miðvikudagur, ágúst 29

Vinnustríð

Ég er í ákveðnu stríði þessa dagana við PD deildina hér uppí sendiráði(PD stendur fyrir Public Diplomacy). Ein af skyldum PD er að setjast niður með sendiherranum á hverjum morgni og útskýra fyrir öllum hvað sé að gerast í fjölmiðlum. Sá sem átti að sjá um það í dag, nýliði og óreyndur, stökk inn til mín rétt fyrir fundinn og vildi fá smá tips hvað væri að gerast í fjármálaheiminum. Hér er brot úr samræðunum:

PD gimp: "Hadlabadur, can you help me out, what's happening in the ECON world? I don't understand anything"
Hadlabadur: "Ah, you know, just the usual; Flying Monkey stocks are rising, troubles in the Narnian economy are causing unrest for the Icelandic Króna, and Keyser Söse made a hostile takeover bid for Acme Inc."
PD gimp: "Oh jeez, thanks man, I owe you one!"

Ég á svo eftir að tala við hann eftir fundinn sem er í gangi núna.