með bringhárunum meða Gubergurinn lokkar þær undir lopateppið (þ.e. bringuhárinn hans Trölla). Verkamaðurinn sjálfur, Pattinn, hefur heitið góðum fögnuði á Strawberry street fyrir alla þá er haldast í bænum. Þar verður ábyggilega mikið um ölið og hver veit nema Moulan Rouge hljómi aftur nágrönnunum til mikillar gleði. BYKO-maðurinn mun svo stefna á djemmið á laugd líka með vinnufélögunum og er stóraspurningin hvort að sjást muni til hans með einhverja samstarfsstúlkuna í dúndur sveiflu á Spotlight (sem á víst að vera dauður). Það verður athyglisvert að sjá hverjar sögurnar verða á þriðjud en þess má geta að við Trölli tökum frí þann dag til að njóta þynnkunnar í friði.
P.S. ég reyndi að vinna bretti af bjór það gekk ekki, nú er komið að ykkur!

mánudagur, júlí 28

The longest night
Laugardagskveldið byrjaði eins og svo mörg önnur.. með einum bjór. Einn varð fljótlega tveir og tveim klukkutímum síðar voru þeir orðnir þrír. Nú klukkan var þá að nálgast tíu og því nauðsynlegt að fara tía sér í partý. Ekki gerðist mikið í partýinu nema að á tveim og hálfum tíma voru þrír orðnir þrettán. Eins og flestir vita þá er þrettán ekki góð tala. Ég var það heppinn að halda höfði í þessu partýi og jafnvel í nokkurn tíma eftir að því var lokið. Þá var kominn tími til að fara í næsta partý. Hve lengi var stoppað þar get ég ekki sagt og man einungis lítillega hverjir voru á staðnum. Ég fór þaðan til lopapeysumafíunnar og var orðinn manni ríkari þar sem að Snæbó var með í för. Upphaflega var farið í vitlaust partý en stuttu seinna rötuðum við á réttan stað. Hvað gerðist þar get ég ekki sagt, ég man eftir andlitum og Gunnar sagði að ég hafði brotið glas. Þar á setning kvöldsins að hafa átt sér stað en ég man ekkert eftir því. Síðan var ég kominn á Celtic, hvernig ég komst þangað veit ég ekki (Gunnar sagði að það hafi verið taxi) en mynnið segir að ég hafi allt í einu byrst inn á þessum stað. Þar man ég enn minna og talaði einungis við eina manneskju (yeah right) svo ég viti. Því næst var ferðinni haldið inn á Hverfis og þar man ég eftir einhverri röð en alls ekki vel. Man samt eftir því að ég var orðinn einn og yfirgefinn á Celtic, aftur! Á hverfis man ég líka bara eftir að hafa talað við einn mann (yeah right) og eiginlega engu öðru. Samkvæmt mynninu mína var ég svo allt í einu kominn á Hafnarstræti í leit að æti með einhverjum (the face is a kinda blur) en gallinn var að við fundum ekkert að borða nema kannski (er ekki viss) bæjarins bestu. Eftir það ævintýri var ferðinni heitið heim og ég er frekar viss um að það var leigubíll sem fór með mig heim en ég lofa engu. Sem sagt draumkennd drykkja á laugd kvöldið, veit bara ekki hvaðan bleiki fíllinn kemur?

föstudagur, júlí 25

Ding, dong the witch is dead...for now
Um, da.. það er föstud og vinnan er að klárast. Það er fullt af bjór út í bíl og menn eru almennt stemmdir (nema spurning með Pattann sem að var enn að í morgun). Verð að viðurkenna að ég er í einstaklega góðum málum fyrir þessa helgi enda er ég með tvö partý í rassvasanum (trúið mér það komast mikið fleiri þar fyrir). Annars bin ich alein zu hause heute abend, warum haben sie französich gelernt (ég er einn heima í kvöld, afhverju læruð þér frönsku). Þann möguleika geta menn nýtt sér ef ölið kallar á. Nú svona þegar vel er liðið á sumarið eru menn hættir að tala um pásur og umræðan farin að beinast að því hvort ekki sé betra að taka tvo daga (jafnvel þrjá). Fugo er því að rísa upp úr skítnum og við erum hættir að samþykkja ellina (um sinn).
Annars ætla ég að endurtaka boð mitt um lúxusmat hér í hádeginu, ég má nefnilega taka með mér gest en það kostar 600 kr. Ég mæli með fimmtud og föstud, munið we´re talken about all you can eat.

fimmtudagur, júlí 24

Hvað er helgarplanið
Nú er næst síðasti vinnudagur vikunnar er hér um bil búinn hlýtur þessi merka spurning að vakna. Það að þessi spurning sé spurð nú en ekki á mánudaginn síðast sýnir hve langt við erum komnir síðan í Menntaskóla(anum). Það lýtur út fyrir að mér sé boðið í verkfræðingateiti á laugd og sama kvöld mun lopapeysupakkið (Rammagerðin) hafa einhvern fögnuð. Gautur hafði rætt lauslega um eitthvað parý en var hann búinn að ákveða eitthvað? Ætla menn að taka helgina með trompi, tveir dagar svona í tilefni af því að stutt er í verslunarmannafrídaginn eða bara slappa af? Fer Jói á Spotlight? Þessum og öðrum æsispennandi spurnungum verður svarað í næsta þætti af Nágrönnum... eða kannski ekki.
Alla veganna mun FAXE-12 pack standa undir og jafnvel gera helmingi betur (better to have and not need than to have and need). Hver veit nema að menn endurtaki leikinn frá síðustu helgi á Celtic og hver veit nema þeir kunni Elvis (Krummi). Eins og allar helgar mun ölið flæða, spurningin er bara hvar, hvenær og ætlar Ýmir nokkuð að skylja mig aftur eftir einan???

miðvikudagur, júlí 23

Frægð og frami
Já eins og Tröllið bendir á getur frægðin verið erfið. Ofurmódel elta mann inn á klósett, nöfn þurfa að breytast og vinirnir yfirgefa mann á röndum. Þetta er einstaklega erfitt fyrir mann eins og mig. Því er nauðsynlegt að Júdasrkerfið sé sett af stað sem fyrst og stiginn veitt. Þó ég hafi notið mín í sviðsljósinu þá hefði tröllið alveg geta látið mig vita áður en hann stökk yfir í FM-hnakka paradís, Hvervisbarinn. Þó get ég ekki annað gert en hlegið því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum var honum illilega launaður greiðinn. Því að innan á Hverfisbarnum var greiðið eltur upp af alls kyns fyrðuverum. Ein hinu klassísku stalkerum tröllsins elti hann bókstaflega upp á röndum. Þetta kom illilega í veg fyrir að hann og Snæbó gætu haldið eftirpartý handa öllum sætu stelpunum. Fregnir herma að síðast hafi sést til Ýmis hlaupa upp laugaveginn öskrandi "ég er manneskja ekki bara kynlífshlutur" og stuttu seinna á eftir fylgdi stúlka (takið eftir ég hættur að segja ung stúlka) sem kallaði á eftir honum "kondu hérna litli strákur" (takið eftir noktkunnina á orðinu litli). Þetta er að vísu óstaðfest en ef vel er gáð í dagbók lögreglunnar sést að "ungur maður fékk að gista fangageymslur af ótta við heljar kvennmann er beið fyrir utan stöðina þar til sólin kom upp."
Áður enn ég held af stað í tónleikaferðalag um Antartikku þarf að taka ákvörðun, á Ýmir skilið Júdasarstig eða ekki. Ég gef stiginu atkvæði enda þarf einhver að fá titilinn Júdas í lok sumars. Nú er spurning hvað öðrum meðlimum fugo finnst.

