föstudagur, mars 31

Silvía Nótt who?

Þetta var ágætis plott hjá Íslandi þetta árið með júróvisjonið. Við erum búin að sanna að við getum ekki unnið þetta með góðri lagasmíð og söng, sérstaklega ekki eftir að þetta varð Balkanvisjon, þannig að við ákváðum að senda eitthvað fríkað og skrítið sem myndi vekja mikla athygli í staðinn og koma út sem "memorable" atriðið í keppninni. Verst að Finnarnir eru greinilega með sama plott og men hvað þeir eiga eftir að útfríka okkar litlu Silvíu by far.

laugardagur, mars 25

Laugardagspistill

jæja allt að gerast á laugardegi... Skólinn er orðið mitt heimili... stefnir líka í sóaðalegan útburð úr Bólstaðahlíðinni ef fram heldur sem horfir.... fæ aldrei neinn gluggapóst þannig að ég virðist vera skuldlaus maður..... mér til mikillar ánægju fékk ég svo bara bílfarm að gluggapósti í gær.... æðislegt og ég sem hélt að allir vinir mínir hjá hinum ýmsu lánastofnunum hefðu vaknað og ákveðið að veita mér skuldaaflausn... alltént.... er með stór plön um að ræna banka eða eitthvað.... kemur í ljós... i´ll keep u informed

Fétta af Partíhadli FUGO manna í gær.. fékk SMS frá Orra þar sem því var hadlið fram að hann hefði rölt heim með Einsa sem var alveg ódrukkinn og talaði í prósa.... það virtist vera einhver maðkur í mysunni og mér krossbrá að einn okkar staðfastasti bjórsvelgur væri sestur í helgan stein... ( eða lagstur á helgan stein....til að hvíla lúin bein það var nú stundað óspart þegar menn fóru ölvaðir heim og styttu sér leið í gegnum kirkjugarðinn við Suðurgötu hér í denn ..hahahah) htingdi í snatri í Einsa.....hann stappaði í mig stálinu og sannfærði mig um að bjór hefði verið drukkinn. Mér létti...

Eitt að lokum.... er ekki golftímabilið að ganga í garð.... spruning um að dusta rykið af settinu og fara að grafa upp sveifluna í Básum!!!

kv.

Gautur

föstudagur, mars 24

Flöskudagur

Sælir drengir, Feiti Bauninn hér. Heyrst hefur að eflt verði til drykkju í kvöld vegna óvæntrar heimkomu danska sjarmadvergsins Lefty Nielsen. Hvar og hvenær er ekki alveg ljóst en Gunnar var búinn að segja kannski heima hjá sér. Sama hvar við verðum eða hvenær þá eru allir velkomnir (þ.e. FUGO menn og frúr) og vonandi að gleðin verði við völd (eða e-ð álíka klént).

El Gordo Duergo de Danmarko

miðvikudagur, mars 22

Dagbók njósnarans

Á hverjum morgni er fundur þar sem ég og aðrir njósnarar förum yfir stöðu mála, skoðum fréttir dagsins og ræðum hvert við eigum að ráðast næst og hvaða þjóðhöfðingja skuli ráða af dögum(Passaðu þig bara Dóri....).
Á þessum fundum eru allir grafalvarlegir, sendiherrann grillar okkur um hin og þessi málefni og allir passa sig að reyna að líta eins gáfulega út og þeir mögulega geta. Mósi kom mjög sterkur inn með feiknagóða skýrslu um stöðu efnahagsmála og allir virtust sammála um að þarna væri eðal njósnari á ferð, veraldarvanur maður sem vissi sínu viti. Og þá að sjálfsögðu varð ég að fara að tjá mig. Góður Krummi.
Í einu blaði dagsins var mynd af mönnum að slást um dauða geit í einhverri undarlegri þjóðaríþrótt Afgana. Þessi mynd kemur einhverra hluta til tals og ég finn mig knúinn til að besservissera um allt sem ég hef ekki hundsvit á og kýs að slá um mig með því að rétta upp hönd, biðja um orðið og gubba út: "Hei, I know this game, wasn´t there a dead goat in Rambo?".

Þögn

Allir horfa á mig með vorkunarsvip

"Yes Hadlabadur, there was a Bushkashi game in Rambo III, now can we move on?"

Crap

mánudagur, mars 20

Retróblogg(hvað í andsk... er það eiginlega?)

Er ekki í prófum. Fattaði að ég gæti sofið í vinnunni. Mjög spenntur. Gautur fór útí sjoppu. Kók og sígó. Verst að hann átti ekki pening. Sníkti sígó af úllíngunum fyrir utan sjoppuna. Haha. Ég þyrfti að taka til. Dauð rotta í herberginu mínu. Crap. Einar drapst. Einar drakk fullt af bjór og fannst svo dauður. Jói skrifar way skrítna pósta. Way.

Eitt samt; Hommasafi! Það hljómar svo skelfilega að ég þori varla að spyrja, en sú sjúka sýn sem ég hef passar ekki við pönnukökur nema það sé jafnvel enn sjúkara. Ok Jói, ég bít á agnið, hvað er hommasafi?

Plokkfiskur á mánudegi

Óskaplega líða vikurnar eitthvað hratt, það verður komið sumar áður en maður veit af og ég farinn að arðræna íslenska alþýðu í The National Bank of Iceland. Það verður stuð... storma um bindaður angangdi af rakspíra, segjandi fátæklingum að þeir eigi ekki að taka lán ef þeir geta ekki borgað... eins og við segjum í lögfræðinni "If u can´t do the time don´t do the crime"....

Mætti í tíma í morgun í þeim ágæta kúrs "mannréttindi í viðskiptum" þetta er svona kúrs sem gæti verið kenndur af Michel Moore. Mest verið að bitchast yfr hvað Nike sé vont kompaní og svona. Ferlega fínt. Vorum að ræða um gildi þess að fyrirtæki setji sér sjálf reglur til að fylgja svona code of conduct... voða fansí og skemmtilegt... vandamálið við þetta allt ´er nátturulega aðþetta gerist allt á alþjóða basis... hnattvæðingin og þess vegna er eiginlega enginn aðili tækur til að setja reglur yfir alla.......ég meina UN getur eiginlega ekki gert það... UN er bara fundarherbergi fyrir þjóðir heimsins... væri nú frekar hallærislegt ef fundarherbergið færi að semja reglurnar..... hitt er svo nátturlega fact að það er ferlega skrítið að aðilarnir setji sér sjálfir reglu... mér finnst það nú bara vera meira svona sjów til að láta alla halda að þaeir séu í góðum málum.... þetta er eins og að labba niður á Kaffi austurstræti og fá Lalla Johns og félaga til að semja nýja refsilöggjöf...... skemmtielgur kúrs..... á morgun erum við einmitt að fara að ræðpa um siðferði....(kannski síðasti séns í þessu námi að reyna að innræta manni siðferði......)

Fór á stjörnutorg í hádeginu... til að snæða það er skemsmt fr´aþví að segja að ég varð frá að hverfa vegna megnrar óbeitar sem ég er kominn með á skyndibita..hugsanlega fylgifiksur þess að vera farinn að búa einn.... þá étur maður ekkert annað.... ég rann hins vegar á megna fiskifýlu fr´amötuneyti HR þar sem á borð var borinn PLOKKFISKUR... hjarta mitt tók kipp og ég ákvað að komast í sterkari tengsl við minn menningarlega arf og tengjast landinu mínu betur með því að éta fiskisull..... MANGAÐ alveg og sit ég nú saddur og sæll og les um Labour rights as human rights með plokkfiskað bros.....

Vona að trölla hafi gegnið vel að sparsla íbúðina sína um helgina... baráttu kveðjur til hans!

kv


Gautur

föstudagur, mars 17

Bjórdagurinn mikli!!!

Eftir langa fjarveru lætur Feiti Bauninn loksins í sér heyra. Já, hér er ég staddur í Danaveldi og eftir sem áður er lítið að frétta. Ég er byrjaður á meistaraverkefninu mínu og stefni á að vinna það vel og lengi (með pásum). Allt í allt þá lítur út fyrir að ég muni klára námið fyrir árslok 2006. Þið þurfið samt ekki að hafa stórar áhyggjur því að Feiti Bauninn mun láta sjá sig á Fróni í júlí, tilefni mun víst vera stórhátíðir í byrjun og lok mánaðarins. Einnig er mögulegt að Bjórbumban mikla kíki eitthvað á Klakan í apríl en það er enn óljóst.

