föstudagur, mars 25

Farið hefur fé betra!

Ég vil byrja á að óska Mósanum innilega til hamingju með þetta!

Hjarta mitt blæðir að heyra félaga Krumma tala á svo niðrandi hátt um vorn heimabæ... þvílík skömm að þetta viðrini hafa búið undir fölsku flaggi í vöggu lýðveldisins á Íslandi!(þ.e vesturbænum.) Þetta er nú reyndar búin að vera alveg hreint gríðarlega löng og erfið fæðing hjá drengnum sem hófst með flóttamennsku út á landsbygðina fyrri hjartnærum 10 árum til Siglufjarðar ef ég man rétt... sem leiddi svo til þess að okkar maður gerðist dreyfbýlingur og lagðist í sjálfskipaða útlegð áratugum saman... þannig að það er elðilegt að okkar maður vilji búa upp í sveit...anyways.... ég óska drengnum aftur til hamingju með þennan áfanga!

Hvað varðar grillveislur í görðum þá held ég að það geti reyns erfitt fyrir okkur "úrhrökin og félópakkið" sem enn hírist í vesturbænum að safna okkur pening fyrir rútumiða í sveitasælu úthverfanna.

P.s Gleðilega páska félagar!

kv GAutur

Engin ummæli: