þriðjudagur, maí 22

Af ritverkum FUG-manna

Var að blaða í gegnum uppáhalds tímaritið mitt Tíund sem er fréttarbréf ríkisskattstjóra, rakst ég þar á einkar áhugaverða grein , grein sem vissulega markar vatnaskil í skattarétti á Íslandi, jólagjöfin í ár ekki spurning. Eftir lesturinn rek ég augin í glottandi kunnulegt trýni... og viti menn er þá ekki sjálfur Smokkurinn höfundur ritsmíðinnar...... jahá allir vildu Lilju kveðið hafa!

gratúlera

föstudagur, maí 18

Sinalco-drykkurinn minn.

Sinalco er elsti gosdrykkur Evrópu, fyrst settur á markaðinn 1902 og er hann nú seldur í 40 löndum. Þýski vísindamaðurinn Friedrich Eduard Bliz fann up Bliz Brause gosduftið..... hann fékk sér einkaleyfi á draslið og fannst stytting latnesu orðana Sine alcohole eiga vel við og þannig fæddist sínalcóið.

Hver man ekki eftir Seltzter drykknum sem einn ágætur félagi okkar var kenndur við í eina tíð... mikil eftirsjá er af þessu samstarfsverkefni Íslensk Bergvatns og kanadískra aðila. Seltzerinn hafði engin litarefni og engin rotvarnarefni auk þess að vera laus við hvítann sykur.... heitið má rekja til nátturulegra hvera náglægt bænum Nieder-Selters.... áhugasamir geta því fjölmennt þangað.

Áhugafólk um gosdrykkjamenningu 20. aldarinn ar eru hvattir til að láta sjá sig á basar félags áhugafólks um gosdrykki sem haldin verður í Rúgbrauðsgerðinni næstkomandi laugardag.

mánudagur, maí 14

Veiðimósi

Jæja, þá er Mósi búinn að sveifla stönginni og blóðga flugurnar. Fór í massagóðan veiðtúr með Vonlausa um helgina. Fengum fullt af fallegum silungum, Gölturinn tók einn 5 punda og ég náði einum 2.5 punda, restin var um pundið sem er flottur matfiskur. Heví stuð í góðu veðri. Verst að stjórnin hélt velli, annars hefði þetta verið fullkomin helgi.

Mósi er núna æstur í meiri veiði og hlakkar mikið til að fara með veiðideild FUGO á heiðina í júlí, þar munu sko stórhvelin falla. Hei, hvað þoriði að veðja miklu að Gautur detti útí og fylli vöðlurnar sínar af vatni?

fimmtudagur, maí 10

Fréttatilkynningar

Eftir langa stjórnarfundi var ákveðið á aðalfundi FUGO að færa út kvíarnar og stofna ´fyrsta útibú félagsins. Stjórninni er gleði efni að tilkynna að FUGO-London Branch tekur til starfa með haustinu og eru áhugasamir kvattir til að fylgjast með.

Hefur Ýmir Örn Finnbogason verið skipaður Prótókolstjóri þessarar nýju deildar.

FUGO-mönnum er farið að lengja í veiði og er pressan alltaf að aukast um að veiðin verðu drjúg. heyrst hefur að nærbuxna-Atli sé búinn að eyða vetrinum í að tálga veiðistöng auk þess sem mósi hefur eitt lunganu af sínum frítíma í fluguhnýtingar.... þannig að það liggur fyrir að samkeppnin verður hörð.

Litla leikfimifélagið hefur opnað fyrir umsóknir á ný vegna fjölda áskoranna áhugasömum er bent á að hafa samband við skrifstofu FUGO.

þriðjudagur, maí 8

Garðamósi

Grísinn mósandi réðst í það stórvirki um helgina að smíða tæplega 50 fermetra sólpall í garðinum hjá sér. Mósi hafði svona vonast til þess að ná að klára burðargrindina um helgina og geta svo dekkað hann seinna, það hefði verið fínt. But nooooo, Ofurmósi mætti á svæðið(fyrir þá sem ekki vita er Ofurmósi með grímu og skikkju og gerir oft svala hluti, en furðulegt nok þá er hann aldrei á sama stað á sama tíma og Mósagrís) og kláraði pallinn fyrir kvöldmat á sunnudag. Það var ekki nóg fyrir Ofurmósa, því hann lagaði allan garðinn líka, jafnaði hann út með jarðvegi, hreinsaði illgresi og þökulagði allt sem vantaði gras. Ekki nóg með það þá hefur Ofurmósi borið rúmlega hálft tonn af möl sem frú Mósi vildi endilega fá upp við pallinn og meðfram húsinu. Þegar Mósagrís kom aftur heim úr sjoppunni var Ofurmósi á bak og burt, en búið var að umturna garðinum og get ég því chillað það sem eftir er sumars. Merkilegt nok þá er ég að drepast úr verkjum í öllum líkamanum, en það er líka algjört hell að vera 3 daga að fara útí sjoppu.

Svo fer veiði að nálgast. Veiðimósi er að fara um helgina í smá æfingartúr með Vonlausa, en miklar vonir eru bundnar við árangur FUGO á heiðinni í sumar. Flugumósi er búinn að hnýta flugur á fullu undanfarið og þykir nokkuð ljóst að þar séu mörg hin skæðustu vopn sem fella munu margt stórhvelið í sumar.