þriðjudagur, maí 30

Að kosningum loknum

rak augun í það einhverstaðar að vinir okkar í VG teldu óvíst að Reykjavíkurborg mundi sjá næstu aldamót ef ekki kæmust lopapeysugræningjar til valda í borginni. ég er búinn að vera að spekúlera í þessu. Hvað er það sem þeir óttast? Mun einkabíllinn og hans útblástur skapa óviðunandi umhverfi sem leiðir til stórubólu sem mun draga okkur öll til dauða.... hmmm kannski erum við að tala um að norðurskautið bráðni og allir útnárar á Íslandi sökkva í sæ. Þá verður nú gott að búá í Breiðholtinu og óvinir vesturbæjarins sem hefur fóstrað margan Fugó mannin geta tekið gleði sína þar sem vesturbæjarstórveldið mun sökkva í sæ. Ég veit samt ekki hvað lopapeysu sósíalistarnir geta gert í þessu, ég efast ekki um að þetta er þrælduglegt fólk sem ekki mundi liggja á liði sínu til að ausa vatni úr hundarð og einum en það væri sennileg til lítils í þessu tilfelli. Kannski dettur einhverjum í hug að virkja Elliðarárnar með stíflu sem mun sökkva framtíðar úthverfum Rvík... nei ég bara sé ekki hvað þetta er sem mun tortíma okkur. VG menn eru vinsamlegast beðnir um að fræða mig um það. Ég get þá farið að grafa mér byrgi og kaupa Eurosjopper dósamat til að geta lokað mig inni þegar kemur að eyðingu Stóru Reykjavíkur.

Væri líka gaman að sjá drastískar breytingar í hverfum sem eru stöðnuð eins og 101 og fleiri hverfum, ég vil sjá HÁAR byggingar MJÖG háar. þá fáum við loksins skjól og það skal enginn fara að tuða um útsýni, ef mann langar að fá útsýni þá flytur maður bara í háhýsi. útsýni er fyrir bændur sem þurfa að gá til veðurs. Ég fer bara eitthvar í leit að útsýni ef það er það sem stemmingin kallar á. Væri gaman að sjá eldri hverfi borgarinnar lifna enn meira við og fá svo einhverja aðstoðu fyrir gamla fólkið okkar sem hefur fóstrað samfélagið okkar og í raun komið því á koppinn. gamalt fólk á heiður skilinn þó að það sé almennt til ama. Það á samt ekki að þurfa að stía gömlum hjónum grátandi í sundur. Það er ekki súframtíðar sýn sem ég hef. Gaman að fylgjast með Samfylkingunni með síns tóru loforð í Reykjavík. Er það bara ég eða er ekki þessi flokkur ( ásamt fleirum) búnir með sinn séns í bili!

kv

Gautur

ÉG Jákvæður????? neeeeee

Var að horfa á Kastljósið í gær er það bara ég eða leit Ólafur F Magnússon út fyrir að vera í leikskólastemmaranum. Bara í fýlu og asnalegur?

Hitti Lalla Johns hér á Austurvelli þegar ég mætti til vinnu í morgun. Hann spurði hvort að ég væri ekki í stuði, ég jánkaði því, það kætti minn mann og við tókum tal saman, merkilegt hvað þessi maður er hryllilega pósitiífur þrátt fyrir sítt ömurlega líf. Svo enduðum við umræður okkar um bæjarmálin. Og þar sem ég gekk í burtu heyrði ég hvar Lalli kallar " Farðu svo vel með þig vinur!.. ég ætlaði að segja "sömuleiðis" en fattaði að það væri til lítils þar sem Lalli færi hvort sem er ekkert vel með sig.

Ég spyr mig því hvernig getur maður eins og Lali johns verið svona hrikalega jákvæður á meðan maður eins og ég sem hef svo sem ekki yfir miklu að kvarta svona verið svon ahryllilega negatífur.....

