Menn eða mýs
Nú er orðið svo óskyljanlega langt síðan að einhver hefur skrifað hér að ég ákvað að taka það að mér að skrifar nokkur orð. Það umræðu efni er ég vel nú er e.t.v. ekki mjög "politicly correct" eins og kaninn myndi orða það. Nú er það svo að eitt sinn heyrði ég mann, hver það var man ég ekki, segja kallpeningur dagsins í dag væri kynslóð er alinn væri upp af kvennmönnum. Fyrst þegar ég heyrði þetta þá pældi ég ekki mikið í því en nýlega fór ég að hugsa um það nánar. Þetta "nýlega" átti sér stað er ég sat í einu af kvikmyndahúsum borgarinnar og horfði á loka þáttinn í Hringadrottinssögu. Það var nefnilega þannig að sá er ritaði söguna hafði þjónað í stríði fyrri heimstyrjaldar og byggði sumt í sögunni á þeirri lífsreynslu sinni. Það þótti nefnilega sjálfsagt áður fyrr að ungir menn tækju upp vopn fyrir land sitt og gerðu sína skyldu. Ekki það ég sé að segja að stríð sé af hinu góða en hugið ykkur að í flestum löndu, vissulega ekki hér, hefur það tíðkast í meira en þúsund ár að drengir verði menn í her og með vopn undir hönd.
Það vill nú þannig að þeir er héldu á þessum vopnum gerðu stundum stórkostlega hluti, svo stórkostlega að sögur þeirra sé en sagðar í dag. Gott dæmi er Jóhanna af Örk en hundruðum ára eftir dauða hennar er hennar enn minnst. Því finnst mér sorglegt er ég heyri menn gera lítið úr þessum hetjum fortíðar. Ég hef heyrt menn segja að það að fórna lífi sínu í stríði sé asnaskapur og ekkert annað sama hvað. Persónulega sárnar mér þegar þetta er sagt, því engin af okkar kynslóð getur státað af þeim afrekum er ég las um í Georgsherbergi í hinu "the Imperial War museum" í London. Kannski er það bara af hinu góða því að ég efast um að okkar kynslóð, eða þær er á eftir fylgja, muni nokkurn tíma hafa þann vilja og kjark er menn gerðu á árum áður.
Mörgum finnst e.t.v. gott að við séum ekki sömu heljarmenni og forfeður okkar, að rafmagnsleysi og snjóstormar sé alvarlegt mál á okkar tímum, ég get því miður ekki verið sammála. Því að það sem er rétt og gott í dag á ekki við eftir hundrað ár og síður eftir þúsund. Er staðreyndin sú að við stöndum frammi fyrir hnygnun hins vestræna heims og að aðrir miðaldir séu handan sjóndeildarhringsins. Hvers vegna ætti ekki að fara fyrir okkur eins og Rómverjum. Erum við eitthvað betri? Vitum við eitthvað meira?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli