mánudagur, júní 20
Pókermon
Mósagrís skorar á pókerdeild FUGO í all-næter pókemon keppni í skúrnum á Öldugrandanum. Kolli, a.k.a. Pikachu, ætlar að koma og alvöru pókemonar vita að það er ávísun á meiri pening handa okkur hinum. Þetta verður í leiðinni kveðjuhóf bílskúrsins míns þar sem ég er að fara að láta einhvern gamlan kall fá hann bráðum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Gamli kallinn er sko Krumpi sjálfur, þetta er bara myndlíking því hann má ekki lengur nota skúrinn í neitt skemmtilegt.
Er það nú ráðlegt.. verðið þið ekki bara allir orðnir sótölvaður um sjöleytið og farnir að skjögra ælandi otg mígandi um planið hjá Krumma...gaulandi ættjararlög....það er kannski allt í lagi að kveðja með stæl.... Ég prísa mig sælan aðp vera EINI meðlimur fúgó sem er ekki í pókerdeildinni.. áhugasamir geta mætt á fund hjá steinasafnara-deild fúgó í grjótaþorpinu.....þar verður sko sneiddur helvítis hellingur af plakióglas!!!!
Kolli er svo mikill sósublettur og lumma að hann þorir ekki að póka við okkur og því verður hann hér eftir þekktur sem Pikachu og/eða Tinky-winky.
Þessi þvættingur í þeim Grandabræðrum á nú eftir að ná út fyrir gröf og dauða..... mér finnst að þeir ættu að láta svona dulkóðunargræju fylgja með þessum kommentum sínum þannig að venjulegt fólk( þ.e þeir sem ekki eru andlegir eftirbátar) geti haft gaman af því sem hér fer fram.
með vegsemd og virðingu
Stjórnin (ekki þó Sigga Beinteins og Grétar ÖRvars... nei hin stjórnin)
Skrifa ummæli