þriðjudagur, júlí 22

Fyrsti vinnudagur vikunar
Það er oft erfitt að byrja vinnuvikuna og dagurinn í dag er engin undartekning. Jafnvel þótt að gærdeginum í veikindum sem sagt tveir dagar af veikindum búnir þetta sumarið (sem að er meira en síðustu fjögur samanlagt). Það undarlega við báða þessa veikindadaga er að þeir voru á fyrsta vinnudegi eftir helgi, þetta er einstaklega óþægilegt. Ef þetta kemur fyrir aftur fer fólk að lýta á mig hornauga og segja "sjáðu, þarna er hann þessi sem að nýtir alltaf tvo veikinddaga í hverjum mánuði." Eins allir vita þá er mikið til af þessu fólki í samfélaginu og lít ég persónulega mikið niður á þennan hóp auðnuleysingja, það hlakkar í manni ef svona fólk verður veikt fyrir alvöru og þarf að sitja heima launalaust. Því vona ég að einhver "þarna uppi" sé ekki að kenna mér lexíu með því láta mig vera veikan tvo daga í mánuði. Kannski er þetta bara seinkuð þynnka og er tími kominn til þar sem að ég er þekktur fyrir að vera sára sjaldan þunnur. Vaknaði meir að segja kl 10:30 á sunnud morgun, einstaklega óheilbrygt.
Að öðru málum verð ég að nefna gott djamm á laugard kvöld. Einstaklega mikið magn af öli var innbyrgt en eins og vanalega gerðist ekki neitt merkilegt. Af því fáa sem gerðist þá fékk Ýmir eitt Júdasarstig (fyrsta opinbera stigið) fyrir að skylja mig eftir einan á Celtic þar sem að ég tók lagið í mikilli ölvun (hann fór að vísu eftir að ólætin áttu sér stað). Á heimleiðinni var Serrano prófaður og fær hann ágætis einkunn (miðað við ölæðið). Heppnin var að lokum með mér þar sem að ég fann Jóa og aðstoðaði hann mig við að komasts heim sem hefði annars verið erfiðsverk. Hið besta fyllerí, vennjulegt djamm á mælikvarða Fugo.

föstudagur, júlí 18

In the land of Foo, annar hluti
Pattinn og your truly tóku litla flöskudag með stæl í gær. Byrjað var á stífri drykkju á Ölstofunni, þar sem Teiturinn var okkur til stuðnings, en svo haldið á Mötchen þar sem menn rákust á Bifreisting, þennan stærri. Áður en haldið var heim á leið var Nonni heimsóttur og endaði kvöldið á miklum söng þar fyrir utan staðinn með FM-hnökkum og leðurskonsum. Morguninn var því augljóslega erfiður en það var lítið unnið vegna spennings kl 10 var nefnilega haldið af stað í mission. Miðasala á Foo Fighters var þá að hefjast og nausynlegt er að hafa nokkra Fugo menn í þeirri testastarón sprengju. Farið var á tvo staði, Smáralind þar sem röðin var fáránleg og svo Kringluna þar sem hægt var að sætta sig við biðina. Ég var nokkurn veginn búinn að gefast upp á því að fá miða og því gleðin ómæld þegar þeir fengust. Það verða því þrír Fugo menn á stanum ég, Guberg og Tröllið. Semsagt mikil gleði. Nú er maður nýkominn úr ísferð og er stefnan á að gefa skít þetta allt, hætta snemma og kíkja í Nautólfsvíkina með Pattanum. Það er því ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið´góður dagur.

fimmtudagur, júlí 17

Afhverju að sætta sig við DVD þegar VHS er til
Í gær var mér litið út á vídeólegu ásamt Pattanum og Tröllinu, þetta þykir ekki frásögu færandi nema að við fengum okku DVD. Það voru stór mistök. Svo skemmtilega vildi nefnilega til að það voru rispur í disknum eins og vill svo oft gerast þegar litið er út á leigu. Þetta er einstaklega pirrandi þar sem að ekki er hægt að horfa á heilu atriðin þegar skemmdir eru í DVD. Kostur við VHS er hins vegar að myndin heldur áfram ef að skemmd er til staðar og maður gerir sér grein fyrir hvað hefur átt sér stað. Einnig er VHS mun sterkari hlutur og skemmist því síður. Ef áætlunin er að leigja DVD þá er nauðsynlegt að ná sér í diskinn fyrstur allra manna svo eitthvað fífl sé ekki búið að rispa hann. Þetta veldur því að til að geta horft á mynd á DVD er helst nauðsynlegra að kaupa hana í stað þess að leigja. Þetta veldur kvikmyndframleiðundu ómældri gleði þar sem að þeir fá meira í vasan. Vídeóleigurnar fá líka meira í vasan þar sem þær breytat hægt og rólega í söluaðila í stað leigaðila. Sá eini sem að situr eftir með sárt ennið er ég, neytandin, það er nefnilega helvíti sárt að punga út 2000-4000kr. fyrir mynd sem er svo hundleiðinleg. Því er eg hættur að nenna að leigja DVD og held mig bara við VHS. Ekki er því hægt að segja að spólan sé að deyja ekki á meðan þetta vandamál er enn stað. Það er mér algerlega óskiljanlegt afhverju það var ekki sett lítið plast hulstur utan um CD/DVD þegar þeir voru settir á sölu markað. Það var gert við VHS/BETA og kasettur (plötur eru svo gamlar þær teljast ekki með). Svona einföld laus hefði gert lífið mikið auðveldara og já ég væri tilbúinn að borga 100 kr meira.. en þú?

