miðvikudagur, júní 30

Nýr og betri FUGO

Lengi hefur það staðið til hjá mér að gefa þessum litla vef okkar smávegis andlitslyftingu með það fyrir sjónum að hann verði girnilegri og þess vegna verði aðdráttaraflið meira og menn láti frekar verða af því að blogga.

ekki lengur ræpulitróf
Helsta breytingin er að sjálfsögðu litskema síðunnar sem er nú ekki legnur í þessu ræpulitum sem voru þess valdandi að ég þurfti iðulega að kasta upp þegar ég opnaði síðuna. Aðrar markverðar breytingar eru helst þær að ég er búinn að íslenska eitthvað meira en var og svo að sjálfsögðu könnunin sem er hér til hliðar og verður skipt um hana reglulega!

Ég vona að þetta verði til þess að notkun á síðunni aukist en hún hefur verið í lágmerki um nokkra hríð...

Happy times.

mánudagur, júní 28

Veikindi og volæði
Annars hafa veikindi haldið mér innandyra í rúma viku núna, ég er búinn að reyna að bölða mér í vinnuna nokkrum sinnum og er rendar þar núna.
Eins og vitur maður sagði eitt sinn: "This too shall pass"

Svo um leið og maður er kominn á lappir þá megiði vara ykkur!


Þetta eru kannski ekki 3 heimsálfur en þetta eru samt 6% af heiminum! Vúhú! Og ég sem var byrjaður að líta á sjálfan mig sem þokkalega sigldan og sjóaðan, veraldarvanann ungan mann!!!

Guess not!


gerðu þitt eigið kort

fimmtudagur, júní 24

Einn svona fyrir mig og Krumma

Hverjir standa sig best í svefnaherberginu?

Nú ríkisstarfsmenn, það tekur allt langan tíma og það þarf alltaf að gera það tvisvar.

Múúhaha.... æjjj þetta er hálf sorglegt.
Já svona er þetta
Men hvað ég lenti í miklum vandræðum í gær, eiginlega verstu dilemmu skrifstofu gaursins. Ég fór á klósettið, til að þvo mér um hendurnar nota bene, ekki einu sinni til að pissa. Ok, það er svo sum ekkert merkilegt nema það að ég mæti gaur sem er að fara af klósettinu þegar ég fer inn, og dúd hvað hann var að skíta. Það voru fölgular slettur upp með klósettskálinni og manni sveið í augun af fýlunni. Ég gat ekki annað en flýtt mér eins og ég gat og stökk út með grátbólgin augu og grænar gufur eltu mig þegar ég skaust út um dyrnar. Að sjálfsögðu voru tveir á leiðinni á klóið strax á eftir mér og þeir náttúrulega halda að ég hafi verið að hnulla svona massíft. Nú get ég ekki annað en óttast að menn haldi að ég sé vinnustaða kúkarinn mikli, og það er mikill hnekkir fyrir mitt annars kúklausa mannorð.

Annars vil ég bjóða litlu Gautu velkomna í heiminn og Hrafnhildur hlakkar mikið til að fá að kenna henni hina ýmsu ósiði.

þriðjudagur, júní 22

Kosningar
Jæja, nú eru kosningar á næsta leiti og stóra spurningin er hvað skal gera. Í raun nenni ég ekki á kjörstað en það er helvíti slæmt að eyða atkvæði sínu. Maður á nú helst alltaf að drattast til að kjósa.. einungis sleppt því einu sinni. Ef ég drattast á kjörstað þá er það spurning hvort ég kýs Óla eða skila auðu (týskan hjá sjálfstæðismönnum þessa dagana). Nú Ólafur er ágætis forseti og ég gæti alvega hugsað mér að sjá hann sita áfram (í raun er hann eini möguleiki). Aftur á móti þá var ég ekki hrifinn af þessarri þjóðaratkvæðagreiðslu (ekki það að ég hafi stutt fjölmiðlafrumvarpið). Að vísu er möguleiki á að ef nógu margir hugsi eins og ég (þ.e. eru heima eða skili auðu) að fíflin vinni en það vill enginn sjá. Því eru við aftur komin að því að mæta á kjörstað og kjósa forsetan... æ er þetta ekki eintóm hringavitleisa. Hvernig sem mál fara þá er eitt víst, ég mun alla veganna kjósa rétt.

mánudagur, júní 21

Mig langaði til að óska Pattanum og frú innilega til hamingju

föstudagur, júní 18

Um daginn var ég beðinn um að skrifa niður lista yfir nokkrar góðar myndir sem að fengu á sýnum tíma ekki mikla athygli. Hér á eftir koma 10 myndir sem að ég mæli með fyrir alla, þær eru ekki í neinni sérstakri röð enda vonlaust að reyna raða svona myndum eftir því hver er best.

Second Civil War
Sour Grapes
Bubba Ho-Tep
Army of Darkness
Donnie Darko
Bad Taste
Dog soldiers
Elephant
The Spanish Prisoner
Pentagon Wars

Víst að maður er nú að þessu þá ákvað ég líka að mæla með tveimur bókum sem að eru einstaklega góða. gera á kvikmyndir eftir báðum svo það borgar sig að lesa þær áður Hollywood eyðleggur þessar góðu bækur:

I am Legend
Fahrenheit 451

Vona einhver hafi gaman af þessu.
Var á netinu, nánar tiltekið á imdb og var litið á síðu með nýju myndinni hans Michael More, Farenheit 9/11. Það fyndna við þessa mynd er hve þjóðfélagið (í USA) er skipt varandi þessa mynd. Tila að mynda gáfu 66,8% myndinni 10 og 26,5% myndinni 1 (það er ekki hægt að gefa núll), það þíðir 6,7% gáfu myndinni einkunn á bilinu 2-9. Alltaf gaman að sjá öfga (hér meir að segja í báðar áttir). 1395 voru búinir að gefa einkunn svo þetta er alveg tölfræðilega marktækt (fyrir þá nörda sem það þurfa að vita). Í lokin vildi ég svo sýna ykkur hvað einn hægri sinnaður Bandaríkjamaður hafði að segja um myndina:

"Liberal Betrayal of America Exposed

The leftist political context of the movie overshadows any credibility of facts it might have; Michael Moore is a typical narrow-minded liberal who doesn't seem to understand that anti-American terrorists and regimes don't distinguish between republicans or democrats, neither do they distinguish between who is a president - that was proven on 9/11/2001 - all the terrorists want to do is kill us all. So engaging in anti-governmental propaganda as such in the time of today's turmoil is treason - treason of America - and anyone who watches or endorses this movie is a traitor of USA. Fictitious fabrications, cheesy montages, and fake interviews should make any normal person sick and filled with anger this "documentary"

0/10"

Það er ekki alltaf auðvelt að vera föðurlandsvinur í USA. Ef þið viljið lesa hvað öðrum finnst um myndina getið þið séð það hér það er nokkuð mikið af skemmtilegum pælingum hjá hægri sinnuðum könum ...gaman að þessu.

mánudagur, júní 14

Fann þetta á netinu og komst að því að ég hef farið til 4% allra þjóða í heimi... ekkert voða mikið en maður fær feita rauða klessu fyrir að fara til USA.

create your own visited country map
Þetta eru alla veganna 3 heimsálfur.