Ég kýs að bera fyrir mig kaldhæðni á háu stigi, er ekkert negatífur, bara kaldhæðinn...... jú ok og pínu negatívur.....

...kv

Gautur

miðvikudagur, maí 24

mottó vikunnar

fakeit until you makeit....eða eitthvað
OHH MEEN! ég hefði átt að kvarta aðeins meira yfir að hafa lítð að gera, það er sum sé búið að auka ALL verulega við vinnuálagið hjá drengnum, svo mjög að bananskyldan hefur alfarið verið færð yfir á annan og hæfari starfsmann í það verkefni, eru starfsmenn almennt verulega ósáttir því að bananadrengurinn hefur verið að skylda sínu með stakri prýði það sem af er.

En reikna fastlega með að verða að fara að fækka bloggfærslum ( öllum til einskærrar ánægju) sakir aukninnar vinnu (DAMN), fréttir herma að Mósagrísinn muni fara af stað á ný með veiðihornið sitt sem vakti gríðarlega ánægju lesenda svo ekki sé meira sagt meðal lesenda Fugó í vetur.

kv.

Gautur

Gautur í miklu upnámi vegna kulda

Gautur, a.k.a. Bananaboy, er í miklu uppnámi vegna kuldakastsins undanfarið. Hefur kuldinn sett mikið strik í banananeyslu starfsmanna Landsbankans þar sem Gauturinn, sem er af sundminkaætt, bregst illa við miklum kulda og verður slappur og getur aðeins borið tvö bananaknippi á dag í stað fjögurra eins og vaninn hefur verið.
Er fólki bent á að klæða hann í lopasokka og rúlla honum í teppi þegar svo stendur á.

þriðjudagur, maí 23

það eru einfaldar skýringar á öllu!

Norðan átt skyggni lítið horfur eru á auknum kulda næstu daga!

Kalt= Fúlt

Hvar er sumarið?

mánudagur, maí 22

Ætlaði að fara að véla menn í golf í kvöld en varð svo litið út um gluggan og ætli skíði væri ekki betri hugmynd miðað við tíðarfarið ÖSSSSSSS hvað er að ske eiginlega.

kosninga þankar

Vappaði mér inn á kosningaskrifstofu D manna hér í miðbænum, aðspurður hvaðst ég vera að flýja kuldabola. maðurinn sem tók á móti mér svaraði " sagði guð ekki sértu velkominn í mitt hús" ok við erum sem sagt að tala um nágranna. Hel samt að ef Guð og Sjáfstæðisflokkurinn búa í sama húsi þá hljóta sláfstæðismenn að búa í kjallaranum og vera leigjendur.


fór líka til F listans þar var manni boðið upp á ókeipis bíltúr á elliheimilið grund og í Gufunes kirkjugarð, reikna fastlega með að þeirra tareget hópur sé yfir 25 ára hehehe.

Sá að einhverjir Studenta besefar voru að reisa fána og krefjast fleiri íbúða, gott mál, mér finnst ótækt engu að síður að vera að byggja fleiri sovétblokkir ( stúdentaíbúðir) þarna á besta stað í bænum, geta menn bara ekki brúkað hinar stórkostlegu almenningssamgögur í Rvk

Fyndið VG virðast vera komnir með svona fanatíska stefnu í almenningssamgöngum, ætla bara að takmarka aðgegni bíla í þingholtin, þ.e þvínga mann til að taka strætó heheheh.

Var að horfa á sjálfstætt fólk í gær þar var meðal annars verið að tala við Björn Inga, B mann, kom inn í við talið þar sem hann sagði, ég hef alltaf haft sérstaklt dálæti á 3. ríkjinu, uppbyggingu þess og sfrv. hhhhhmmmmm hélt að exbé væri nú með svo góða spindoctora á sínum snærum að þeir hefðu vit á að lýsa ekki yfir aðdáun sinni á Nasima. Þetta mundi allavega valda usla í BNA. Veit ekki hvort að ég var einn um taka eftir þessu.

kv gautur

Status Tjekk

Daginn, helgin að baki, gaman að því alltaf ferstk að setjast við skrifborðið á mánudegi.

