föstudagur, júní 24

Helgarþankar! ?!

Er búinn að vera að spekúlera.... var að lesa grein eftir einhvern æsingsmann þar sem verið var að æsa sig yfir veru hersins á Íslandi (jebb sú gamla lumma) einnig var viðkomandi að æsa sig yfir bágu ástandi í heilbrigðismálum( jú rétt til getið viðkomandi er ungliði í vinstri grænum sem NB aldrei hefur lagst inn á spíltala og er fæddur eftir að Kaldastríðinu lauk þannig að hann er gjörsamlega úr takt við það sem hann er að deila á) Anyways ég ætlaði ekki að ræða um vinstri græna heldur niðurstöðuna sem ég komst að.... jú lausn á vandanum. Ég held að eina rökrétta lausnin á þessu sé að stofna íslenskan her. Jú það er alveg hreint upplagt nú þegar verið er að stytta framhaldskólan, þá kemur þarna eitt ár sem upplagt er að nýta í herskyldu. Það hefur marg sannað sig að það gerir kraftaverk fyrir aga og menntunarmöguleika ungmenna að stunda hermennsku. Hins vegar er líka margsannað að það er forsenda þess að hermennska sé uppbyggileg að ekki sé farið í stríð. Og hvar eru betri skilyrði til að vera með her sem aldrei fer í stríð en hér á landi, ég meina hvern eigum við að ráðast á í mesta lagi Færeyjar og það væri pís of keik því Danir vilja alveg hreint endilega losna við þá, að ráðast á einhverja aðra væri feigðarflan þar sem herinn yrði eðlilega ekki nema um 1% þjóðarinnar sem er akkurat sú preósenta sem hervæddar þjóðir reyna að stefna að hafa undir vopnum hverju sinni. Hermennskan mundi koma heilsufari ungmennanna í góðan farveg en ekki er vanþörf á þar sem staðan er ekki beisin í dag, felstir krakkar eru vaðandi í spiki og ólifnaði. Þessi heilsubót mundi síðan til lengri tíma litið spara gríðarlega fjármuni í heilbrigðiskerfinu. Það er líka ljóst að herm sem þessi mundi kosta gríðarlega fjármuni, ég er nú ekki sleipur í matimatíkinni en er ekki gríðarlegt-gríðarlegt= 0 . Þannig að þarna er þessi vandi leystur. Auk þess sem ekki væri lengur hægt að nöta þessi krappí rök um að erlendur her sé á Íslandi og það geti aldrei verið frjálst og fullvalda fyrr en hann fer. Neibb nú værum við með okkar prívat her sem hugsanlega gæti átt eina þotu okkur til varnar. Nú bíð ég spenntur eftir kommentinu um allan kostnaðinn við Keflavíkurflugvöll sem Kaninn er að borga... er svo sem alveg sammála því að það er voða fínt að láta aðra borga.... en er þetta ekki pínulítið svona hótelmömmu stemmingin... láta mikið og tala hátt én hafa svo ekki göttsið í að borga sjálfur..... ég held að það sé löngu orðið tímabært að Íslandi flytji út frá mömmu og fari að borga fyrir sig sjálft.

Þetta voru helgarþankar.... ég þakka þeim sem hlíddu..... góðar stundir


Gautur

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ísland er frjáls herlaust land... Við viljum ENGANN her.... Ótrúlegt að fólk sé enn að reyna að réttlæta slíkan barbarisma sem hermennsku. Er ekki kominn tími til að menn lifi í sátt

Nafnlaus sagði...

Tjah....ég held að comrad Gautur gleymi einni stærð í þessa jöfnu. Ef þú stofnar her þá ertu að láta slatta af vitleysingum fá þjálfun og tól til að drepa. Í ljósi þess að oft er það einungis vankunnátta íslenskra rudda sem heldur okkur hinum lifandi og í sæmilegu ástandi þá held ég að það sé ekkert sniðugt að kenna þeim það neitt betur. Sorry kallinn, góð pæling en....

Nafnlaus sagði...

Að sjálfsögðu myndu menn þurfa að undirgangast massífa sálfræðirannsókn þannig að ruddar og brjálæðingar fengju ekki inngöngu í herinn bara gáfumenni sem eru tilbúin að láta breyta sér í drápsvélar. ERGO það væru engir Krummar undir vopnum og almenningur gæti sofið vært.

kv

Gautur