Sælir ormar
Anti-dvergastefna ríkisstjórnarinnar virðist vera farin að bera árangur þar sem dvergar landsins eru farnir að flýja land. Yfirdvergur dvergasamtakana, Einar Leif Nielsen, er loksins að hröklast af landi brott og markar það tímamót í dyggri baráttu okkar gegn dvergum og þeirra hyski.
Í ljósi þessa gleðilega atburðar legg ég til að FUGO menn fjölmenni og fagni yfir þó nokkrum ölkollum. Heyrst hefur að Dvergi Dvergsson(a.k.a. Einsi) ætli að hanga á einhverju kaffihúsi bæjarins og ég mæli með að FUGO menn fjölmenni og drekki honum til samlætis og reki hann þannig endanlega af klakanum.
fimmtudagur, ágúst 26
föstudagur, ágúst 13
Föstudagurinn 13
Ég er ekki maður sem hefur tekið mikið mark á hjátrú gegnum árin. Svartir kettir eru að vísu dálítið "creepy" en 13, brotnir speglar u.s.w. er ekki eitthvað sem ég kippi mér vanalega upp við en í dag er ég ekki alveg á sömu skoðun. Eftir að hafa sofið yfir mig um ca. 2 klst (sem þíðir að ég þarf að eyða 2 klst lengur í vinnunni innandyra) þá hélt ég að dagurinn yrði bara eins og hver annar. Í raun hefur ekki mikið komið fyrir mig, ennþá, en þegar ég fór að líta á fréttirnar kom eitthvað annað í ljós. Um 1,9 milljónir manna þurfa að yfirgefa heimili sín úti í heimi. Að vísu hlíddu ekki allir, 1,1-1,5 milljónir fóru af stað, því að sumir ákváðu bara taka sénsin. Ein tilvitnun var eitthvað á þessa leið "the lord will make it go away". Ástæða fyrir öllu þessu er eitt stykki stormur, fellibylur réttara sagt. Vindhraði upp á 48 m/s og flóð sem á að ná um 4,9m að dýpt sem sagt alveg dásamlegt. Hvar eiga svo ósköpin að dynja yfir, tilvitnun hér ætti að gefa vísbendingu, nú í Florida. Já, vitir menn gullna fylkið fer til helvítis í dag og afhverju er ég að skrifa um það? Íbúðin hjá mömmu og pabba stefnir í að vera eitt húsanna sem fer undir þessa 4,9m, æði. Ég hef að vísu engan rétt til að kvarta því að þarna úti er fólk í hættu og það má alltaf laga skemmdir en ekki fólk. Það er samt spurningin með föstudaginn 13, kannski er það bara föstudagurinn 13. águst. Sjáum til.
fimmtudagur, ágúst 12
Afhverju í andskotanum var mar í skóla.....
Ég get svo svarið það, mar þrælar sér út hálfa ævina í einhverjum kúkslegum skólum út og inn til þess eins að fá sæmilega vinnu þegar mar er gamall. Svo er mar kominn inná kontórinn og það eina sem mar hugsar er :"Djöfullinn, afhverju er maður ekki úti að vinna í þessu veðri" og þegar ég sé útivinandi verkamenn þá fyllist ég öfund. (Ok, kanski er það ekki jafn sweet í febrúar, en ég er skammsýnn gullfiskur sem hvorki man lengra en áðan né sé lengra en rétt bráðum)
P.s. Finnst ykkur ekkert fyndið að Bjarni pissaði á sig því og reyndi að afsaka það með einhverjum brandara.
P.s. Finnst ykkur ekkert fyndið að Bjarni pissaði á sig því og reyndi að afsaka það með einhverjum brandara.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)