Tapaði mér í hreingerningum um helgina fór og fjárfesti mér í alskyns hreinsiefnum, misgóðum reyndar en einhvern veginn upplifði mig sem meiri svona mister muscle með þetta dót við hendina. Fór meira að segjaí blómaval þar sem ég hafði hug á að fjárfesta mér í pottplöntu til að halda mér selskap í bólstaðahlíðinni. Fann enga sem mér líkaði við ( hversu sick er það !! þetta er allt fokking eins). Helt sundfyrirheit mitt og fór í laugarnar um helgina og synti nokkrar bunur, hitti svo geðbilaðan vörubílstjóra að nafni Óli sem var bílstjóri hjá Eimskip í 34 ár þegar hann var rekin út af því að hann klikkaðist ( his own words.) Svo sagði hann mér æfisögu sína á svona 45 mínutum athygliverður kall. Merkilegt hvað mikið að einkennilegu fólki fer í laugaranar hahah me included.

hélt að ég mundi sálast úr kulda ímorgun, ákvað að það væri sniðugt að leggja bara beint fyrir utan vinnuna, var ekki svo sniðugt, er eiginlega búinn að vera standlaust að fara og setja í stöðumæli síðan ég mætti, og þetta er nátturulega bara fjárfesting.

Þakka mönnum fyrir athygliverða samkundu á föstudaginn í smáborgarahöllinni, það var virkilega gaman, kvöldið endaði reyndar illa fyrir pattann þar sem hann varð fyrir þeirri skemmtilegu lífsreynslu að á hann var ráðist og fékk ég einn Goooomoren beint á kjammann var hálf aumur og með krossbit. En þetta eru nátturulega menningarsnauðir gröfukallar sem veitast að saklausum mönnum sem eru minding their own og kýla þá.

VElkomin í enn eina skemmtilega vinnuvikuna FUGO menn og aðstandendur Passið ykkur á að drepast ekki úr kulda.

Kv

Gautur

föstudagur, maí 19

Forever Young

Er með þetta á heilanum, kannski eitthvað freudískt hahahha ellihræðslan eða eitthvað. En textasmíðin er náttuurletga bara snilld

Let's dance in style, lets dance for a whileHeaven can wait we're only watching the skiesHoping for the best but expecting the worstAre you going to drop the bomb or not?

Let us die young or let us live foreverWe don't have the power but we never say neverSitting in a sandpit, life is a short tripThe music's for the sad men

Can you imagine when this race is wonTurn our golden faces into the sunPraising our leaders we're getting in tuneThe music's played by the mad men

Forever young, I want to be forever youngDo you really want to live forever, forever and everForever young, I want to be forever youngDo you really want to live forever? Forever young

Some are like water, some are like the heatSome are a melody and some are the beatSooner or later they all will be goneWhy don't they stay young

It's so hard to get old without a causeI don't want to perish like a fading horseYouth's like diamonds in the sunAnd diamonds are forever

So many adventures couldn't happen todaySo many songs we forgot to playSo many dreams swinging out of the blueWe let them come true

Forever young, I want to be forever youngDo you really want to live forever, forever and everForever young, I want to be forever youngDo you really want to live forever, forever and ever

Forever young, I want to be forever youngDo you really want to live forever?

Staðan á föstudegi!

Ef taktfastur rytmi frá Harry Belafonte, regnhlífadrykkir og sól í Smáborgarahöllinn er í boði þá á maður nú efitt með að hafna slíku kostaboði.

Tókst eina ferðina enn að klúðra ávaxtaverkefninu mínu, held að kellingarnar hérna á skrifstofunni séu farnar að þjást að vítamínskorti af því að þær fá enga ávexti eftir að nýji bananastrákurinn tók við hahaha.