Nú síðast liðna tvo mánuði hef ég gert ekkert, nánast ekkert. Ég er tók mér mánaða frí frá bjór sem gekk anskoti vel, fór að sjá Depeche Mode með 40.000 manns, fór að sjá Snow Patrol með 250 manns, ég drakk bjór (áður en bjórbyndið byrjaði), horfði á óskarinn og já gerði lítið annað merkilegt.

Nú vil ég benda öllum góðum mönnum á að í dag er mikil og góð ástæða til að fá sér bjór. Af hverju? Jú, í dag er P-dagur í Danaveldi, sem þíðir að páskabjórinn er kynntur við hátíðlega athöfn. Í dag er líka föstudagur sem í sumum löndum þykir nægilega góð ástæða út af fyrir sig. Einnig vill svo vel til að hinn írski helgiddagur kenndur við heilagan Patrik er líka í dag. Það eru sem sagt þrjár góðar ástæður til að fá sér bjór. Þannig að það er um að gera að skála í grænum bjór við félaga með páskabrugg.

Látið ykkur líða vel og skálum fyrir Chuck Norris.

Feiti Bauninn.

miðvikudagur, mars 15

Verndari FUGO


Hafnar eru samningaviðræður við Chuck Norris um að gerast official verndari FUGO mannaog mun hann hafa meldað sig í veiðina í sumar...

... herinn bara að fara... hvernig er það Orri er ekki partí á Fornhaganum að því tilefni ;)

.... Baugarnir bara sýknaðir... og úrvalsvísitalan í gírnum... hvað getur maður sagt....

.. life is good....


Gautur

Stöðuvarðaskelmirinn

Ég gerðist djarfur í morgun þegar ég gekk frá bíl mínum á stöðumæli án þess að greiða í hann. Leiðin lá á Kaffitár til að grípa með mér einn bolla og ég lagði meira að segja í sama stæði og síðast (en þar fékk ég einmitt sekt) og klukkan var orðin 5 mínútur yfir 10!

Ég sýndi þarna það sem nokkrir FUGO menn myndu kalla einbeittan brotavilja (og eflaust gætu þeir tínt til fleiri flotta frasa yfir þetta mjög svo refsiverða athæfi mitt). Ekki nóg með það, heldur var ég með þúsundkall í vasanum en mér datt ekki í huga að skipta honum í klink tila ð geta borgað í mælinn.

Þegar inn er komið sé ég að það eru bara tveir á undan mér, ekkert mál! Ég verð kominn út aftur eftir 5 mínútur hugsa ég með mér. Það var áður en ég heyrði pöntun þessara tveggja. Sá fyrsti pantar cappuccino - 8 stykki! Fokk! hugsa ég, en ókei. Ég sé bílinn og get hlupið út með þúsundkallinn minn og reynt að troða honum í mælinn ef ég sé stöðumælavörð nálgast, ekkert mál. Þá pantar sú næsta, ekki 1 heldur 4 Latte! Kommonn maður! Segi ég stundarhátt. Hvað hef ég eiginlega gert þér! Svo átta ég mig á því að afgreiðslukonan horfit heldur undarlega á mig, svo ég brosi vinalega (vona ég) og panta mér einn latte.

Þar sem ég stend og bíð eftir að vel á annan tug kaffibolla verðir fraleiddir áður heldur en ég get fengið minn skitna Latte þá sé ég mér til mikillar skelfingar að það er stöðumælavörður á rölti niður Bankastrætið og mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að kasta mér í gólfið og velta mér undir borð þar sem ég dreg jakkann minn uppfyrir höfuð og skelf. Þegar ég átta mig á því að þessi hegðan er ólíkleg til að koma í veg fyrir að ég fái sekt þá stend ég á fætur, dusta af mér rykið og segi hátt og snjallt: Þetta er allt í lagi, ég er laiekari. Þar sem ég býst til að taka stökkið og tækla helvítis stöðumælavörðinn rífa of henni blokkina og hlaupa þá er hún hvergi sjáanleg. Ónei, skaðinn er skeður. Önnur fokkin sekt... En, nei. Það er engin sekt. Hún hefur rölt framhjá bílnum mínum án þess qað sekta hann! Rétt í þessu þá heyri ég kallað: EinN Latte í götumáli ogsný mér við tila ð taka kaffið og hlaupa áður en stöðumælavarðkonunni snýst hugur, en þá er einhver túristafjandi búinn að taka kaffið mitt og byrjaður að dæla í það brúnum sykri!

