mánudagur, október 31

Loksins er múrinn rofinn....

.... feiti bauninn hefur ákveðið að rita nokkur vel valinn orð. Það er orðið langt síðan að bjórþambarinn mikli hefur kveðið sér til hljóðs og margur e.t.v. haldið ég væri týndur í Carlsberg verksmiðjunni. Nei, það er ekki málið. Alls ekki. Það hefur nefnilega verið helvíti mikið að gera í skólanum og því allt of lítill bjór drukkinn (ekki hafa neinar áhyggjur, bumban stækkar enn).

Ég hef kynnst sjálfum mér eillítið betur þennan veturinn. Mér finnst til að mynda ofboðslega gaman að sita í alskonar stjórnum þar sem ég er orðinn formaður í íslendinga félaginu í DTU (nb þetta er 4 stjórnin á 5 árum). Hitt sem ég lært er að tribute-tónleikar eru uppfinning djöfulsins og alveg hræðilega leiðinlegt peningaplokk.

Annars er gerðist maður svo frægur að fara til Prag og má nálgast myndir hér. Hvað var gert í Prag? Nú það var drukkinn bjór svo var skoðað. Næst drukkum við aðeins meiri bjór og síðan skoðuðum við aðeins meira. Ótrúlegt nokk þá var þetta hund erfitt og ég var í raun þreyttari en þegar ég lagði af stað. Það var nokkuð góð stemming að komast í partý hjá íslenskum kvikmyndnemum í Prag. Það gaf góða innsýn inn í hvernig Prag er í alvöru ekki túrista sjittið sem var annars mikið til staðar. Sem sagt stemmon.
Eins og allir sem fara til Prag þá testaði maður absinth og ég hef aðeins eitt að um það segja: DJÖFULSINS VIÐBJÓÐUR. Brennivín er fínasta koníak í samaburði. Að vísu þá kynntist maður öðrum innlendum drykk, Becherohka, kanil snafs. Það reyndist aftur á móti ágætis áfengi.
Annars er lítið frá ferðinni að segja.

Svo kemur maður heim 12.des og vonast til að einhver hjálpi manni með tollinn, bara svona í tilefni af jólunum.

Hnakkamella skekur íslenska fjölmiðlaflóru.

Botninum er náð í íslenskri fjölmiðlaflóru, ég vil benda áhugasömum á að líta á hið magnþrungna tímarit SIRKUS undir ritstjórn Mikka Torfa. Gaman að því hvernig Hítt rusl veður upp í samfélaginu í dag. Er að berjast fyrir að vera einhver þekkt stærð.... hvaðan kom allt hvíta ruslið eiginlega. Þetta á eftir að enda í einhverju rugli hérna.....

Gamli trefillinn í mér tók gleði sína á ný.... þegar nýji diskur hinna ófríðu Hjálma tók að hljóma..... ánægður með strákana..... spurning um að fara bara að safna skeggi og ver alveg sama....fara ínæstu ruslatunnu og stela mér fötum... þá væri ég alveg gjaldgegnur í bandið.... svo spila ég á trompet.. hljóta að geta notað mig eins og Samma básúnuviðbjóð.

Fékk mér morgunkaffi á AKtu taktu .. og negrinn sem afgreiddi mig baust meira að segja til að hita beygluna fyrir mig.... ísland er að verða fjölþjóða menningarsamfélag......gúddsjitt... spörning hvort að hvítaruslið viti af þessu.....

kv

laugardagur, október 29

Og guð skapaði trúðinn, eða hvað?

Hvaða snillingi ætli hafi dottið í hug að það væri góð hugmynd að klæða sig upp í marglit, alltof stór og raunverulega fáránleg föt, mála á sér andlitið og lita hárið á sér rautt, fara í skó sem væru og stórir á sjálfan Jóhann Svarfdæling og toppa svo múnderinguna með rauðu og kringlóttu nefi, sem hlýtur náttúrulega að vera hámark ónáttúrunnar, ég meina, það er ekkert fyrirbæri í dýraríkinu með viðlíka fáránlegt nef í andlitinu!

Þetta gerði maðurinn ekki bara svona til að hafa eitthvað að dunda sér, ónei! Og heldur ekki bara til að fara út í búð (þó svo maður fái óneitanlega mjög mikla athygli í svona múnderingu á förnum vegi!). Nei, þessi snillingur ákvað að það væri góð hugmynd að dubba sig svona upp til þess að hlaupa blaðskellandi og með tilheyrandi látum í lokað herbergi fullt af börnum sem eru í bestafalli með alvarlegan athyglisbresta og eru nógu ofbeldisfull fyrir!

Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að sjá hvað gerist þegar slíkur óskapnaður ræðst inn í verndað umhverfi barns sem er enn ámörkum þess að vera óviti og getur enga björg sér veitt. Eins og það sé ekki nóg heldur hlæja mamma og pabbi bara að fávitanum og verða voða hissa þegar krakka-anginn bregst ókvæða við!

Þegar svo ekkert annað gengur til að friða krakkahópinn þá dregur snillingurinn okkar fram úr ermi sinni nóg af sælgæti til að æra meðalstórann afríkufíl og fer að dæla í krakkana! Svo klárar hann verkið með því að trylla börnin gjörsamlega með hamagangi og vitleysislátum sem myndu nægja til að koma fullvöxnum karlmanni í fangelsi í flestum öðrum heimshlutum. Þegar hér er komið sögu þá skliur snillingurinn okkar við samkvæmið og eftirlætur þannig foreldrunum að fást við krakkahjörðina sem á þessum tímapunkti minnir meira á hjörð af hýenum heldur en mannsbörn. Og sagan endar ekki hér, ónei!

Þegar snillingurinn okkar kemur heim, sáttur við dagsverkið (eða öllu heldur bara verk síðasta hálftímans) þá sendir hann foreldrum krakkanna reikning upp á fleiri þúsundir króna!

Það sem ég er að reyna að segja með þessari sögu er: Næst þegar ykkur vantar trúð í barnaskemmtun (t.d. afmæli eða þess háttar) þá hikið ekki vði að hringja í mig, því ég hef ansi mikla reynslu af slíku (og þó nokkuð gaman líka; já og tek ekki nema 30.000 kall fyrir...).

föstudagur, október 28

Was ist los??

Það er óþarfi að fjölyrði um þá sálarangist sem ég upplifði þegar ég opnaði útidyrahurðin heima í morgun og saup hveljur af jökulköldu sjáfarloftinu. SNJÓR! GODAMNITT Þetta er nú meira hellhólið sem við búum á hérna. Klakinn er sem sagt farinn að segja til sín og óvenju snemma í ár... ég verð að aktiveita plan B um nagladekkjakaup og vonars eftir jákvæðri niðustöðu. Þar fór helgar setmmingin út í veður og vind... í orðsins fyllstu.

Gautur

fimmtudagur, október 27

Kaffihúsaferð

Er á leið í kaffiþamb! Vonandi held ég sönsum! það þarf mikið átak til að koma sekknum mér út úr húsi í svona frosthörkum þar sem hvert bein í líkamanum stirnar þegar út er komin.. en hvað er maður ekki tilbúinn að leggja á sig til að finna unaðslegt kaffiþvagið renna ljúflega um kverkar. Fátt kætir sál Íslendingsins meir en vel lagað kaffiþvag. Hef alltaf verið pínu hrifinn af kaffihúsahangsi, linkar mann við eitthvað bóheimsgen sem býr í okkur öllum, var samt iðnari við kolann hér í eina tíð þegar.... minna var um skyldur og tími til hangs var nægur er ég he´r að vitna til 4 ára sem eitt var við hangs í elsta menntasetri landsins við lækjargötu og er þá ekki átt við Kebab-húsið þó það sé gott til síns brúks. Maður er kominn svo langt frá bóheimískum kaffihúsarótunum að ég veit ekki einu sinni hvert svona kallar eins og ég eiga að fara til að stunda slíka iðju. Tja ég verð sennilega bara að spila eftir eyranu og vona að maður rambi inn á réttu staðina, síðast þegar ég fór á kaffihús um daginn rambaði ég inn á Hressingarskálann en ég var ekki fyrr sestur en einhver daufdumbur trúbadúr hóf að þenja raust sína..... ekki hefði sá ágæti piltur upskorið mörg prikin hjá þeim Siggu og Bubba í ætdolinu en hefði kannski fengið simpatíu hjá Palla. En feiti gaurinn hefði pott þétt sagt honum að fara aftur á bóndabæjinn og jarma bara áfram með hinum kindunum. Magnaður andskoti svo var allt keyrt í botn og gauri veinaði Brittney Spears eins og stunginn grís við gríðarlegan fögnuð viðstaddra... það er skemmst frá ´því að segja að gamla bóheimnum var nóg boðið og varð frá að hverfa eftir hálfan bolla af kaffi.... ég krosslegg mínar fingur að það gangi betur í kvöld .... þþað er að segja ef ég frís ekki í hel á leið frá bílnum að bollanum.....

