fimmtudagur, september 30

Brakar í stoðum lýðveldisins Íslands

Í gær var svartur dagur fyrir lýðræðið á Íslandi þegar Geir H.(ommi) Haarde skipaði leikfélaga sinn og æsku vin í hæstarétt. lýðurinn er þrumulostinn hvað höfum við unnið okkur til sakar að eiga skilið viðlíka forystu.... hvar er siðferði þessara manna. hins vegar vil ég minna kollega minn á að það er hægt að stunda lögfræðilegan þankagang sem er hafinn upp fyrir pólitískt brambrolt og ég tel JSG vera það sjóaðan lögfræðing til að geta tekið hlutina réttum tökum..... finnst þetta hæpin rök þó að ég sé vitanlega ósammála hvernig menn eru skipaðir að þá vil ég meina að JSG sé meiri maður en það að vera strengjabrúða Davíðs. ..Einnigmá benda á að forsætisráðherra Halldór sagði að hann hefði nú helst viljað fá Eirík nokkurn tómatsson... sem nb er framsóknarmaður... þetta er sama potið allstaðar.... og ef Steingrímur J væri dómsmálaráðherra þá er áldrei að vita nema hann myndi skipa Krumma sem hæstaréttardómara.. ég meina koma sínum mönnum áfram....... annars er ég pínu hrifinn af hugmyndinni hans eins þó að ég haldi að ansi margir sem væru verulega vanhlfir en ættu peninga myndi slæðast í gegnum þá síu

Bananalýðveldi dauðans

Það er nú sveimér gott að Geir Horde of barbarians sá í gegnum plott Hæstaréttar til að gera æðsta dómsvald landsins að spilltum einkaklúbbi.
Djísus hvað þetta er stjúpid pæling! Menn eru að segja að með ráðningu Jóns Steinars hafi verið að viðhalda jafnvægi í Hæstarétti. En ráðnings Ólafs Barkar, var það líka gert til að snúa á valdagræðgi kallaklúbbsins Hæstaréttar? Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að tvær síðustu skipanir hæstaréttardómara eru pólitískur skrípaleikur. Davíð og hans menn eru að taka yfir Hæstarétt og þannig tryggja sér hagstæðar útkomur úr mikilvægum málum. Verður til dæmis mjög áhugavert að sjá aðra lotu í fjölmiðlamálinu þegar það er búið að rigga dómarana í þetta skiptið. Ég verð bara að viðurkenna að ég get ekki séð fyrir mér Jón Steinar eða Ólaf Börk dæma gegn Davíð og sjálfstæðisflokknum þegar mikið er lagt undir. Það er einfaldlega verið að tryggja sér hagstæða úrskurði með fáránlegum pólitískum ráðningum.Ég ætla ekki einu sinni að ræða hversu vanhæfur JS er að öðru leyti, en bæði lætin í kringum ráðningu hans, svo og hans fyrri störf gera það verkum að hann er vanhæfur í fáránlega mörg mál.
Sjitt hvað ég er fúll yfir þessu.

miðvikudagur, september 29

Mannránstryggingar....hahahaha

Það er nokkuð svalt að hafa svona mannránstryggingu. Nei án gríns þetta hljómar frekar stjúpid, að fá dagpeninga í allt að þrjátíu daga ef manni er rænt.........hvað, hafa þeir áhyggjur af því að maður verði svangur hjá mannræningjunum? að þig vanti kannski smá skotsilfur til að skjótast á pöbbann? kommon, ég held að maður hafi sjaldan eins lítið við fokkings dagpening að gera og þegar maður er í haldi mannræningja! Og ef þetta á að vera uppí lausnarfé þá segi ég bara bravó, hvaða lame ass mannræningjar biðja um auman 720 þús kall í lausnargjald? Ég styð gunna í kynsjúkdóma- og meðlagstryggingunni, hún meikar allavega smá sense.

miðvikudagur, september 22

Loksins

Þá kom að því maðurinn í baunaveldi tók sér tíma og skrifaði nokkur orð. Ætlaði að vera búinn að skrifa nokkur orð og seta inn fullt af myndum en hey ...þetta er nú einu sinni ég og ég nenni aldrei neinu.
En maður þarf að summera þetta upp... svona fyrir ykkur drengina.
Danmörk slæmir hlutir: Ég bý út í rassgati, danir eru latasta fólk norðan Alpafjalla þeir myndu svelta ef ekki væri fyrir Tyrki og tyrkjabúllur sem fæða þá eftir kl18 og um helgar, ég fór út að hjóla í roki, rigningu og sólskyni (alveg eins og heima), tók mig 85min að hjóla í skólan.
Danmörk góðir hlutir: Bjórinn er ódýr, bjórinn er ódýr, bjórinn er ódýr, fullt af skemmtilegu fólki (eiginlega allt íslengdingar og nokkrir baunar), hver sá sem sagði að danskt kvennfólk væri ekki fallegt laug, svo eru meir að segja líka sætar íslenskar stelpur.
Þannnig er það nú hafið þið smjörþef af Nagginum sem býr út í rassgati og gerir sitt besta í að safna spiki og drekka bjór.