Fallegt veður samt kalt, samt aðdáunarvert að fylgjast með fólkinu hérna á Kaffi Paris vafið í teppi og hristast af kulda vera að þamba bjór í "sólinni" BARA á íslandi. Maður gæti allt ein setið heima náð sér í stól opnað ískápinn sest fyrir framan hann og drukkið maltöl. En maður verður nú að gefa Íslendingum kredit fyrir að þeir eru að reyna að verða heimsboragarlegri. En í grunnin erum við nátturulega bara neftóbasksjúgandi bændadurgar.

Vissi ekki að maður gæti fengi MARGAR stöðumælasekti fyrir að leggja ólöglega í sama stæðiðÐ?!?!?! dont fokking get it .. ér að segja það að ef ég næ í skottið á einum af þessum satans stöðumæla gerpum sem eru að gera mig gjaldþrota hérna þá fær hann einn "GOOMOREN" á nefið.

Gaman að því að fólk var actuallí hissa að sylvía nótt skyldi nánast vera búuð niður í Júró viðbjóðnum í gær, mér fannst nú bara merkilegt að maður komst lífs af yfir þessum leiðindum þarna í gær. Fannst persónulega sylvía nótt vera glötuð. Hún hlítur að hafa verið veik eða eitthvað söng illa og þetta var bara eins og eitthvað miðlungsatriði á árshátið FB. Leikmunir ekki að virka og bara glatað. Reyndar er þessi keppni pínulítið glötuð en það er nú bara svo.

Maður getur ekki annað sagt En "til fokking hamingju Ísland.........frábært val á flytjanda!!!!!!!! Heimsku krakkar" ekki það að þarna ljóshærði danshomminn eða eða öskrandi pína ...Regína eitthvað hefðu ´tt séns í þessa gálulegu píur frá austurevrópu. HAHA. Fannst eiginlega lýsa keppninni best að Tyrkir hefði komist áfram með sitt lag.. sem var to put it mildly HRÆÐILEGUR VIÐBJÓÐUR sungið af einhverjum bleach blond klæðskiptingi frá Turkmenistan. Held að ég bara láti Júró umfjöllun mína enda hér.... þetta er ekki að fara neitt nema STRAIGHT TO HELL!!!!

Banana daquiry og bjór

Ok, nú er tapsæri Íslendinga búið að ná hápunktinum. Útvarpsstjóri er orðinn svo pirraður og leiður á því að við komumst aldrei í júróvisjón keppnina að það er bara einfaldlega búið að afskrifa hana sem eitthvað prump. Nú er búið að lýsa því yfir að alvöru stóra Evrópukeppnin sé bara aukaatriði, aðalið við þetta allt saman sé náttúrulega hin Íslenska undankeppni. Nokkuð gott, ég er viss um að ástæða þess að við komumst aldrei áfram er sú að hinar þjóðirnar eru svo spældar að fá ekki að taka þátt í "the main event" heldur eru dæmdar til að böðlast í þessari lummukeppni í úglöndum.

Í aðra sálma. Það er víst búið að gabba mig í vestfirska sveiflu í kvöld á Gauknum. Heyrst hefur að Gautur ætli jafnvel að fá sér einn banana daquiry og dansa heiftarlega við Harry Belafonte tóna "come missa tally man..." Þetta er eitthvað sem enginn má missa af, hugsanlega jafnvel fordrykkur í Mósahöllinni ef menn eru geim.