Þakka þeim sem hlýddu

Góðar stundir

Gautur

Hættulegustu listamenn landsins

Mikið lifandis óskapar skelfing er ég glaður að það er að koma helgi.. þettta er búin að vera strembin vika. Verð eiginlega að fara að gera upp við mig hvort að ég er morgunhani eða nátthrafn, maður getur eiginlega ekki verið svona bæði þetta er farið að koma út í 3 tíma svefni og þar sem ég hef ekki fengið grunnþjálfun landgönguliða þá er ég bara að fúnkera frekar illa svona svefnlaus.

Leiðbeiningarreglur frjálshyggjumannsins í samskiptum við listaspírur:

Atli Heimir - of furðulegur, nenni ekki að tala við hann
Baltasar Kormákur - skuggalegur - muna að tala við hann
Bergþór Pálsson - grunsamlega glaður alltaf - læt samt einhvern annan tala við hann
Bjartmar - ég hélt í alvöru að við værum lausir við hann - kommi
Björk - neitar að tala við mig, sama þó ég svelti mömmu hennar í hel
Bubbi - hélt við værum búnir að afgreiða hann - muna að tala við hann
Einar Kárason - dularfullur, en það hlustar enginn á hann lengur
Einar Már - gamall lúði - of ófríður til að fólk taki í alvöru mark á honum
Erpur Eyvindarson - taka hann úr umferð, það er ekki hægt að tala við hann
Erró - stórhættulegur, en er bæði orðinn feitur og gersamlega ótalandi
Eyþór Arnalds - óþolandi hress - á pottþétt eftir að fitna aftur
Friðrik Þór - hættulegur, en blessunarlega óskiljanlegur
Geir Ólafs - örugglega sauðmeinlaus - en samt þess virði að taka hann úr umferð
Geirmundur - með ítök fyrir norðan
Guðbergur -stórhættulegur, en er að eldast
Dr. Gunni - kjaftfor og 'rauður', best að láta einhvern heimsækja hann
Gunni Þórðar - skuldar mér stefgjöld
Gyrðir Elíasson - kannast við nafnið, muna að fletta honum upp
Hallgrímur Helgason - krabbameinsstrákurinn - virtist vitlausari, muna að taka hann úr umferð
Helgi eitthvað - æi þarna balletthomminn í San Fransisco, örugglega stóóóórhættulegur :-)
Hilmir Snær - lúði, sennilega meinlaus
Hrafn Gunnlaugsson - hafa auga með honum, muna að fóðra hann reglulega
Ingvar E. Sigurðsson - rosalega skerí - talar rússnesku
Jakob Frímann - kommi, stórvarasamur eins og allir þessir bévítans 'stuð'-menn
Laddi - sennilega meinlaus - eitthvað við hann samt sem fer í mig
Megas - hættulegur ef einhver slysaðist til að hlusta á hann – halda honum við efnin
Páll Óskar - hmm, mjöööög líklegt að ég tali við hann
Pétur Gunnarsson - kommi, meinlaus úr þessu
Sigur Rós - lúðar
Sigurjón Kjartansson - muna að láta hann hverfa við fyrsta tækifæri
Sinfóníuhljómsveit Íslands - lúðar
Steinunn Sigurðar - gömul kommatuðra, sennilega meinlaus núna
Thor Vilhjálmsson – líklega meinlaus - ég skil samt ekki hvað hann segir
Vigdís Grímsdóttir - örugglega norn, brenna hana bara eða eitthvað

miðvikudagur, október 26

Fasteignavandmál Pattans


Jæjá þá er þessari satans verkefnatörn lokið og ég get um frjálst höfuð strokið á ný!