miðvikudagur, júlí 16

Quantity not quality
Hva er verkamaðurinn láta í sér heyra. Maðurinn sem að eyddi þessum degi í sólbaði meðan hinn vinnandi almúgi sat sveittur við skrifborðið. Í dag er nefnilega góður tími til að vera bitur. Það er á þessum stundum sem að maður vill bara gefa skít í vitleysuna og fá sér vinnu í málbikun eða eitthvað í þá áttina. Nei í staðinn fær maður að sita inni í stóru húsi með risa stóra glugga og allir sýna þeir það sama... góða veðrið! Gula fíflinu finnst svo voða fyndið að fara þegar að ég er að klára. Hver segir að veðurguðirnir hafi ekki smá húmor, þeir sitja þarna uppi og hlæja að okkur maurunum sem ekki komast út. Mér er sko alveg sama hvernig veðrið verður þegar ég hætti.. ég ætla út og hver veit nema ég fara úr bolnum. That´ll show them!

þriðjudagur, júlí 15

Ég veit ekki í hvaða skuggakimum hugans viðkomandi hefur fundið upp á þ´vi að setja Mósan á póstlistann hjá Birni "S´víni" Bjarna. Vil ég byrja á að votta honum mína dýpstu samúð. SAMÚÐ

Það er alltaf skemmtilegt að komast inn á netið og fylgjast með ævintýrum Armandós....frásögnin minnir mig einkar mikið á höfund sem var í miklu uppáhaldi á níunda áratug síðustu aldar...þ.e Enid Blyton.....fyrir villitrúarmenn sem ekki eru kunnir snilldinni sem þessi merka kona sendi dfrá sér má nefna fimm bækurnar um einhver fimm systkini sem gerður lítið annað en að éta niðursoðinn mat.....og svo ævintýrabækurnar sem fjallaði um fimm systkini sem voru alltaf að borða niðursoðinn mat......nema hvað að þau voru í góðum félagskap talandi páfagauks.....sem gerði þær sögur nátturulega miklu meira spennandi...... þetta er svona skáldskapur frá LAssíe tímanum.........." hvað segiru ..........er siggi litli fastur í brunninum..................náðu í varðstjórann strax Lassie............!!!! Fallegur tími en hann er ekki til lengur nema í ævintýrum orkuveitusprellarans.

Annar skemtilegur penni hefur litið hér dagsins ljós.....og er það rómantískaskáldið Hamsun...sem ssegir langdregna og leiðinlega sveitarómana.....oft með einhverja svindlara....jafnvel falsara í aðalhlutverki...gerast venjulega upp í sveit og eru að miklu leiti nátturulýsingar......

satt að segja þá veit ég ekki hvað étg er að bulla hérna...ég er eiginlega bara að drepast úr leiðindum....ér í fríi...allir aððrir að vinna ég er hérna einn upp í skóla að reyna að gera mér eitthvað stil dundurs....

Fuck it ég er farinn í bjór!!!!

KVeðja PATTINN
Vikan ekki einu sinni hálfnuð
Það er einstaklega lítið að gera í vinnunni og vikan tæplega hálfnuð. Það var líka lítið að gera í síðustu viku en ég hélt að það væri bara eitthvað sem kæmi ekki aftur fyrir. Meðan hef ég reynt að eyða tímanum sem E.L. Nielsen (alter ego nr. 2) og hefur það bara gengið ágætlega, gott að nýta tíman í eitthvað annað en að hanga á netinu. Annars var talað um að kíkja á Stæl (eða eitthvað í þá áttina) og svo á T3 á föstud ef menn eru móti (vilja velja annan dag) endilega látið í ykkur heyra. Við höfum gott af því að kíkja aðeins út og sleppa ölinu (það verður hvort eð er tekið upp á laugd).
Ég verð að lýsa sjálfan mig saklausan á póstlistagríninu á Mósagrís (en það er samt fyndið), fyrsti maður sem ég myndi gruna í hans sporum er Kolli.

