föstudagur, ágúst 13

Föstudagurinn 13

Ég er ekki maður sem hefur tekið mikið mark á hjátrú gegnum árin. Svartir kettir eru að vísu dálítið "creepy" en 13, brotnir speglar u.s.w. er ekki eitthvað sem ég kippi mér vanalega upp við en í dag er ég ekki alveg á sömu skoðun. Eftir að hafa sofið yfir mig um ca. 2 klst (sem þíðir að ég þarf að eyða 2 klst lengur í vinnunni innandyra) þá hélt ég að dagurinn yrði bara eins og hver annar. Í raun hefur ekki mikið komið fyrir mig, ennþá, en þegar ég fór að líta á fréttirnar kom eitthvað annað í ljós. Um 1,9 milljónir manna þurfa að yfirgefa heimili sín úti í heimi. Að vísu hlíddu ekki allir, 1,1-1,5 milljónir fóru af stað, því að sumir ákváðu bara taka sénsin. Ein tilvitnun var eitthvað á þessa leið "the lord will make it go away". Ástæða fyrir öllu þessu er eitt stykki stormur, fellibylur réttara sagt. Vindhraði upp á 48 m/s og flóð sem á að ná um 4,9m að dýpt sem sagt alveg dásamlegt. Hvar eiga svo ósköpin að dynja yfir, tilvitnun hér ætti að gefa vísbendingu, nú í Florida. Já, vitir menn gullna fylkið fer til helvítis í dag og afhverju er ég að skrifa um það? Íbúðin hjá mömmu og pabba stefnir í að vera eitt húsanna sem fer undir þessa 4,9m, æði. Ég hef að vísu engan rétt til að kvarta því að þarna úti er fólk í hættu og það má alltaf laga skemmdir en ekki fólk. Það er samt spurningin með föstudaginn 13, kannski er það bara föstudagurinn 13. águst. Sjáum til.

Engin ummæli: