fimmtudagur, nóvember 30

Fjallageitur

Í gær hóf uppátækjasöm dóttir mín að banna mér að horfa á fréttir í sjónvarpinu. Til að framfylgja þessu banni gerði hún fjarstýringar heimilisins upptækar og hóf að skipta um stöðvar með miklum hraða og fannst henni sú iðja afskjaplega skemmtileg. Svo skyndilega rambaði hún á Skjá1 þar sem var einhver ömurlegur spjallþáttur með greifahommanum og einhverri kellingu, og ákvað stúlkan þá að refsa mér með því að neyða mig til að horfa á þetta þar sem hún hljópst á brott með fjarstýringuna. Ok, fine, ég sat þarna og hugsaði mér til hreyfings þegar þátturinn verður skyndielga ögn meira spennandi; inn þrammaði her af furðulegum gaurum sem allir voru í gráum lopapeysum og kölluðu þeir sig Fjallageitur. Reyndar var einn í hópnum ekki í lopapeysu og reyndi eftir mesta megni að fela sig bak við þá sem fyrir framan hann stóðu, sem gerði það að verkum að ég tók sérstaklega eftir honum og sá mér til mikillar furðu og skemmtunar að þarna var mættur sjálfur Fjallateitur. Geiturnar jörmuðu vel og lengi og var gaman að sjá Geit kyrja blússlagara og stappandi niður fótunum íbygginn á svip.

Fjallageiturnar eru farnar að vekja mikla athygli og hefur umboðsmaðurinn frægi, Einar Barðason sem meðal annars kom Melódískt Baulandi Beljunni Huppu til heimsfrægðar í Færeyjum, tekið Fjallageiturnar að sér og munu þeir nú performa í öllum helstu byggðakjörnum landsins með undir 100 íbúa á næstu vikum.

Merkilegt þótti mér þegar forsprakki hópsins, sem yfirleitt er þekktur undir dulnefninu "The Wedding Singer" kynnti flokkinn og sagði þetta sönghóp sem saman stæði af verkamönnum og bændum, sjóurum og seiðkörlum. Ég reyndar þóttist sjá einn lögfræðing þeirra á milli, en ekki var minnst á það, enda ekki vel séð að menntaelítan sé að blanda sér í slíka hópa.

fimmtudagur, nóvember 23

laugardagur, nóvember 18

Af gæsahaukum gærkveldsins...

Hei hó...

Þakka FUGO mönnum fyrir hressa kvöldstund í Njallanum í gær....óska Trölla og hans spúsu innilega til hamingju með einkar velheppnaðar breytingar á íbúðinni sem er hin notalegasta....

Líst vel á plön um að vopnavæða félagskapinn og halda til veiða.... einnig hefur verið bókfært loforð Krumma um að eitthvað bíta á í næstu veiðiferð.....

.. Það var gaman að sjá skógarhöggsmanninn sem mætti galvaskur og bauð jólatré á spottprís...bara mæta og fella þetta....

...Vona að menn hafi almennt komist heim og enginn orðið úti....Sumir söngmenn koma sífellt á óvart... meðan aðrir......tja eru bara....

....GÆSAHAUKAR dagsins.....í sínum gervi bagga...

kv Gautur

föstudagur, nóvember 17

Eilíft líf....

Ég smellti mér til alkemista um daginn. Komst að því mér til mikillar furðu að til að ég myndi líklegast halda áfram að eldast og verða gamall remúlaðibumbukall ef ég færi ekki að gera eitthvað í þessu. Alkemistinn var alveg furðulostinn yfir lífsháttum mínum og ráðgjöfin jú.....mála fimmhyrnda stjörnu á útidyrnar með geitablóði, alltaf að labba á hlið yfir götur og hneigja mig fyrir svörtum köttum. Svo bruggaði hann seið úr moldvörpuaugum, froskahráka og leðurblökueggjum sem ég á að drekka við hvert fullt tungl og gaf mér drekatönn til að sofa með undir koddanum.

Þannig að ef einhver vill joina mig í því að lifa að eilífu þá endilega látið mig vita og ég kem með litla búálfinn minn og læt hann chanta einhverja vitleysu yfir ykkur.

Föstudagur

Sit hérna í heimaprófi í Fjölmiðlarétti.... alveg hreint BRJÁLÆÐISLEGA gaman... er að koma með tillögur um hvernig megi breyta íslenskri löggjöf um fjölmiðla til að tryggja frekar vernd minnihluta hópa gegn fordómum og kynþáttahatri....... jamm jamm
Bara stemming....

jákvætt að sjá viðbrögð á þessari síðu... það héldu allir að hún væri dauð... en viti menn þetta er bara að breytast í einhvern uppvakning sýnist mér .........