Nú þarf að fara að síga í FUGO hitting sem er ótengdur fjárhættuspilum og innvolverar ölþamb ef þess er nokkur kostur. Legg til að menn taka hitting um næstu helgi.. og ekkert rugl!

S.O.S!?!Fasteignavandræði Pattans halda áfram, dvölin í strauherberginu á Hofsvallagötunni er farin að verða lengri en ráð var gert fyrir og Sturla er farinn að ókyrrast yfir þessum kalli sem setur er upp á hann á gamals aldri. Húsnæði óskast, hvar sem er í bænum á góðum prís, áhugasamir um að leigja pattanum ( sem er annálaður séntilmaður) geta farið að raða sér upp og láta mig vita, unnið verður úr tilboðum síðar í mánuðnum.

Milli endurtaka áskorun mína á hendur Grandabræðrum. Krummi er svona mikið verið að "opna" að þú sérð þér ekki fært að taka einföldum áskorunum!

Þankar II

Mikið er nú notarlegt að vera námsmaður, klára eitt stykki ritgerð finnast maður vera að gera góða hluti. Vinna bara helst ekki, glöggva sig í góða skáldsögu að loknum erfiðum degi á bókasafninu. Rölta og fá sér tvöfaldan latte og njóta líðandi stundar. horfa á stöku norðurljós. Fá sér pínu bjór, spjalla um stjórnmál, taka skák. Fara í ræktina þegar bumban er farin að verða aðkallandi verkefni. Já þetta er nú frekar næs djobb sko. Svo má starfa við þetta hvar sem er í heiminum. Allstaðar eru námsmenn. já maður ætti ekki að kvarta neitt rosalega mikið......... stundum er tilveran nú bara skömminni skárri en maður gerir sér grein fyrir.

kv

Gautur

þriðjudagur, október 25

Öldrunarvandamál Pattans


Eins og glöggum lesendum FUGO ætti að vera ljóst er maður orðinn 25 ára gamall og gott betur. Og er ég ekki frá því að aldurinn sé farinn að segja til sín. Minnkandi hárvöxtur á höfði á kostnað aukins hárvaxtar annarsstaðar, sem er nátturulega verulegt sjokk fyrir hárlausa manninn sem fékk ekki skegg fyrr en um tvítugt. Auk þess hef ég orðið var við að ég er farinn að blása út eins og púkinn á fjósbitanum. Ég sit hérna allan daginn og læri og hlusta á mig fitna! þetta er alveg skelfilegt ... svo lítur maður í spegil einn góðan veður dag og þá er maður bara SPEKFEITUR með loðin kallabrjóst eins og gömlumennirnir í sundi sem eru bara einsog þeir séu í loðnum brjóstahaldara. NEI ó NEi þetta læt ég ekki fyri mig ganga... nú hefst líkamsræktarátakið enn á ný...í kjólinn fyrir jólin !!!! þori, vil og get!

Magnað

Kærði kærastann fyrir að veita sér ekki fullnægingarRúmlega þrítug kona í Brasilíu hefur sótt kærastann sinn til saka fyrir að veita sér ekki kynferðislega fullnægingu.Blaðið Terra Noticias Populares segir að konan hafi lagt frá kæruna á lögreglustöð í bænum Jundiai. Segi konan í kærunni að kærastinn, sem er 38 ára, fái sjálfur fullnægingu en hætti svo samförunum.
Lögreglustjórinn í Jundiai segir að rannsókn fari fram á málinu og síðan verði það lagt í hendur dómara

Spurning hver refsingin verður?? "þú ert dæmdur til að veita konunni þinni fullngæingu 10 sinnum á dag í 3 ár." hahaha

Það er sem við segjum hér á íslandi það á að ríkja jafnrétti kynjanna, kynjakvóta á fullnægingar!

Magnaður fjöldi kvenna safnaðis saman í miðbænum í gær og barðist gegn okkur kölllum. Ótrúlegt er hjólin fara ekki almennilega að snúast í kjölfarið á þessu. Ætli verði ekki bara Kallaffrídagurinn eftir 30 ár.

Úff þarf að gera eitt verkefni í dag. hef 14 tíma til þess og hér sit ég bara bloggandi eins og einhver steik. nei ó nei þetta gegnur ekki... vonandi haldast skilningavitin opin og fersk út daginn. I´ll keep u posted.

Minni Fugó menn sem hafa gaman af slap stick húmor að Grandabræður munu sína karlmennsku sína í hniti hvað úr hverji. Kvennkyns aðdáendur fá sennilega skjálfta íhnén því fátt er eins kynþokkafullt og þeir bræður í íþróttum.

mánudagur, október 24

IL POSTINO



Sit hér við ritgerðarskirf ... einhver femínistajeppi er alltaf að keyra hérna framhjá með syngjandi feministum og gjallarhorn á toppnum. fékk mér eyrnatappa breytir engu.... díses ætli þær séu villtar eru búnar að keyra milli moggahússins og kringlunar í allan morgun.... er alvarlega að pæla í að benda þeim á skilaboðin hafa borist til áheyrenda. nema þetta sé kannski Kringlu armur feministafélagsins. Veit ekki er samt pínu feministi í sálinni, ráðlegg öllum karlmönnum að kinna sér beiski kenningar feminista... þá sér maður svart á hvítu afhverju ógjörningur er að hafa betur en þær í rökræðum. Jú málið er að þegar maður tekur t.d rökin um konur sem eru ekki feministar, hamingjusömu hóruna og það allt þá eru mótrökin þau að jú samfélagið er gert af körlum fyrir karla með það fyrir augum að blinda konur og gera þær að tilfinngalausum uppvöskunar eða kynlúifsþrælum, og þær sem eru ekki feministar eru bara svo blindaðar af samfélaginu að þær fatta ekki hvað þær eru miklir þræla ergó.. þú átt ekki séns að rökræða við þær bleiku.
Annars erég helsáttur við hærri laun. Allra get ekki séð að karlmenn hafi einhverr sérstakra hagsmuna að gæta. Ef hjón eru með jafn há laun eru bara allir að græða. Auðvitað vill maður sjá börnin sín vaxa upp í samfélagi þar sem þær hafa jafna möguleika og einhverir sem eru svo stálheppnir að vera með typpi. Annað væri fáránlegt.

Helgin búin og maður er strax kominn á bólakaf í basl í skólanum.... sjitt hvað er mikið að gera. ER líka að leita mér að vinnu um jólin. Verður að vera eitthvað tjill sem tekur ekki mikið á. Kannski maður fari bara aftur í póstinn! það er nú ekki slæmt. Maður var nú ekki lítð flottu rþarna á sínum tím agekk undir nafninu " IL POSTINO" en það er náttlega önnur saga. Fék ktil afnota minnsta bíl landsins, Matiz til að brúka sem póstbíl, þeir sem hafa séð undirritaðan gera sér grein fyrir að hér er ekki á ferðinni minnsti maður á stórreykjavíkursvæðinu. Ég sat sem sagt inn í þessum bíl með hnén í eyrunum og á kafi í pökkum. Pósurinn var nebbliega svo ógeðslega sniðugur að senda viðskiptavinum sínum jólakúli sem jólaglaðning, þannig að það varð að keyra með þessar FOKKINGS kúlur í hvert hús. Reyndar fóru nú nokkrar í ruslið!!! .... kom to think of it... þá er pósturinn ekkert besta hugmynd í heimi...... endilega hóið í mig ef þið vitið um einhvern sem getur brúkað tregáfaðan storreykingarmann!


Kv

Gautur

föstudagur, október 21

Helgin að ganga í garð

Jæja þá er kominn enn einn föstudagurinn.... og aftur orðið heví kalt.... svona er þettta kominn pínu pressa á mann að setja naglana á "bílinn" Yarisinn var ekki alveg að gera sig á hálkublettunum í morgun.... er að pæla að fara bara í BYKO og gá hvort þeri eiga negld hjólbörudekk!....

