Eru menn ekkert farnir að æsast? Það eru ekki nema 4 mánuðir í þetta, tími til kominn að tálga stangirnar og brýna önglana! Ég hef öruggar heimildir fyrir því að Ýmir sé í kastnámskeiði hjá Lord Dobbson, og að Jói sé þegar kominn með verk í öklann sem hann á eftir að snúa um leið og hann stígur út úr bílnum við veiðikofann.
Þátttökulisti er enn ekki kominn 100%, en eftirfarandi sveppir eru búnir að staðfesta:
Feiti bauni(búinn að borga)
Skói(búinn að borga)
Páfagautur
Trölli
Feitur
Gubbi Nerg
Smokkurinn
Svo er Hugni í kannski grúbbunni sem og Kolli kretín.
Þeir sem eru góðir í reikningi sjá að við erum þegar orðnir 8 öruggir inni, og svo tveir veiðiþjónar sem fá að halda á aflanum og svona. Af fenginn reynslu reikna ég með 1-2 í afföll sökum plebbsku, en ef allir komast þá erum við 10 sem er bara fínt. Ef ég er að gleyma einhverjum þá endilega skammið mig. Við skulum svo ekki bjóða varaskeifum nema pláss losni, og þá í samráði við keisarann.
P.s. þeir sem ekki eru búnir að borga mega endilega fara að drífa í því.
föstudagur, apríl 18
þriðjudagur, apríl 15
þriðjudagur, apríl 1
Heimsókn til Gunna
Skellti mér í heimsókn til Gunna til Sviss um helgina. Tókum road-tripp dauðans, fórum til 6 landa (Austurríki, Sviss, Ítalía, Frakkland, Liechtenstein, Mónakó)...geri aðrir betur. Hér eru myndir úr ferðinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)