Annars reikna ég bara með að sjá menn hvort sem þeir skarta remúlaði-bumbu eður ei í Njallanum í kvöld....

fimmtudagur, nóvember 16

Eins og Greifarnir orðuðu það

Gangi þér vel í allsherjarátaki Gautur. Hér er smá hvatning!
Eins og Greifarnir orðuðu það:
PÚLA!


"Dyrnar opnast, annar heimur
fullur salur af stæltum skrokkum
Geisla af hreysti, geisla af orku
fullkomin spegilmynd

Vöðvar hnyklast, lóðin lyftast
svitinn rennur í stríðum straumum
Æðar þrútna, lóðin falla
stunur fylla salinn

Þú veist að vilji er allt sem þarf
já taktu á, hertu þig
Þú skalt

Púla, púla
með glampa í augum
eld í æðum
Púla, púla
meðfædd fegurð dugir ekki hér
heldur stál við stál

Mynd á veggnum, af frægum goðum
fyrirmynd af glæstum draumum
Gullnir gumar, gullnar gyðjur
er það fölsk fegurð

Þú veist að vilji er allt sem þarf
já taktu á, hertu þig
Þú skalt

Púla, púla
með glampa í augum
eld í æðum
Púla, púla
meðfædd fegurð dugir ekki hér
heldur stál við stál"

Heilbrigð sál.....

Smellti mér til grasalæknis um daginn.... komst að því mér til mikillar furðu að ég væri bara við dauðans dyr nemá ég færi að bregðast við. ÞEssi ágæti læknir jésúsaði sig þegar hann hann heyrði hvað ég lifði heilbrigðu líferni.... og ráðgjöfin jú... hætta að reykja, hætta að drekka kaffi, mjólkurvörur og borða hvítan sykur, glútein( hvítt hveiti , pasta osfrv...)svo var bruggaður dularfullur mjöður úr hinum ýmsustu jurtum sem ég á að taka inn 3x á dag....ojbjakk ...

Jáhá.... þannig að nú er svo komið að ég sit hérna í vinnunni þambandi GRÆN TE með hádegismat sem samanstendur af lífræntræktuðu jógúrti með hörfræjum.... Ætli maður verði ekki bara kominn í beinlínusamband við almættið ef maður heldur þessum púritanisma til streitu...

þannig að ef einhver er maður í speltpasta á Grænum kosti þá endilega látið mig vita ég skal koma með Sojamjólk YEAH....

mánudagur, nóvember 13

Veiðisaga

Ég fór á rjúpu með gamla um helgina, svokallaða einkagæs á ofur-leynistað, og Kolli ætlaði að koma með. Þegar við ætluðum að leggja af stað komst ég að því að Kolli kæmist ekki með, hann var upptekinn við að sannreyna kenningu sína um að uppsöfnun nabblakusks væri ekki háð óreiðukenningunni heldur væri safnað saman af litlum gnomes og komið fyrir í nöbblum fólks.

Allavega, ég og gamli og Helga veiðiþjónn fórum á þennan gæðastað þar sem alla jafna er allt krökkt af rjúpu, enda stranglega bannað að skjóta þarna. Við sáum strax þrjá ljónstygga fugla og maður varð heví spenntur, en eftir um 5 tíma labb án þess að sjá annan fugl var ákveðið að snúa við og fara heim. Það var reyndar bjútífúl veður og mjög fallegt þannig að þetta var bara fínt.

Pabbi þrjóski vildi samt skjótast á einn stað áður en það yrði niðamyrkur, bara til að tékka. Það var farið að skyggja vel þegar við stoppuðum bílinn aftur og ætluðum bara að rölta smá. Ég var varla kominn 100 metra frá bílnum þegar ég rekst á splunkuný spor eftir slatta af fugli og heyri pabba skjóta eina rétt hjá mér. Ég elti sporin, fann tvær rjúpur og náði þeim báðum, þar af annari á flugi. Þá var orðið svo dimmt að við ákváðum að halda heim á leið, enda komnir með 3 rjúpur. Eina spælingin samt sú að hefðum við ákveðið að fara á hinn staðinn strax þá hefðum við líklegast verið í miklu meiri veiði því að það var fullt af rjúpu þar.

Góður túr samt og ég kominn með 6 rjúpur í allt. Kolli er hins vegar búinn að dýpka vel rassafarið í sófanum og stefnir á nóbelsverðlaunin fyrir gnome theory.

fimmtudagur, nóvember 9

Fréttir

Fréttastofa FUGO hefur fyrir því óstaðfetar heimildir að Trölli mun "jafnvel flytja inn á laugardaginn" FÚGO menn eru flemtri slegnir yfir þessum fréttum en taka þeim þó með ákveðnum fyrirvara.Tíðar fréttir um búferlaflutinga " á laugardaginn" hafa vakið spurningar FUGO manna um merkingu þessa frasa. Fréttstofan hafði samband við góðvin FUGO Mörð nokkurn Árnason íslenskufræðing ( eða bókmenntafræðingur..örugglega eitthvað álíka.. allavega kommunisti.)sem tjáði fréttamanni að merking orðsins laugardagur í frasanum " flytja inn á laugardaginn" er óræðue laugardagur í nánustu framtíð. Þannig að FUGO menn bíða enn með öndina í hálsinum eftir flutningnum "nsætkomandi laugardag". Sama heimildarmaður gaf einnig í skyn að senn yrði blásið til veislu "og þá hrynjum við í það" held að öllum FUGO mönnum til sjávar og sveita létti við slíkar fréttir.