Ég þurfti þó ekki að bíða eftir næstabolla því um leið og ég var búinn að reiða hnefana til höggs þá kallar stúlkan á bak við kaffivélina til mín að kaffið mitt sé tilbúið. Ég hætti við að ganga í skrokk á túristanum og tek kaffið mitt og fer, laus við alla sekt og sektarkennd, en með rjúkandi Latte!

Boðskapur þessarar sögu er sá að það borgar sig augljóslega að úthúða og hóta stöðumælavörðum opinberlega, því þá verða þeir hræddir og hætta að sekta mann. Eða kannski skilja þeir mann þá fyrst og bera í kjölfarið aukna viðringu fyrir manni.

The Störminator

þriðjudagur, mars 14

The Great John Toilet co.

Augljóslega mjög ósangjarnt að öll klósett skulu vera meira og minna sömu stærðar. Eða eins og slagorðið segir: Because size does matter!

Bara ein spurning. Hvar er hægt að kaupa þetta?

mánudagur, mars 13

Vildi að ég væri rauðhærður kung fú meistari :(

During the Vietnam War, Chuck Norris allowed himself to be captured. For torture, they made him eat his own entrails. He asked for seconds.

Chuck Norris doesn't own a can opener, he just chews through the can.

If a tree falls in the forest, does anybody hear? Yes. Chuck Norris hears it. Chuck Norris can hear everything. Chuck Norris can hear the shrieking terror in your soul.

They once made a Chuck Norris toilet paper, but there was a problem-- It wouldn't take shit from anybody.


Sorrý ég bara varð ...þetta er kóngurinn og ekkert rífur mann eins upp og eitt gott roundhouse-kick frá Chuckaranum.

Denny Crane hljómar líka ólíkt betur en Gautur Sturluson...

Það er nú ekki af kallinum skafið þessa dagana, vinna 10 tíma á dag, skrifa tvær ritgerðir og undirbúa málflutning sem fram fer í Vín eftri 596 klst, fyrir nú utan að reyna að eiga pínulitla tilveru svona með. Fyndið með þennan málflutningsundirbúning ... við erum eiginlega að treyst aá að þetta brjótist út svona eins og í bandarískri vellumynd þegar allt er að fara til andskotans og svo fer skyndilega allt að ganga geðveikt vel. Hofum helst verið að fókusa á mydnina Cool Runnings þar sem við erum í álíka góðum málum og þeir félagar voru fyrir keppnina. hehehe en vonandi smellur þetta allt... verður einkennilegt að standa fyrir framan panel af einhverjum doktorum og Advokötum með ferilskrá á lengd við BA rigerð.... og flytja mál þar sem helsta deilu efnið er gölluð prentvél sem getur bara prentað á pappír sem er 10 míkrómetrar að þykkt en ekki 8 eins og hún átti að geta ...ÓITRÚLEGA spennadni alveg..... svona er lögfræðin..... ekkert Boston legal.......Denny Crane hljómar líka ólíkt betur en Gautur Sturluson...

Rakst á stutta frétt í morgunblaðinu um helgina þar sem sagt var frá því að Jóna Hansen okkar ástæli kennari hafi látist nú nýverið.... flestir Hagskælingar minnast hennar og miðanna í vösunum.... fín kelling en leiðinlegur kennari... hún afrekaði meira að segja að plata okkur jóa til að leika í helgileik á aðfangadag einu sinni.... ég var að sjálfsögðu vitringur... jói var stórkostlegur sem Jósep.... hann hefði nú sennilega staðið sig betur sem María mey í dag.... allavega skrítið að sjá svona fólk sem markerað hefur hjá manni tilveruna fara að falla frá.... svona er þetta nú bara....

friður og gleði

Gautur Sturluson

laugardagur, mars 11

Skjótum þá alla!

Fokking helvíti! Var það sem ég hugsaði þegar ég fann hvernig maginn sökk eins og steinn og létta og fína morgunstemmningin gufaði upp eins og dögg fyrir sólu, en byrjum á byrjuninni...