Hei, var Jói ekki að koma heim í dag?

fimmtudagur, maí 18

Júróvisíón

Jæja, bara júróvisíón dagur í dag..hef reyndar ekki mikla trú á framlagi íslands, hef aldrei fílað þessa Silvíu Nótt ( ég veit að þetta er grí ég er ekki fokking amma, mér finnst grínið bara ekki vera fyndið) Ætli RÚV sé svo ekki að greiða fyrri stjörnustælana?? keyra um á eðalvögnum með hirð af hárgreiðslukynvillingum og búningameisturum, en þetta er víst svo æðislegt þetta júróvisíón að maður heldur bara kjafti og heldur niður í sér andanum meðan á þesu stendur. ÞAð gæti reyndar verið gaman ef við komumst áfram hefur reyndar ekkert egnið að komast upp úr undan keppninni virðist ekki skipta máli hvort við sendum lappastutta hommann hann Jónsa í svörtum eða Selmu Eurovisiójn Veteran, alltaf skítum við uppá bak. Var reyndar að horfa á hinn fádæma skemmtilega þátt þar sem norrænu spesialistarnir spá í Júróvísíón spilin,´og fékk´ þá frábæru hugmynd að senda Eirík Hausk bara aftur, hann gæti bara farið upp á svið og sagt " Ja men hun er en kempe söd pige. fem point" og unnið keppnina með því. Held að það sé það hlægilegasta sem ég hef sé að sjá svona þungarokks gaur tala norsku það er bara hillaríus, norskan er eitthvað svi mikið aumingja og kverúlanta mál.... sönglandi jóðl eitthvað maður sér bara fyrir sér gönguskíði og lopapeysur, rjóminn af þjóðinn flúði líka til íslands hér í denn ( þ.e allir töffararnir og eftir sátu hverúlantabændur sem áttu aldrei séns í neitt nema að ganga á skíðum og bora eftir olíu með tíð og tíma!

FOKK HVAÐ ég þoli ekki Norðmenn!!!!!!


kv

Gautur

P.s auglýst er eftir Juróvisíon teiti á laugardaginn! kv. nefndin

miðvikudagur, maí 17

Raunir Bananamannsinns



Jæja þá er Bananamaður Landsbankans búinn að fara á stúfana í morgun. Haldið var í spennandi leiðangur í aðalútibú bankans til að ná í einhverja satans ávexti. Ég reyndi eitthvað að bitchast yfir hlutskipti mínu en þá kom í ljós að einn af lögmönnunum hafði sinnt þessu verkefni á undan mér. Eins og það geri þetta eitthvað honorable verkefni. ÞAð er skemmst frá því að segja að Bananamaðurinn villtist í aðalútubúinu og rambaði inn á bankastjórahæðina þar sem værðarlegir stjórarnir sátu yfir kaffi það er greinilegt að þeim er boðið upp á eitthvað betra en ávexti með kaffinu. Spurði varfærnislega á einn skrifstofunni. "afsakið ég er að leita að bönunum" roðnaði nátturulega ofan í rassgat þegar ég fattaði hvað þetta voru eitthvað fáránlegar aðstæður. Komst að endingu í Bananalagerinn og komst til baka merkilega klakk laust.

Það versta er bara að ég borða ekki ávexti finnst þeir eiginlega bara viðbjóðslegir, en a man got to do what a man got to DO!?!?!?

og eins og afi sagði alltaf " skrýtin er vor rulla í þessu jarð lífi
það er annaðhvort
Drulla eða Harðlífi!

þannig er nú það.

góðar stundir

Gautur "Bananamaðurinn"