Vissuð þið að meðal samfaratími Homo Sapiens er heilar 2 mínutur (það munar ekki um það) þessar gagnlegu upplýingar má nálgast í Trivial Pursit. MAgnað hvað maður lærir margt skemmtilegt í því annars ágæta spili......

Óvíst hvað verður brallað um helgina.... ég er náttlega bara kominn með hnút ímagann yfir mánudeginum.......

Enn og aftur er auglýst eftir FUGO mönnum í hitting. Nú eru 3 mánuðir frá síaðasta hitting, fréttir herma að Kátur eigi eftir að halda innflutningspartí..... sennilega er hann savona spældur vegna leti fúgómanni við að hjálpa honum.........

Jæja CISG getur ekki betið lengur


Gautur

miðvikudagur, október 19

RIP

VAr að drepa tíman og lesa Ameríska slúðurritð Time rakst þar á þá sorgarfrétta að dr. Leo nokkur Straubecher (e-a svoleiðis gyðinganafn) væri dauður 97 ára að aldri, þessi gaur vann sér það helst til frægðar að finn aupp Valíumið húrra fyrir honum og þökk fyrir að koma mörgum mannsöldrum af fólki í tjill ástand... Ekki lét hann Leó þar við sitja heldur snaraði fram úr erminni öðru magnþrungnu lyfi sem er orðið eftirlæti íslenskra húsmæðra jú jú það er rétt til getið lyfið er Mogadon sem hefur notið fádæma vinsælda á ´silenskum heimilun allar götu síðan LEó setti það fyrst á markaðinn.

þriðjudagur, október 18

TJELLINGAR

Skelfing sem ég er orðinn þreyttur á tuðinu í þessum kellingum alltaf hreint.Það er ekki stundlegur friður fyrir endalausu jarmi um launamisrétti, kúgun og og almennt óréttlæti eimsins í garð kvenna. Íslenskra kvenna! Þvílíkur endemis þvættingur.
Yfir hverju hafa íslenskar konur að kvarta? Það er svoleiðis hlaðið undir rassgatið á þessu hérna. Það eru krúsídúllubúðir og hárgreiðslustofur á hverju götuhorni, þær geta valið úr tískublöðum, sjónvarpssápum, fitubrennslunámskeiðum og fæðubótarefnum. Þær fá bæði að kjósa og keyra bíl. En nei. Íslenskar konur eru kúgaðar. Þeim finnst þær nefnilega ekki fá nógu vel borgað fyrir það sem þær kjósa að kalla sambærileg störf. Sumsé vinnuframlag þegar frá er talin aukavinnan sem þær ekki nenna að vinna - og að því gefnu að þær séu hvorki óléttar - né á túr.
Þetta er bara rugl. Ef konur eru svona óánægðar með laun sín og kjör ættu þær bara að asnast til að skipta um vinnu, ekki satt? En nei, þær láta sko ekki bjóða sér hvað sem er.
Þau fáu störf sem konur á annað borð hafa nennu til að stunda, altsvo þau störf þar sem þær komast auðveldlega úr til að fara í ræktina - og svo í maníkjúr, hafa þær nefnilega markvisst lagt undir sig með frekju og yfirgangi. Vinnuveitendur neyðast því til að tæla með gylliboðum í þessi sömu 'sambærilegu' störf karlmenn, sem á annað borð þola samvistirnar við andlitsspartslað, dragtklætt kvennagerið. Og nú rær þetta hyski öllum árum að því að komast í stjórnir fyrirtækja - finnst það bersýnilega hið eftirsóknarverðasta af öllu eftirsóknarverðu. Stjórnarseta! Annálaðasta letibykkjudjobb sem fyrirfinnst. Jafnvel hörðustu bissníssnaglar breytast við slíka setu á örskotsstundu í forherta kaffiþambara og kjaftatíkur. Vei viðskiptalífi íslensku ef bannsettar kellingarnar komast þangað inn brjóstfalskar og klaufpilsaðar með lattebolla sína og kjaftablöð.Svo eru þeir sem voga sér að andhæfa þessari óvinveittu yfirtöku kvensniftanna úthrópaðir karlrembufauskar og vændir um steingerða heilastarfsemi. Huh! Sér er nú hver remban. Ekki erum við vesalingarnir með sérstaka karlakirkju, karlréttindafélag Íslands, karlasögusafn eða moðerfokking Rannsóknastofu í karlafræðum!