Ég vatt mér inn á Kaffitár í morgun til þess að grípa með mér einn rjúkandi út í umferðina. Þar rakst ég á mann sem ég þekki og er (að því að ég hélt) í Danmörku, en situr svo alltí einu hér og sötrar kaffi. Ég spjallaði við kauða í svona 10 mínútur, rétt á meðan ég beið eftir að kaffið næði drykkjarhæfu hitastigi. Við köstuðum síðan kveðju hvor á annan. Hann rölti sér upp Bankastrætið og ég stökk út í bíl, þar sem ég hafði lagt honum í besta mögulega stæði, beint fyrir framan Sólon (og þ.a.l. Kaffitár). Þegar ég er búinn að ræsa bílinn þá gerist það. Ég rek augun í litla bláa miðann, samanbrotinn og kirfilega troðið undir vinstra þurrkublaðið.

Nú er líklega ágætt að taka það fram að ég er maður sem borga samviksusamlega í stöðumælinn í hvert sinn sem ég fer akandi niður í bæ (sem er ósjaldan) ætli ég hafi ekki eitt hátt í sexhundruð krónum í stöðumæli bara í liðinni viku! Svo kemur maður út í bíl kl. korter yfir tíu á laugardagsmorgni. Já, einmitt, 15 mínútum eftir að gjaldskylda hófst, og viti menn!

Það er á svona stundu sem maðnni gæti dottið í huga að hafa bara með sér poka í næstu bæjarferð. Og ég verð að segja það, ég tek ofan fyrir Hrafni Gunnlaugssyni og mér finnst við ættum að efna til Þjóðarátaks. "Pokum mælana" eða "Púllaða Krumma á mælinn" eða eitthvað slíkt.

Ekki batnaði gallsúra tilfinningin í maganum þegar ég er stopp á ljósunum við Lækjargötuna skömmu síðar og sé þá stöðubræður, tvo saman á morgunvappi sínu. Það vill til að það var ennþá töluvert af snjó á þaki bíilsins eftir ofankomu næturinnar svo ég renni löturhægt niður rúðunni og læði hendinni upp á þak. Rétt í þann mund sem ljósið verður grænt þá leggst ég á flautuna af öllu afli og slengi skaflinum sem ég er með í hendinni í átt til furðulostinna stöðumælavarðanna. Skaflinn lendir framan öðrum þeirra og á meðan félagi hans stumrar yfir föllnum félaga sínum þá reykspóla ég af stað niður Austurstrætið hlæjandi sigurhlátri hinna réttlátu, æpandi "Ég hætti ekki fyrr en ég er búinn að skjóta ykkur alla!"

fimmtudagur, mars 9

Óeðlileg aðdáun

Chuck Norris er vissulega holdgervingur karmennskunnar en nú hefur aðdáun Gauts á kauða gengið of langt! Hann er búinn að láta framleiða tölvuleik þar sem þú ert Chuck að lumbra á svartklæddum ninjum og þú færð aukastig ef þú étur úr þeim hjörtun og spilar fótbolt með heilann úr þeim. Vissulega massakúl! En kommon, hefurðu ekkert betra við tímann að gera?!?!?

Já og leikurinn heitir að sjálfsögðu: Chuck Norris in the Attack of the Massacre Ninjas!!!

miðvikudagur, mars 8

Gylfi Ægison, og fleira um hversdaginn

´Vá hvað ég er orðinn þreyttur á þessum veiðiæsingi... veit alveg að ég á ekki eftir að veiða neitt og öngla kinninga á Teiti og brjóta nörðastöngina hans Krumma með því að bakka yfir hana þegar hann verður búinn að röfla standlaust um ágæti hennar alla ferðina. ( tek fram að ég mun ekki bakka yfir hana á mínum karlmannlegu Yarisbifreið þar sem allar líkur eru á að ég gæti rifið pústið undan með að fara yfir slíkar ójöfnur...... Það eru samt alveg hellingur af mánuðum í þessa veiði og ég er sammála Teiti óþarfi að míga í sig 5 mánuðum fyrir flugtak. Þetta er svona eins og að fara að hlaupa í jólahúsið á Hvanneyri að kaupa sérí og gera teikningar af hvernig maður á að skreyta tréð og svona 5 mánuðum fyrir jól....( Ok krummi ég veit að þú gerir það en það er ekki normið .....sorrí)

Loks vil ég benda mönnum á æsingskemmtilegt forrit sem er mun hentugra til að spjalls heldur en commnetin og er það MSN sem er mikil framför í vísindunum, og fyrir þá allra hörðustu minni ég á að enn er hægt að nálgast símtæki á hverju byggðarsafni og gaman gæti verið að taka upp tól og síma bara á félaga svona á síðkvöldum.