mánudagur, júlí 14

Stórir grænir Akureyringar
Um helgina héldum við Ýmir í víking á Norðurland eins og frægt er orðið. All nokkuð var gert sér til skemmtunar í þessarri merku ferð og undarlegt nokk kláraðist bjórinn ekki. Ég veit, þetta er alveg hrikalegt en lets face it we´re old men. Eftir að hafa djammað til kl. 5 föstud þá vorum við bara svo þreyttir á laugd að við fórum allir að sofa kl 1. Nú menn gerðu nú samt margt fyrir Norðan, það var farið á Bautan, sund, Subway, bíó og bæjarlífið skoðað svona almennt. Við komumst að því að Akureyringar eru einstaklega miklir vargar hvað rúntinn varðar en bíóið var mun stærra en ég átti nokkurntíman von á. Þess skal getið að við fórum að sjá upphalds fantsíu Vinstri grænna þar sem að fjallað er um stóra græna hluti, endurtek fantsía. Nú hvað stendur upp úr um helgina? Stelpan í appelsínugulu gervileðursbuxunum á Kaffi Akureyri, strákarnir sögðu að hún hefði verið flott all the way around en ég man einhverja hluta vegna bara eftir afturendanum, wonder why? Annars er plönuð feit hópferð á Ahnuld (T3) næstu helgi svo eins og gert var í gamla daga, þegar við vorum ungir, þá fórum við létt með 2 daga í röð. Endilega láta vita hvaða dagur henntar best, ég er að fara í skýrn á sunnd (kl 16). Reynum nú að fá sem flesta með, menn skella sér á stælinn eða eitthvað í þá áttina fyrir sýningu. Það væri gaman að gera eitthvað svona þar sem við erum ekki allir (namely ég) blindfullir.

föstudagur, júlí 11

Siglufjörður, nei
Ég verð að vera sammála Mósagrís um í sambandi við Siglufjörð en ólíkt honum þá er ég með lausn. Hvað kostar að byggja þessi skítagöng? Einhverja milljarða er það ekki. Nú væri ekki bara ódýrara og hagkvæmnara að jafna Siglufjörð við jörðu. Flytjum bara alla á Ólafsfjörð og vitir menn við erum komnir með hið samilegasta bæjarfélag í Eyjafyrði (annað en Akureyri). Nú við tökum nokkrar jarðýtur og plam... enginn Siglufjörður. Svo er hægt að seta þökur á staðinn og vitir menn. Hver veit nema gæsir færu að verpa þar og kannski myndi einhver vilja friðlýsa staðinn. Svo er hægt að nota afganginn af penngunum (takið eftir afganginn) og byggja alla vega ein ef ekki tvenn mislæg gatnamót í Reykjavík (þið vitið þar sem allt fólkið á heima og bílarnir eru). Ég hef aldrei komið til Siglufjarðar og skil ekki hvað er verið að pranga upp á þetta rassgat, lengst út í rassgati. Það er löngu komin tími að buggja almennilegar hraðbrautir innan Reykjavíkur (og nágrennis) eins og tíðkast í siðmenntuðum löndum. Þar væri hægt að hafa 90-110 km/klst hámarkshrað og engin ljós. Þetta myndi gera lífið mikið þægilegra fyrir meirihuta Íslendinga (Borgarbúa) sem þurfa að keyra í vinnu sína á morgnana. Sem sagt niður með göngin og upp með hraðbrautina. Það er líka eitthvað óþægilegt við það keyra í gegnum göng þegar verið er að fara út (eða kannski inn) í rassgat.

fimmtudagur, júlí 10

Sætar stelpur og súkkulaði búðingur
Put your hands together...mmmmmmmm. Í gær var farið í bíó með Tröllinu og Teitinum, á hvað var farið? Nú kroppasýninguna sjálfa Charlies Angels 2: what ever and who cares. Nú ég er mikil alæta á myndir og er yfirleitt sáttur með það sem að ég sé en þessi mynd var verri en lélegt klámblað. Mér leið eins og að leikstjórinn væri að reyna troða myndinni ofan í mig þar sem að ég gæti alls ekki þolað að hafa einn eða neinn sögþráð. Ég get í alvörunni ekki sagt ykkur hvað helvítið var um ... annað en sætar stelpur (ekki slæmt) og action (heldur ekki slæmt). Það má nú samt hafa aðeins meira. Ég hafði alveg eins geta leigt mér svartanagginn á vídeó og horft svo á the adult channel sem að hefði noda bene verið betra. Tröllið var að vísu sáttur og margir hafa mun meiri trú á hans smekk en mínum. Alla veganna slæm mynd og alls ekki 800 kallsins viðri, jafnvel þó að Comron Diaz sé sæt. Það væri skemmtilegra að horfa á ljósmynd af henni í tvo klukkutíma en þetta bull.
Nú ég varð að reyna stuðla svo ég ákvað að tala um súkkulaði búðingin sem var í eftirrétt í hádeginu í dag. Stóra spurningin er: er hægt a hafa of mikið súkkulaði ? Ég vil meina ekki.... það er með það eins og svo margt annað, the more the merrier. Að vísu er hægt að hafa eitthvað allt of þungt í maga en það er allt annað mál. Plús ef að það er málið þá er alltaf hægt að fá sér rjóma, ís eða mjólk svona til að spila á móti. Any whos bara svona pæling.