þriðjudagur, maí 16

Rón Rokk í Reykjavík

Varð fyrir einu af þessum Reykjavíkur mómentum í dag, var að labba eftir asuturstrætinu þegar að mér kemur Dauðadrukkinn maður íklæddur forláta ponjói, mér til einskærrar ánægju býðst hann til að segja mér ævisögu sína alveg gratis, með sérstaka áherslu á ferðir hans um Inkaslóðir í Suður-Ameríku. Efast reyndar stórlega um að þessi gaur hafi farið lengra en á Hvolfsvöll og sennilega keypt Ponjóið þar, hann var alltént í rosa stuði og roflaði við mig lengi, ég rakst svo á hann aftur þegar ég var´á leið heim úr vinnunni þá var hann reyndar ekki eins hress þar sem hann hafði greinilega orðið eitthvað sibbinn og steinsvaf þarna í pósthússtrætinu. Það er reyndar ákveðin sósíalstúdía að fylgjast með samfélgi drykkjumanna þarna í bænum. Það er mikil híarkía og stéttskipting innan þeirra þessara kreðsa, það er t.d einn gaur sem hefur vakið athygli mína sem svona einskonar leader of the pack, er það um að ræða bráðhressan sólbrúnan gaur með strípur sem kallast skúli spegill, hann er forsprakki hópsins og þegar skúli spegill segir gó þá er sko gó á hópinn, Elja í honum er engu lík og það sem mér fannst athugliverðast við þennan sídrukkna mann var að hann virtist alltaf hafa alveg hryllilega mikið að gera, eitthvað brýnt erinidi sem ekki gat beðið stundinni lengur krafiðist þess að félagarnir þurftu að bera þann elsta og þreyttasta af heæopnum fram og til baka niður laugaveginn. Aðrir virðast bera óttablanda virðingu fyrir Skúla. Hann er höfðingi heim að sækja, var staddur eitt sinn í apóteki nokkru í miðbæ Rvk, og ekki var búið að opna, þetta var í vetur og gríðarlega kalt, ég sat inn í velupphitaðri Yarisbifreið minni og fylgdist með þeim félögum skjálfa, en skúli hló bara og var að smjörgreiða sér eins og hann væri staddur á sólaströnd. Þegar svo loksins apótekið opnaði og ég hljóp inn stó Skúli við afgreiðsluborðið og sagði brosandi "ég ætla að fá 6 brennsluspritt takk" félaga hans reyndu að malda í móinn en skúli skussaði á krádíð með setningunni " GÆS! Þetta er on mí, kjallinn splæsir þennan drykk" setning sem ég hef ekki heyrt oft í apóteki á þriðjudagsmorgni kl 7. En gjafmildur maður hér á ferð í honum skúla.

Það eru engir spámenn sem maður gegnur fram á í Reykjavík sem gera mann andlega heilann, í reykjavík eru það rónarnir sem koma með spakmæli eftir pöntun angandi af Karedemommu dropum og hoknir af reynslu.

Svona er dagurinn í Reykjvík .,..... borg óttans.

kv

Gautur

SATAN og HELVÍTI

Man einvher eftir þeirri ágætu mynd, Wedding Singer....

.... Þessi dagur minnir mig á lagið... Somebody kill me please......!!!!
Mikið skelfing geta svona fyrirtækja apparöt verið lengi í gang, ég er ekki enn kominn með aðgang að kefunum sem ég nota við vinnu, er búinn að skoða allt sem ég get skoðað á netinu og þóst vera að vinna. Enginn á MSN óskaplega er þetta eitthvað langur dagur.
´

Fór í myndatöku áðan, setti upp mitt besta "blue steel" en þetta var svona "koma svo BROSA" ljósmyndari, fokking hálviti. Hef aldrei skilið af hverju þessum gaurum er svona miklið í mun að maður kreisti fram bros, það er ekki eins og þeir fái extra pening fyrir hverja tönn sem sést.

Virðingu minni var samt gróflega misboðið í morgun þegar ég var sendur að ná í fokking BANANA fyrir lögfræðingana hérna. Frekar púkalegt að labba í ´sútinu með bananaklasa á bakinu, En ég get haldið áfram að bitschast eins og ég get en ég get alltaf huggað mig við að ég er alla vega ekki Eyþór Arnalds. hehehe

Er pínulítið að upplifa mig eins og gaurinn í "the office" er bara ekki að gera neitt nema vera í góðum fíling og drekka kaffi, labba um og slá á létta. Þetta fer vonandi að lagast og ég að komast inn í kerfið þangað til það gerist má búast við tíðum færslum af ævintýrum Bankamannsins.