Er að vinna með málara hann er kommúnisti og klámhundur, honestlí er maðurinn búinn að tala um hina ýmsu kosti internet kláms fram yfir hóruhús og svona óldskúl pornó.... skil þetta ekki þetta er einhver gamall kall og þetta virðist vera hans helsta áhugamál.... svo annars lagið öskrar hann svívirðingar um álver og kapitalisma svona almennt auk þess sem alþjóðavæðing og sjálfstæðisflokkurinn fá reglulega útreið..... sjitt hvað mil langar í Ipod til að losna undan þesssari steypu.... en það var svo sem ekki við því að búast að Andrés Önd fengi þolanlegan vinnufélaga... ó nei.... streðið í smjörlíkisgerðinni heldur áfram.....

að lokum vil ég benda mönnum á hina ágætu hljómplötu með Gylfa Ægissyni og áhöfninni á Halastjörnunni en hún inniheldur víst þjóðsöng íslendinga!

Með saknaðarkveðju úr þrælabúðum íslenskrar alþýðu

Gautur "Sleggja" Sturluson

Af Bítlum og boðskap


Ég hef alltaf vitað að það væri eitthvað meira varið í þennan Pál heldur en hinn þarna. Ástæðan fyrir því að honum var ekki hampað á sínum tíma er náttúrulega bara sú að friðarboðskapur hins gæans var nattúrulega miklu "neytendavænni" og PC.

Og þegar ÞETTA er það sem hinn bauð upp á þá er það kannski ekki skrýtið! En ég verð að segja að ef ég á að velja þá er þetta nú skemmtilegra en þetta imagine dót...

"Teningaspilið er hafið"

Að þekkja orrustuvöllinn vel er lykillinn að góðum sigri. FUGO væntir þess að allir karlmenn geri sína skyldur. Þetta er opið stríð. Leyfilegt er að nota öll möguleg meðul. Gautur er núna í stífri þjálfun sem tálbeita fyrir Mósan en hann er á fullu við að þróa hátækni leynivopn sem verður fjarstýrt frá HQ. Trölli hefur þegar hafið aðgerðir á Suðurlandshálendi til að hleypa meira vatni í ána. Doktorinn er að rækta danska einfrumunga til að sleppa í ána í sumar. Þeir munu fara í óvininn, fjölga þeim og stækka. Allt veltur á hárnákvæmu skipulagi, réttri tímasetningu og þolinmæði. Borðið er klárt, mennirnir eru á hreyfingu.

Svo legg ég til að við hemjum okkur og hættum að tala um þessa veiði í dágóðan tíma. Annað er meira aðkallandi...ekki rétti tíminn til að fara á taugum...

Að lokum er lofaðir FUGO menn hvattir til þess sérstaklega að hafa stjórn á eigum sínum...

Enn og aftur veiði

Jæja, þá er veiðimósi búinn að panta veiðina og leyfin komin í hús.

Nú fara menn og æfa sig í köstum, lesa sér til um zen-veiði, læra að hugsa eins og laxar og vera áin. Munið að veiði er eins og trúarleg athöfn og menn snæða aðeins það sem þeir veiða og drekka bara vatnið í ánni. Allur tími sem ekki er notaður í veiði eða svefn skal nýttur í að hugleiða og biðja til laxanna í ánni um fyrirgefningu fyrir komandi dráp.

Eða drekka fullt af bjór og drepast útí móa.

Vá hvað nýja sérsmíðaða(mósasmíðaða) flugustöngin mín rokkar feitt. Ef að þið actually vissuð eitthvað um veiði eða veiðistangir þá væruð þið hrikalega spældir.

þriðjudagur, mars 7

Afhverju er ég ekki töff eins og sumir?

rakst á þessa snilld. rann upp fyrir mér að ég er bara ekki töff eins og hasselinn, ég er ekki að gera neina skemmtilega hluti eins og þessi snillingur. syng ekki eins vel, er ekki með þetta nauðsynlega artistinnsæi sem hann hefur og er ekki að trylla þýskarann. hvað er máli???

föstudagur, mars 3

Borga veiði!!!