Það hefðu nú adeilis heyrst skrækir í horni ef við hefðum haldið Karlafund á Þingvöllum síðastliðið sumar. Karlafundur!? Hvað með uppvaskið? Ætlaðir þú ekki að þvo bílinn? Fékkstu ekki að hitta strákana í fyrrasumar?!
---
Annars eru einhverjar lopaklæddar rauðrófur að hvetja kynsystur sínar til að leggja niður störf næstkomandi mánudag.

Bravó! segi ég nú bara. Vonandi verður það til frambúðar.

sunnudagur, október 16

Kúdabakarba-ættbálkurinn

Mikið ótrúlega væri nú gaman ef lífið væri svona eins og hjá Kúdabakarba-ættbálkinum í Núrma. Þar eru allir bara ferlega sáttir sprangandi um á bibbanum og kellingarnar bara með tepokana lafandi og svo eru þeir með svona fídus að hopp konstantlí þegar þeir eru að tjilla. Gæjarnir búa til húsin úr einhverjum Gasellu skít sem þeir finna og svo eru þeir bara að fá sér að reykja og troða diskum ú neðrivörina á sér á með an kjellingarnar eru að veiða í matinn og svona. Kannski svona á jólunum þá tekur höfðinginn sig til ( sá sem er með stærsta diskinn í neðtrivörinn) og lyftir grjóti með pungnum.
Held að við frónbúar mættum aðeins taka þá félaga í Kúdabakarba-æyttbálknum okkur til fyrirmyndar, láta aðeins af þessu sífellda lífsgæðakapphlaupi sem er að gera hvern mann vitlausann hérna,( svo væri ótrúlega sterkur leikur að banna hjartveiku feitabolluna sem hjólaði hringinn Eggertson eitthvað svona while we are at it). Slappa af fari í gufu vera heima á brókinni fatta að dagurinn í dag er það sem skiptir máli ekki það sem gerist þegar þú færð óþarflega háu launin þín útborguð sem fara hvort sem er öll strax í að borga stöðu táknin, Risa einbýlishúsið, Sterabætta jeppan á risablöðrudekkjunum sem þjóna þeim tilgangi einum að auka bensíneyðslu þar sem ekki eru menn að fara á fjöll. Svo var bara yfir frostmarki í dag, það munaði nú bara minnstu að ég pissaði í mig af gleði að koma út og finna að föðurlandið var óþarft.... kannski er það bara frostið sem gerir okkur svona tens en ég meina í Lapplandi þá er 40 stiga frost 5 mánuði á ári og þar eru bara allir fullir í Sáunu.
Nei vitiði ég held að það sé eina ráðið að losna undan þessu að fara bara niður til Núrma og skella disk í vörina á sér lyfta grjóti með pungnum og láta kjellinguna veiða í matinn!

föstudagur, október 14

Frekari afmælisþankar

Skrítið þegar maður fattar alltí einu að maður er orðinn alveg ferlega gamall. Mér finnst svo ógeðslega stutt síðan ég var 20´, en þegar betur er að gáð þá hefur nú ferlega margt gerst á þessum tíma. Maður á líka vonandi nokkur góð ár eftir enn. Er búinn að vera að velta fyrir mér hvurn fjandann maður eigi að gera til að halda upp á viðbjóðinn, en hef einhvern veginn ekki komist að niðurstöðu.... er enginn sérstakur veislukall...... þetta skýrist kannski maður fá sér bara skúffuköku hjá Jóa Fel og gráti beiskum krókódílstárum ofan í rjóman.

pís át!

Gautur

fimmtudagur, október 13

Ég verð að koma með játningu.... ok ég hef gaman af raunveruleika þáttum..... í sérstöku uppáhaldi hjá mér voru hinir magnþrungnu þættir The Biggest looser.... ótrúlega gaman að fylgjast með svona baráttglöðum feitabollum grenja yfir hvað það sé nú erfitt að vera í intensívri 3 mánaða líkamsrækt sem gerir þær grannar og flottar og frægar e-a sem feitbollur allra landa láta sig dreyma um. Vorkenni samt almennt ekki feitabollum... ég mein aef ég myndi sturlast´og éta á mig einhver 100 aukakíló.. þá þýðir ekkert fyrir mig að fara bara að grenja og segja að ég sé veikur og láta svo bara kött úr mér garnirnar svo hægt sé að byrja upp á nýtt. Nei maður getur bara sjálfum sér um kennt fjandinn hafi það!