miðvikudagur, júlí 9

Gólf og gamalmenni
Eftir vinnu í gær var ferðinni heitið í tívólí í Smáralind. Ég var að fara með frænda minn sem að hafði beðið mig fyrir all nokkrum mánuðum að fara með sig þegar að herlegheitin mættu á svæðið. Nú þar sem að ég er ungur í anda þá ákvað ég að skella mér í nokkur tæki enda oft skellt mér í ýmiss konar skemmtigarðana yfir ævina. Byrjað var á að fara í tækið sem að sem að getur virkað sem gólkylfa ef að maður er kúlan (þ.e. skotið starfsmönnum nokkra metra ef ekki er varlega farið að) og var það bara hin fínasta ferð. Eftir það var farið í einhvern sófa sem að hringsnýst og var það afskaplega saklaust. Nú þriðja tækið snérist einnig í hringi og eftir það sagði ég stopp. Maginn á mér var gjörsamlega búinn að fá nóg. Frændi minn hélt áfram að fari í alls konar tæki en sat á hliðarlínunni þar sem að eftir var. Stundum er ekki nóg að vera ungur í anda.
Til að jafna mig á þessarri vitleysu var ferðinni heitið í gólf í gærkvöldi. Palli, Baldur og Snæbjörn voru meðspilarar í þessarri ágætu gólferð. Eins og ávalt var farið á æfingarvöllinn í hafnarfyrði og náði ég mínu besta skori til þessa... 23 yfir pari eða 50 högg. Það munaði að vísu ekki miklu á mér og Baldri en heppninn var með honum þar sem að ég fór síðustu holuna á 8 höggum.
Niðurstaðan er sem sagt sú ég er of gamall til að geta farið í öll læktækin í tívolíinu og of ungur til að geta eitthvað í gólfi... þetta er ekki alslæmt.
Í árdaga Reykjavíkur gengu menn með tárin í augunum hundruðir kílómetra til þess að nálgast fersk vatn ...sem þeir svo báru sömuleið á bakinum haltil í rifnum fötum og kulda og trekk......Mér leið svolítið svipað þegar ég fór út úr CASA ROSA.....villunni minni í bryggjuhverfinu.....þannig er nefnilega mál með vexti að PATTINN er ekki nettengdur í casa rosa (þ.e fyrir þá ykkar sem ekki hafa hlotið klasíska menntun í latínu, Bleika húsið!!!) ég varð því að leggja það á mig að arka hingað niður í skóla til að komast á netið....... ég bara varð!!!! þetta segir mér að netið er orðið nútímamanninum jafn nauðsynlegt og vatnið var forfeðrum okkar sem átu skó og innyfli spendýra til að halda í se´r lífi í hundruðir ára. Það eru ekki nema kannski 50 ár að menn fóru að höndla siðmenninguna...þ.e drekka kók og tyggja tyggjó! en nóg um það ég er alltént kominn á FUGO eftir langa fjarveru..... í fjarveru minni hefur Armandó tekið að sér að hafa reglulega pistla um hægðir sínar og bjórdrykkju......við þökkum Armandó þetta skemtilega innlegg.... hvað varðar Ferð til akureyrar næstuhelgi.....þá er ég eins og kom fram hjá ymi að fara í bræðsluna og verð þ´vi fjarri góðu gamni.....en ég efast stórlega um að ég hefði treyst mér til að fara þó að ég hefði verði í fríi......eftir átök síðustu heolgar.......og þá skelfilegu upplifun að hafa TRölla hrjotandi á sófanum allan sunnudaginn....þetta var mikil þynnka sem ég hef ekki áhuga á að endurlifa í bráð.......
ég bið bara kjærlega að heilsa Gubbergnum!!!!! og óska föruneytinu góðrarferðar