Veiðiplön ganga vel, allt komið nema peningarnir!

Jói og Bjarni eru syndaselir sem eiga eftir að borga. Hinir eru búnir. Drífa í þessu drengir svo að ég geti pantað leyfin, time is of the essence!!!

Ég er hins vegar búinn að koma mér á æðra plan nördaskapar eða svalleika, fer eftir sjónarhorni. Ég er nebbla búinn að vera niðurgrafinn í veiðibúð öll kvöld undanfarna viku. Hvað er ég að gera þar? Jú að sjálfsögðu smíða mína eigin flugustöng! Og men, ég er að segja ykkur það, þetta er eitt það svalast sem ég hef gert, að tindátamálun meðtalinni. Það er ótrúlegt hvað maður getur gert góða hluti með réttri tilsögn, og nei ég ætla ekkert að skafa af því, stöngin mín er fáránlega flott! Dúd hvað það verður gaman að veiða lax með stöng sem maður smíðaði sjálfur og á flugu sem maður hnýtti sjálfur.

Talandi um flugur þá er flugumósi á fullu að hanna og hnýta sérhæfðar flugur handa hverjum og einum veiðimanni. Það skal reyndar tekið fram að efni og útlit flugnanna er meira í takt við útlit og karakter þess sem hún er hnýtt fyrir frekar en veiðigetu flugunnar.

fimmtudagur, mars 2

nafnasamkeppni

Nú er ekki seinna vænna en að fara huga að nafngiftum á okkar glæsilega veiðiskap og láta þá fylgja með nokkur góð mottó sem gott væri að hafa í huga.... eins og "róm var ekki byggð á hverjum degi"...."lengi býr að fyrstu gerð" ...."í upphafi skal endinn skoða"...."maður er ekki lengi að veiða einn lax á klukkutíma"... "tilgangurinn helgar meðalið"... "betra er einn lax á stöng en tveir í á" og ég gæti haldið áfram endalaust ykkur til ánægju og yndisauka!!! Sjá dagar koma ár og aldir líða og ein Gin fær stöðvað tímans þunga nið. hóhóhó

Við verðum að koma upp með betri nafnagift en vonlausa veiðifélagið. þó er ég viss um að það félag er ekki skráð og með kennitölu þannig það er ekkert því til fyrirstöðu að stela því nafni....enda er ljóst að þetta verður gjörsamlega vonlaus veiðihópur, veðbankarnir eru allir á því að engu kvikindi verður landað þessa daga.

Ræddi við læknirinn minn í gær og hann sagði að ég væri ekki með H5N1 veiruna í mér, sem mér finnst skrítið því ég hef alltaf haldið að ég væri fugl og þegar ég veiktis þá blasti það við að ég væri með fuglaflensu....veit hrafninn að þessu?

miðvikudagur, mars 1

Fuglaflensufaraldur veldur stökkbreytingum

Fór að velta fyrir mér yfirvofandi heimsfaraldri í kjölfar
bloggskrifa svila míns. Þar talar hann m.a. um áhrif fuglaflensunnar á ketti, eða öllu heldur að kettir þurfi nú að hætta að veiða fugla af hættu við að smitast af flensunni.

Kettirnir þurfa náttúrulega bara að laga sig að breyttum aðstæðum. Þeir gætu til að mynda tekið upp á því að leggjast á hunda. Að vísu þyrfti þá hugsanlega einhvers konar stökkbreytingu til enda eru hundar margir hverjir tölvert sterklegri en kettir. Ef kettirnir eru hins vegar sæmilega þenkjandi (og margir heimildamanna minna vilja meina að svo sé) þá get þeir samt búið til ágætis "battle plan". Á meðan þeir bíða eftir stökkbreytingu af náttúrunnar hendi þá get þeir byrjað að ráðast á litla hunda og kjötlurökka og nóg er nú til af þeim kvikindum. Svo mikið finsnt mér raunverulega til af þessum litlu, háværu kvikinudm að ef kettirnir taka þennan pól í hæðina þá nægja kjölturakkarnir sennilega til að fullnægja rándýrseðli og kvalalosta kattanna og þá þarf enga stökkbreytingu til!

Kannski er þessi fuglasflensa ekki svo slæm eftir allt saman...