Rólegur foli

Pattinn er nú ekki partur af þessari deilu en hann vill samt benda skrifstofublókinni á ræpulita slyddujeppanum að hafa sig hægan. Það er almennt talinn löstur manna ef þeir henda grjóti þegar þeir búa í gróðurhúsi. Annars er þetta með kjólinn nú doldið dularfullt enn þann dag í dag!!!!


Hei, muniði þegar Ýmir saumaði á sig kjól og þegar við komumst að því laug hann því að þetta hefði verið gjöf.

þriðjudagur, september 21

Megi mátturinn fylgja þér.....

Þetta var helvíti sniðugur leikur í gær hjá BT að fimm fyrstu sem mættu í búning fengu Star Wars DVD ókeypis.
Ýmir sá sér leik á borði og mætti sem Yoda, málaði sig grænan og krumpaði sig upp. Hann mætti því miður ekki nógu tímanlega og var sjöundi maður í búning. Hann fékk þó mikið hrós fyrir að hafa komið í svona virkilega flottum Jabba De Hutt búning og fékk hann í kjölfarið boð um að mæta sem heiðursgestur á nokkrar Star Wars ráðstefnur í Wisconsin og Bergen.

mánudagur, september 20

Hvað varð um alla? Hvar eru brandararnir og banterið sem að fyllti síður okkar?
Fyrst að þið eruð svona fúlir og leiðinlegur þá ætla ég bara að koma með litla veiðisögu.

Team Kretín fór í lokaveiði sumarsins á fimmtudaginn. Ferðinni var heitið í Stóru-Laxá á svæði þrú í versta veðri sem sést hefur á suðurlandi í um hálft ár. Það er ekkert grín hvað veðrið var krappí, hífandi rok og grenjandi rigning og vonir okkar bræðra eftir góðri og skemmtilegri veiði fóru strax dvínandi. Ég gat þó sætt mig við að ég fengi að testa nýja jeppann minn(ok, jeppling) í alvöru veiði.

Gömlu kretín voru saman á stöng og kretínbræður voru saman með hina og þegar við vorum komnir útí á fór að hvessa ennþá meira og rigningin ágerðist. Kolli kastaði flugunni nokkrum sinnum í sjálfan sig og mér tókst að flækja línuna í öðru hverju kasti sem gerði það að verkum að helmingin af tímanum stóð maður uppað mitti útí á, saman krullaður í girni og með spún á bólakafi í rassinum á vöðlunum. Sjitt hvað þetta átti eftir að verða vonlaus veiðiferð. Sem betur fer vorum við Kolli með bjór og Jegermeister svo þetta var ekki alveg vonlaust.

Eftir pott og nokkrar veiðisögur var farið snemma að sofa því að gömlu kretín sögðust hafa séð laxa þar sem við ætluðum um morguninn.Við fórum frekar seint af stað, enda var veðrið alveg jafn krappí og daginn áður og þegar úrí á var komið byrjaði sagan að að endurtaka sig. Kolli veiddi sjálfan sig, ég flækti devoninn í hettunni minni og nestið mitt blotnaði.

Við vorum orðnir frekar vonlitlir og fúlir þegar það var skyndilega rifið í línuna hjá mér. Upphófst þarna mikill bardagi og var strax ljóst að um mikið skrímsli var að ræða. Stórhvelið reyndi ítrekað að draga mig útí vatnið, en eftir mikið einvígi krafta og sálfræðistríð var ókindin að falli komin. Kolli stökk til og dró drekann á land og eftir að hafa reynt að taka Kolla í bóndabeygju þá veitti ég honum(fisknum, ekki kolla) náðarhöggið með fína rotaranum mínum.Þegar við höfðum skálað í Jeger og fagnað smá virtum við skeppnunni fyrir okkur og sáum að þarna var enginn annar en Alec Boltwin mættur, enda mældist hann rúm 10 pund.

Fariði nú að skrifa hérna drengir, ég þarf að hafa eitthvað að gera í vinnunni.....

miðvikudagur, september 1

Ipso FACTO!

Nú er það hér með tárvotum augum ´sem ég sit og rita þessi minnigarorðum gamalann félaga. Það er svo stutt í minningunni að við sátum á skólabekk bólugrafnir og svitastorknir... árin liðu og skyndilega stóðum við með hvítakolla og horfðum til framtíðar...... eftir átakanaleg 4 ár sem að mestu eru í móðu en flestir hafa sagt mér að þetta hafi verið helvíti skemmtilegt bara þannig að áhugasömum er bennt á að leita frekari fróðleiks um umrædd menntaskólaár félaga vors hjá samferðamönnum þar sem aðrir eru orðnir of gamlir giftir eða samkynhneigðir til aða muna eftir gleði menntaskólaáranna, enn liðu árin félagarnir héldu hver sína leið ... fetuðu ótrauðir menntaveginn "áfram veginn" men viku af braut horfuðu og enduðu loks í hinum ýmsustu fyrirsjáanlegum og praktískum námum/ekki þó kolanámum. Eitt var þó það krosstré sem aldrei brast félagi Nilsen stóð keikur í lífsins ólgusjó og ávallt var hægt að treysta á húsaskjól á hagamel 48 þegar þorstinn svarf að. en nú er hún snorrabúð stekkur og lyngið á Lögbergi helga .......og Einsi er farinn á vit frekari ævintýra á betri stað...... við sem eftir stöndum lyftum glösum í hinsta sinn og kveðjum .....Skál!!!!!!