Daglegt líf kontúristans

Jæja þá er maður kominn til starfa í Landsbankanum tilbúinn í slaginn að féfletta menn hægri vinstri gaman að því. Er reyndar ekki kominn með aðgang að neinum kerfum þannig að ´´eg er nú aðalega bara að hangsa eitthvað hérna. Lesa moggann drekka kaffi og svona þessa standard hluti sem við skrifstofumenn gerum yfir daginn.

Held að ég sé orðinn háður sundi, ákvað (einu sinni enn hlæji þeir sem vilji) enn einu sinni að fara að efla andann með ráð og´dáð, er farinn að fara í laugarnar að vinnu lokinni á hverjum degi. Ég verð að segja að þetta held ég að sé bara eitt það sniðugast sem ég hef gert fara bara og synda( eins lítið og ég mögulega get) fara svo í gufu og láta sólina bara sig, spjalla við kallana um komandi kosningar, Eyþór Arnalds hefur mikið brunnið á vörum pottorma vestubæjarlaugarinnar.

Já þessi 8 til 16 vinna hefur í för með sér mikið afslappelsi, þ.e þarf að drepa alveg ægilega mikinn tíma, sem er ekki sniðugt og frekar erfitt fyrir svona vinnu sjúkling eins og mig. Fugó menn eru hvattir til að taka upp stanslausar golfferðir og aðra afþreyingu svo maður deyji nú ekki úr leiðindum með allan þennan frítíma.

MR. DISKO kemur á klakann innan skamms vil ég bjóða hann velkominn fyrir hönd fúgómann.


Hvernig væri svo að taka í spil einhvertíma í vikunni ef menn eru lausir?

Kv .

Gautur

fimmtudagur, maí 11

Þar sem ég flaug þarna upp í loftið sá ég líf mitt þjóta hjá á einu örskoti, ég vil ekki deyja öskraði hver taug í líkama mínum, en það er lítið sem maður getur gert. Ég var alveg merkilega sáttur við það sem ég sá af lífi mínu, merkilegt hvað maður hefur komið í verk á svona stuttum ferli. Margt sem maður á líka eftir að gera og margt sem maður hélt að þyrfti að gerast en er svo ekkert nauðsynlegt þegar á hólminn er komið. Það er góð tilfinning að vera sáttur við það sam á undan er gengið. Það er gott.

Var staddur í Nettó um daginn, ákvað að gera eins og hinir iðnaðarmennirinir og fara tl "dóra" sem er sum sé einhver svona subbukokkur sem brasar kjötbollur oní menn, til marks um gæði þessa veitingastaðar þá er kassadama, snigill nr. 456 með rosalegasta "wifebeaterskegg" sögunnar. þegar kom að mér frússar dóri út úr sér enu stykki go´da " já góðan daginn" segi ég með bros á bor" kannski maður smelli sér á snitzelið, stóran skamt takk" dóri þagnar og það slær þögn á pípulagningamennina í krinum mig, ég veitti því svo sem enga sérstaka athygli þetta er sama þögnin og kemur þegar jakkafataklæddur maður eða svertingi gegnur framhjá.

þriðjudagur, maí 9

At last we can reveal ourselves to the Jedi, at last we will have our revenge...

Vá hvað það eiga margir fanboys eftir að vera sökkerar fyrir þetta. Já, ég veit, ég verð líklegast einn þeirra. Ég geri mér enga grein fyir hvers vegna en ég finn mig samt knúinn til að eignast þetta þó að ég eigi þessar myndir á öllum mögulegum formum og gerðum. En samt, þetta er alvöru stöffið......

Við eigum Sílvíu....