PS mér áskotnaðist ískápur......fyrir þá sem hafa komið á STrawberry street þá hafa þeir eflasut tekið eftir einum eftirminnilegasta ískápi seinni tíma....það er mahóníklæddi mínibarinn minn.....sem ég fékk gefins frá föður bróðir mínum...þegar hann fór í meðferð......ég skírði ískápinn í höfuðið á þessum ágæta föðurbróðir mínum þ.e jón...og nú getur Jón verið áfram fullur af bjór þó að nafni hans é búin að fara í meðferð. Núna hefur mér hins vegar áskotnast 50 ára gamal amerískur ískápshlunkur......sem malar eins og háhyrningur ínn í stofu........ ég og Trölli drápum okkur næstum því við flutningin á honum....... Hefur hann hlotið nafnið Baraba pabbi!!! og er einlæg ósk mín að Barabapabbi muni standa sig vel í bjórkælingu eins og forveri hans......þannig að ég geti fengið kaldann bjór þegar ég horfi á Stevie þ.e sjónvarpið"!! Stevie the TV!!!!!

þriðjudagur, júlí 8

Hvítir vestrænir karlmenn
Þetta er nú flokkur sem að við allir tilheyrum og er frekar fátt sem að við getum gert til að breyta því. Ég lennti nefnilega í rökræðum sambandi við þennan meirir hluta hóp um helgina. Þar var mér tjáð að þessi hópur bæri ábyrgð á allri kynlífsþrælkun þar sem að um 90% (ber ekki ábyrgð á tölunni) kláms væri verslað af mönnum eins og okkur (þ.e. hvítir og vestrænir). Nú ég var ekki alveg að gleypa þetta og reyndi að halda því fram að þetta væri ekki alveg svona, t.d. að kynlífsþrælkun og klámiðnaðurinn (þessi löglegi) væru ekki alveg sami hluturinn. Þetta var viðkomandi ekki að samþykkja, hún sagði að hvítir vestrænir karlmenn sköpuðu eftirspurn sem að hneppti ungar stúlkur í ánauð alveg sama hvort að þær fengju greitt og gerðu það af fúsum vilja eða ekki. Svona reyndi ég áfram að sanfæra stúlkuna um að sumir myndu gera allt fyrir frægðina o.s.frv. Það skal tekið fram að allan tíman var ég sammála henni um vændi og ólöglega kynlífsiðnaðinn. Nú hennar niðurstaða var nú samt alltaf hin sama að hvítir vestrænir karlmenn bæru ábyrgð á óhamingju allra greiðið klámstjarnanna og að þær myndi mikið frekar vera hamingjusamar að vinna sem læknar eða eitthvað í þá áttina (paging Dr. Jameson, Dr. Jenna Jameson). Að endanum náðu rökræðurnar ekki að klárast því að fólk í kringum okkur vildi fara tala um eitthvað. Merkilegt væri að athuga hvort að þessir hvítu vestrænu karlmenn væru nokkuð á aldrinum 25-45, byggju einir og að nárganar þeirra hefðu aldrei grunað þá um að geta hakkað dóttur sína upp í pinnamat....efast um það.
Lokaniðurstaðan er samt sú að þegar að öllu er á botnin hvolft þá er það augljóst að feministar ætla ekki að láta við sitja fyrr en búið er að banna klám, það er nokkuð augljóst. Endum við þá ekki allir á því að notast við ólöglegan vargning og/eða ódýra erótík sem að sýnd er á sýn. Eitt er þó alveg víst að Jói þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu.

mánudagur, júlí 7

Helgi eftir helgi
Jæja, þá er maður búinn með fyrstu helgina í júlí og hvað gerðist? Jú maður var vitni af mörgum merkilegum atburðum það voru lesbíukossar, fullir drykkjusvolar sem sigruðu edrú björgunarsveit í íþróttarmóti, dauð höstl, dauður Jói, gítar stemming, rigning, sól, bruni, grill o.fl. ofl. Ég gjörsamlega brást ábyrgðar hlutverki mínu á föstud kvöldið og varð allt of drukkinn end voru 31 (33 cl) bjórar drukknir á þeim degi og merkilegt nokk þá hélt ég lífi. Sem betur fer stóð ég mig næsta kvöld því þá varð ég ekki alveg jafn rosalega drukkinn. Svo var ég og Helgi að vísu skammaðir fyrir að hafa rukkað sætar stelpur of ítið inn á laugard kvöldið en það var nú ekki viljandi. Þannig a í heildina var helgin hrein snilld og ég mjög sáttur. Að vísu hefði eitt mátt fara á betri veg.
Nú lítur allt út fyrir að land verði aftur lagt undir fót næstu helgi því Guberginn vill endilega fá okkur norður. Tveir Fugo-menn hafa tekið vel í þetta og spurn hvort aðrir vilji einnig láta á þetta reyna. Það verður ábyggilega gott stuð og mun þetta líklegast kosta allt of mikið en hvað gerir maður ekki fyrir góða stemmingu. Fyrir minn part er því bara ein spurning "hvað þarf ég að koma með mikinn bjór?"