Smáauglýsingar
Risavaxin grillyfirbreiðsla sem líkist fallhlíf, týndist í veðurofsa síðastliðna helgi.... Plís skilið henni aftur ef þið finnið hana....plís.... annars ryðgar 17 brennaraofurgrillið mitt. Vegleg fundarlaun í boð ( sennilega gæs, rjúpa eða eitthvað sjitt sem ég á í frystikistunni og hef skotið nýlega..) HHG

VAntar 18 manns í létta aukavinnu, fimtudaginn í næstu viku... var að kaupa 1700 lítra nuddpott sem ég þarf að bera upp í íbúð.... er búinn að taka umbúðirnar.. þetta er lítið mál.. kv. áhugamaðurumstórahlutioglitlaganga.

Maður getur alltaf fundið sér eitthvað til að kvarta yfir

Ég á erfitt með að taka ákvarðanir. Það er svo sem ekkert launungarmál og allir sem þekkja mig vel vita þetta. Þess vegna var það ég sem var látinn leika manninn í sjoppunni sem getur ekki valið hvað hann á að kaupa sér og valkostunum bara fjölgar, í Poppleiknum Óla 2 í MH á sínum tíma og þótti öllum sem vissu til vanda míns þetta stórskemmtilegt.

Nú er svo komið að ég er 10 árum eldri en þá, en sennilega lítið þroksaðri, því ég á enn mjög erfitt með að taka ákvarðanir. Á þessum tíma í fyrra þurfti ég að velja úr 3 verkefnum sem verið var að falast eftir mér í. Þau rákust nefnilega öll á tímalega og það er ekki hægt að vera á fleiri en einum stað í einu. Er þetta ekki 21. öldin?!? Hvar er öll stórkostlega tæknin sem á að gera manni kleift að ferðast aftur í tímann, skipta sér upp í 3 eintök af sjálfum sér og allt það?

Ég böglaðist með þetta á sínum tíma og tók á endanum ákvörðun. En það var auðvitað bara ein ákvörðun. Nú er aftur komin upp sama staða! Á nákvæmlega sama tíma bara ári síðar. Ætli sé verið að reyna að kenna mér eitthvað hérna?

Auðvitað er þetta frábær staða fyrir mig að geta valið úr verkefnum. Í raun og vera draumastaða! En eins og ég sagði í upphafi: Maður getur alltaf fundið sér eitthvað til að kvarta yfir...

fimmtudagur, nóvember 2

Kallinu svarað

Til að svara Gauti hvað varðar nefndir, manntal og fleira þá hef ég þetta að segja:

Ég skal að sjálfsögðu taka að mér veiðideildina, enda finnst mér það nokkuð gefið. Ég er strax farinn að plotta nokkrar góðar ferðir næsta sumar, og hef í hyggju að taka ykkur í allavega eina laxveiði(aðeins betri á núna, ég lofa) og svo eina ferð í silunga á nokkra sem ég veit um. Það er hræódýrt og skemmtilegt.

Svo vill ég endilega breikka svið veiðideildar FUGO og fara með ykkur að skjóta. Það er reyndar háð þeim takmörkunum að ég er sá eini með byssuleyfi(já ég veit, þið gáfuð mér það, takktakk) þannig að ég vil reka á eftir ykkur hinum, sem viljið koma með í þess lags skemmtilegheit þ.e.a.s., að drífa ykkur á byssunámskeið. Það er way gaman að vera á skytteríi, og þeir sem ekki vilja skjóta geta farið í fjaðurham og verið lifandi gerfigæsir fyrir okkur hina.

Hvað lög félagsins varðar þá legg ég til að við endurvekjum gamlan íslenskan sið og höfum lögsögumenn sem muna lögin í stað þess að festa eitthvað niður á pappír. Ég t.d. útnefni sjálfan mig lögsögumann og næst þegar við hittumst skal ég þylja upp lög félagsins sem allir verða að muna og þylja þau upp að ári liðnu. Ef einhver svo þykist vita betur eða hefur eitthvað á móti lögunum sem ég þyl upp eftir mynni þá dæmi ég viðkomandi í sekt og réttdræpan því að ég er jú lögsögumaðurinn. Lögfræði smögfræði, mitt kerfi er betra.

Einhverjar athugasemdir?