Já, það er málið. Við Íslendingar eigum Sílvíu Nótt, Bretinn á Ali G og Kaninn á Steven Colbert. Að mínu mati er sá síðast nefndi snillingurinn í hópnum, kannski er það bara út af því að ég er alger kanamella en hver veit. Alla veganna þessi maður stóð sig eins og hetja um daginn þegar hann fékk að halda ræðu fyrir forsteta Bandaríkjanna, vinsamlegast sjáið hér. Munið að horfa á bæði myndböndin og takið eftir viðbrögðunum í salnum. Ef menn vilja sjá meira með þessum snillingi þá mæli ég með að kíkja á www.youtube.com og leita eftir Steven Colbert (það er tonn af efni).

P.S. Sumir (Bandarískir fréttamenn, þeir voru í salnum) vildu meina að þetta hefði verið algert flopp, hvað finnst þér?

fimmtudagur, maí 4

koma tímar, koma ráð. mig vantar tíma og ráð.

þriðjudagur, maí 2

MacBorgar og Heimsvæðing


Af tilefni 1. maí langaði mig aðeins að skrifa smá pistil.

Það er gaman af því að horfa á fréttir á þessum merka degi þegar að verkalýðurinn gengur út á göturnar og heimtar betri kjör. Óeirðir og átök , óeirðarlögreglur og táragas. S.s. mikil stemming á 1 maí. Málið er löngu hætt að snúast um verklýðinn og núna búið að breytast í eitthvað allt annað. Í Þýskalandi ráðast andstæðingar heimsvæðingar á sinn helsta óvin, MacDonalds; og í Köben setjast menn niður og fá sér bjór, eins og alltaf.
En það er um þessa andstæðingir heimsvæðingarinnar sem mig langaði að skrifa. Hin staðlaði einstaklingur í þessum hópi er hippi (eða anarkisti) sem er á móti manninum. ég er ekkert að reyna ýta undir staðal ímyndina, svona er hún bara. Það er samt gaman að pæla í því af hverju MacDonalds varð höfuðóvinur þessara manna. Alltaf þegar maður sér fréttir af óeyrðum, þar sem hipparnir mótmæla auðvaldinu, þá verður þessi hamborgarastaður fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Það er litið á þennan stað sem flaggskip kapítalismans. Gallinn er bara, það er ekki satt. Vissulega er MacDonalds hluti af heimsvæðingunni en flaggskip kapítalismans er allt annar hlutur.
Það er nenfilega merkilegt að horfa upp á þessa hippa þegar maður sér þá á förnum vegi. Þeir sitja yfirleitt inn á kaffihúsum, með Marx í pokahorninu; eða út á götu, með UNICEF möppuna sína (ekkert að því). Það er samt fyndið þegar maður sér þessa gæja (eða gellur) keðjureykjandi út í eitt. Því að þeir alveg eins og við hin hafa fallið fyrir tromp kapítalismans, tóbaki. Tóbaksframleiðendum hefur tekist að sannfæra okkur um að sígrettur séu cool og að maður sé uncool án þeirra. Fyndna er að hipparnir, þeir sem mótmæla gegn auðvaldinu, eru sammála og þar með fullir þátttakendur í heimsvæðingunni. Þeir eru alveg jafn sannfærðir og við hin að þegar Guð stóð frammi fyrir tóminu. Þá kveikti hann í feitum vindli og sagði með austurískum hreim, því að Arnold er Guð: "Time to make somthing out of nothing, ahhhh."

P.S. Ég er ekki að dissa reykingar, heldur hippa (ekkert að því).


mánudagur, maí 1

1. maí

Hvað svo sem segja má um 1. maí og virðingaverða baráttu lýðsins fyrir bættum kjörum þá er, að gefnu tilefni, alveg ljóst og kristaltært, að mínu viti, að lög nr. 39/1966, eru einhver bestu lög og fallegustu sem samin hafa verið af hinu háa Alþingi.

Til frekari fróðleiks má benda á að umrædd lög tók ekki gildi fyrr en 18. maí 1966. Bráðsnjallt að láta þau ekki taka gildi fyrr en 1. maí væri liðinn. Þannig var einn frídagur tekinn af lýðnum í þágu kapitalistanna. Húmor?