P.S. ein góð mynd af mér frá próflokadjamminu svona í lokinn

fimmtudagur, júlí 3

Bjór og aðeins meiri bjór
Nú áðan var ég staddur út í ríki og var meiningin að versla dálítið af öli. Ég fékk að fara og teygja úr mér þar sem að ég hafði gjörsamlega étið yfir mig í hádeginu (mexíkóskur dagur). Þar sem að ég stóð þarna og velti fyrir mér hversu mikið ég ætti að kaupa þá rann upp fyrir mér ljós.... best bara að kaupa nóg. Því keypti ég mér einn kassa af Faxe og einn af Miller svo er til tæplega hálfur kassi af Faxe heima. Ég vona að 56 bjórar fyrir þrjú kvöld, ath ég má víst ekki verða ofur ölvi þar sem að ég er í ábyrgða hlutverki. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig helgin fer og hvort að mér verði treyst í ábyrgða hlutverki. Annars komst ég að því um daginn að Faxe er alger snilld, næst ódýrasti bjórinn í ríkinu (aðeins Spegils býður betur) og vitir menn hann er ekki piss. Millerinn stendur líka alltaf fyrir sínu og var hann keyptur svona ef að nauðsynlegt yrði að drekka volgan bjór. Klassísku tegundirnar (Carlsberg, Tuborg og Heineken) eru í pásu svona yfir sumartíman en það verð með öllum líkindum teknir aftur í hönd þegar að skólinn byrjar aftur.
Annars verð ég spyrjast fyrir um Mósagrísinn því ekki hefur heyrst í honum lengi... hefur vargurinn nokkuð gleypt þennan góða borgardreng?
Nú fer ég að leggja í hann og bið alla vel að lifa yfir helgina því það ætla ég svo sannarlega að gera.

miðvikudagur, júlí 2

Yfir kaldan eyðisand
Einn um nótt ég sveima.... Mikið er þetta yndislegt, kvöldið sem að ég á að fara selja miða þá er rigning. Lítur út fyrir að við þurfum að húka undir einhverju skjóli til að þetta gagni upp. Fólkið sem að var í gær hafði það svo náðugt... enda var engin rigning þá.
Nú er horfið norðurland.... Guberg heldur í víking fyrir hönd fugos í leit að dvergum og ölstofum. Það spurning hvað drengurinn verður lengi í ferðinni. Að vísu er einnig áætlun hjá Pattanum að kíkja á þennan merka hluta landsins yfir helgina. Vonandi nappar Gunni í nokkra hrausta þræla en nóg er að verkefnum fyrir þá hér í bænum... t.d. að ná í bjór fyrir mig... núna!
Nú á ég hvergi heima.... Á morgun held ég á vit ævintýrana til Skóga þar sem að stemmingin verður yfir helgina. Það eina sem maður þarf er nóg af bjór og restin mun bjargast. Hve margir Fugo menn munu láta sjá sig er óljóst en þeim mun fleiri þeim mun betra.

þriðjudagur, júlí 1

Vafasamir verktakar
Eins og ég bennti á í gær þá hef ég gert nóg af því að versla við vafasama einstaklinga. Því varð það vissulega vonbrigði eftir að svona flott boð kom ofan úr HíR að komast að snnleikanum. Þetta var ekkert annað en enn eitt braskara fyrirtækið. Þeir hækkuðu verð sitt um 6% á innan við klukkutíma, símanúmerið virkar ekki og ég er viss um að pósturinn fer til Nígeríu. Eftir að hafa skipt við vitleysinga sem að reka Astró þá brenni ég mig ekki tvisvar á svona vitleysu.
Annars þá verður geðveikt veður næstu helgi þar sem að það er spáð rigningu.... munum allir eftir hitabylgjuni sem að reið yfir landið síðuast helgi.