Annar raunveruleika þáttur sem hefur gríðarlegt skemmtanagildi er ANTM sem náttlega er að gera góða hluti, það getur nátturulega ekki klikkað að smala saman 25 ótrúlega steiktum gjellum og svo haug af kynvillingum til að kenna þeim að vera kvennlegar... hjörðin er svo leidd áfram að einhverri egósentrískustu manneskju sem ég held að hafi nokurtíma verið á skjánum þ.e Tyru Banks. Mér varð að ósk minni þegar fiskurinn var kosinn út loksins.... hef samt meiri áhyggjur af gjellunni sem er alveg eins og kynskiptingur á sterum með sárasótt á lokastigi!!!!! hvernig geta svona ljótar gjellur verið konsidered to be ANTM????? mér er bara spurn!!!!!!


P.s skemmtilegt þetta kolla grín.... þyrftum eiginlega að setja mynd af Kolla hérna á síðun sem svona skjaldarmerki og gunnfáni félagsins.

p.p.s Hvernig væri svo að fara að taka hitting .... undirritaður verður 25 á laugardaginn blóm og kransar afþakkaðir þeir sem vilja minnast manns er bent á líknarfélag áfengissjúkra barna.


kv Gautur
Hummm.....hvar ætli Kolli sé staddur akkúrat núna?

A: Á klósettinu í vinnunni að kúka
B: Að taka skriflega hluta bílprófsins því hann gleymdi að endurnýja skírteinið sitt fyrir 11 árum og hefur verið próflaus síðastliðinn áratug eða svo
C: Að hjálpa gamalli konu yfir götuna
D: Að halda ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum um brot á réttindum kretíndverga

Hvað haldið þið?

miðvikudagur, október 12

EFTA- draumurinn úti

http://www.efta.com/


Mér fannst þetta alltaf eitthvað dulafull samtök!!!


kv.

Gautur

sunnudagur, október 9

10 ÁSTÆÐUR ÞESS AÐ BJÓR ER BETRI EN KONUR !

1. Þú getur notið bjórsins allan mánuðinn.

2. Bjór bíður alltaf þolinmóður eftir þér úti í bíl.

3. Bjór verður ekki afbrýðusamur þegar þú krækir þér í annan bjór.

4. Bjór fær aldrei höfuðverk.

5. Bjór verður ekki reiður þegar þú kemur heim angandi af öðrum bjór.

6. Þú getur fengið þér fleiri en einn bjór á sama kvöldi án þess að fá samviskubit.

7. Þú getur deilt bjór með vinum þínum.

8. Bjór er alltaf blautur.

9. Timburmenninrir hverfa.

10. Kaldur bjór er góður bjór.

fimmtudagur, október 6

SOS

Afleysingarmann vantar í Hnit! áhugasamir hafa samband við Pattann

þriðjudagur, október 4

Lifi fyrirgreiðslupólitíkin

Mikið lifandi skelfingar ósköp yljaði það mér um hjartaræturnar að opna moggann og sjá blasa við mer helmmistór mynd af tveimur af mínum nánustu félögum, enn betra var að komast að því að þer eru komnir af stað í pólitísku stappi sínu, nú er bara um að gera að vera réttur maður á réttum stað.... til að munað verði eftir manni þegar farið verður að úthluta embættum...... þetta er eina vitið. Mér finnst samt magnaðast að sjá hversu Teiturinn gerir sig breiðan þarna í forgrunni myndarinnar... svo breiðan að ef vel er að gáð má sjá að aðeins glittir í annað augað á Borgar sem var nú reyndar kosinn formaður SUS..... það er gott að menn kunni að trana sér fram.... tl hamingju félagar og svo bara láta vita ef það er eitthvað sem maður getur gert fyrri pólitíkussinn......

kv

gautur