mánudagur, júlí 23

Stemming drengir

Alltaf gott að byrja vikuna á Youtube.

þriðjudagur, júlí 10

Veðipósturinn

Jæja, þá eru línur farnar að skýrast!

Veiðimenn eru farnir að hita upp, Gubbi Nerg kominn með veiðihanska og Páfagautur farinn að æfa fluguköstin. Trölli situr sár í London og keypti sér gullfiska og leikur sér við að háfa þá upp og Skeinar fannst loks í drullupolli á Skeldunni.

Þeir sem koma í veiðina eru:

Mósagrís, formaður
Páfagautur, veiðiþjónn
Skeinar, yfirmaður bjórbirgða
Feitur, lögfræðilegur ráðgjafi
Einar, frændi
Nærbuxna-Atli, fluffer
Bóbó, yfirmaður neyðarhjálpar
KÍB, maðkur
Hugni, hirðfífl
Kretín-Kolli, fulli gaurinn
Gubbi Nerg, burðarsveinn

Kofinn er sagður rúma 10, þannig að við verðum bara að vera kátir kallar og kúra saman, en ég get ekki trúað því að það verði vandamál í þessum hýra hóp.

Við verðum á þrem bílum og ég legg til að skiptingin niður á bíla verði eftirfarandi:

Bíll 1(dvergjeppinn hans Skeinars)
Skeinar(bílstjóri)
Hugni
Bóbó
Feitur

Bíll 2(píkujeppinn hans Einars Frænda)
Einar Frændi(bílstjóri)
Nubbi Gerb
Nærbuxna-Atli

Bíll 3(fjallajeppi og lúxusbifreið í boði Dumma)
Mósagrís(bílstjóri)
Kretín-Kolli
KÍB
Páfagautur

Þetta er að sjálfsögðu bara tillaga, þannig að ef að menn vilja sitja í fanginu hver á öðrum eins og löðrandi kellingar þá er það fínt mín vegna.

Við fáum kofann kl. 19:00 á föstudaginn svo ég legg til að menn séu lagðir af stað úr bænum ekki mikið seinna en 15:00, 14:00 fyrir Skeinar því hann keyrir eins og kelling. Við getum byrjað að veiða um kvöldið þegar við erum komnir með kofann svo ég mæli ekki með að menn drekki í bílunum(hefur nákvæmlega ekkert með það að gera að ég sé að keyra).

Þið skuldið mér allir 5.500 kr. á mann fyrir kofa og leyfum, sendi á ykkur reikningsupplýsingar á meili.

Ég nenni ekki að útlista hvað þarf að taka með, ef þið gleymið einhverju mikilvægu þá ætla ég að hlæja að ykkur.

Hver og einn sér um mat fyrir sig. Ég verð með ferðagasgrill, en ég mæli með að það verði 4 einnota grill með í för því að ferðagasgrillið rúmar ca. 2 pulsur í einu.

Endilega kommentið ef ég er að gelyma einhverju.

Kv.
Veiðimósi

fimmtudagur, júlí 5

Tímamótablogg

Hvernig er það á ekkert að fara að koma með eitthvað tímamótablogg hérna.. ( veit að það er erfitt að keppa bið "kjúklingaskrímslið" hans Krumma... en það er O.K að reyna...... )

mánudagur, júlí 2

Kjarnorkuþynnka en vel þess virði

Ég vil byrja á að þakka fyrir mig, þetta var snilld! Að vísu þá hringdi síminn í morgun og það var verið að reyna að bóka mig í trúðagigg, ég sagði bara nei, því ég meika ekki meira. Ég er ennþá þunnur síðan á laugardaginn (eða tæknilega séð síðan á sunnudagsmorguninn).

Þetta var mjög skemmtilegur dagur, það er verst að þið útlandagemsar voruð fjarverandi, ykkar var saknað en engar áhyggjur, ykkar skammtur af fjöri (og áfengi) var til staðar.

Það sem er eiginlega fyndnast er samt það að Sverrir vinur minn var að flyjta í gær og það mætti náttúrulega enginn af félögunum til að hjálpa við burðinn enda menn í misjöfnu ástandi út um allan bæ.

Marblettirnir úr paint ballinu eru byrjaðir að hjaðna, sem er ágætt því ég hef þurft að sofa á maganum síðustu tvær nætur!!!

Já og öryggisvörðurinn úr Kringlunni hringdi, hann þarf að vita hvert hann á að senda sektina...

Jæja, þá þarf ég að hlaupa í blóðhreinsun til að ná áfegninu úr kerfinu.
Takk aftur strákar!