miðvikudagur, febrúar 28

Veiðipósturinn

Sökum fjölda áskorana hefur veiðimósi farið á stúfana og kannað stöðuna hvað varðar veiði í sumar. Því miður er áin sem ég ætlaði að fá fyrir okkur fullbókuð, en það er nóg af öðrum ám sem við getum farið í. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að komast að áður en ég get pantað leyfi handa okkur. Fyrst þarf ég að vita hverjir ætla að fara og hvað við verðum margir. Ég er búinn að finna eina frekar spennandi stórsilunga á sem er með massaflottum veiðikofa, heitum potti og alles, en við þyrftum að vera 12 saman því þar eru 6 stangir. Svo er ég með aðra á í sigtinu, en gallinn við hana er að þar er bara fluguveiði og allt er catch and release, en þar ætti hins vegar að vera frekar mikil veiði, og svo eina aðra sem ég veit ekki hvort sé uppseld eða ekki.

Allavega, þeir sem ætla að vera með þurfa að melda sig við mig eða hér á FUGO til að ég geti séð betur hverju ég á að vera að leita að og svo þurfa menn líka að kommenta hvað þeir vilja, hvort að silungaveiði sé fyrir neðan þeirra virðingu o.s.frv.

Hvað varðar byssuleyfin þá hvet ég ykkur eindregið að fara á námskeið. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá hvað Gautur er spenntur fyrir byssunum, eina sem ég óttast er að hann muni go postal þegar hann er kominn með haglarann í hendurnar. Ég skal taka alla með á rjúpu og gæs í haust ef þið eruð með leyfi og veiðikort.

þriðjudagur, febrúar 27

Djöfull er kalt!!!

Jæja, þá er Karabíu-Mósi kominn aftur. Mér er kalt. Mér er svo kalt að mig langar ekkert að vera kominn aftur. Á föstudaginn sat ég í sólbaði og drakk marglitan kokteil með regnhlíf og röri. Núna sit ég inn á skrifstofu og þykist vinna og er skítkalt. Sjitt hvað ég vorkenni sjálfum mér mikið.

Þetta var reyndar massaskemtileg ferð. Sigla um höfin blá, kljást við snarbilaða halanegra á prúttmörkuðum, sveifla sér meðal apa og annarra furðudýra í frumskóginum(taldi mig sjá Einsa þarna, en er samt ekki alveg viss) og chilla á ströndum og sötra öl. Á kvöldin svo alltaf þriggja rétta lúxusmáltiðir, humar, steikur, kavíar, the works og svo alltaf einhver hrikalega góður eftirréttur, enda er ég orðinn jafn feitur og Teitur eftir ferðina.

Heimferðin var svo aðeins verri, sérstaklega þegar ég komst að því að við vorum með 37 kíló í yfirvigt. Kíló í yfirvigt kostar ekki nema um þúsund kall, þannig að yfirvigtin kostaði mig meira en flugmiði fyrir mig og frúna til London fram og til baka. Mér tókst reyndar að grenja þetta niður í 10 kíló en það breytir því ekki að mér finnst reglur um yfirvigt asnalegar. Ætti ég þá ekki að borga helmingi meira fyrir flugmiða en Helga því að hún er 50 kíló en ég 90 kíló? Ætti Ýmir þá ekki bara að fá að ferðast í flugfragt?

Allavega, við komumst heim heilu og höldnu án teljandi vandræða og reikna passlega með því að þurfa að nærast eingöngu á núðlusúpu næstu 3 mánuði til að geta borgað upp yfirvigtina. Sjitt hvað mig langar að eiga heima þarna í landi humra, sólar, stranda og ódýrs áfengis.

föstudagur, febrúar 9

Höfin blá

Jæja, þá fer að koma að því að Lord og Lady Mósi fari á flakk um heimsins höf. Við leggjum í hann á morgun, stoppum við í einn pint hjá Ými í Lundúnum og komum til Miami á Sunnudag. Þið megið vita að ég mun drekka einn bjór á mann á hverjum stað og hugsa mikið til ykkar klakabúa þegar ég ligg og sóla mig á hinum og þessum paradísareyjum. Vona bara að ég tínist ekki í frumskógum Panama. Svona til að svekkja ykkur þá er dagskrá ferðarinnar eftirfarandi:

Dagur 1: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 2: Komið til Haiti, prúttað við halanegra, legið í hengirúmi á ströndinni og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 3: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 4: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar, fæ mér kannski 2-3 bjóra
Dagur 5: Komið til Aruba, farið á ströndina, drukknir nokkrir kokteilar og kaupi Kúbuvindla
Dagur 6: Komið til Curacao, farið á ströndina og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 7: Siglt um Panamaskurðinn, farið í frumskógarferð og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 8: Komið til Costa Rica. Ég veit ekkert hvað ég geri af mér í Costa Rica nema drekka nokkra kokteila
Dagur 9: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 10: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar. Kannski ég skelli mér líka í nudd í dag
Dagur 11: Sorgardagur þar sem skipið leggur aftur að höfn æi Miami og raunveruleikinn tekur við. Fæ mér nokkra kokteila til að lina sársaukann.

Hér er svo mynd af Lord og Lady Mósa á Curacao sem þið getið hlýjað ykkur við þegar þið eruð farin að sakna okkar um of.