mánudagur, janúar 29

Þessi er fyrir þig Krummi

Hvað er skemmtilegra en að skoða hressandi myndir af mönnum að smíða, vegna þeirra frábæru viðbragða sem ég fékk við verki mínu "menn að helluleggja" hef ég ákveðið að deila með ykkur öðru listaverki úr safni mínu. Það heitir "menn að smíða" og er einstak í þessari röð. Þeir sem hafa áhuga´á að skoða frekar verk mín get aglatt sig mig því að á næstunni verð ég með einkasýningu í gallerí Dverg, þetta verða mest megnis innsetningar og svo eitt vídeólistaverk. Ég er að reyna að fanga tíðarandann og stemminguna sem liggur í iðnaðarmennskunni.Þetta er eitthvað sem engin vill missa af.

Kv. Gautr

fimmtudagur, janúar 25

Pistill frústreraðs skrifstofumanns úr miðbænum


Hvað er fokking málið með gaurinn sem stendur hérna fyrir utan skrifstofuna mína og öskrar LJÓÐ LJÓÐ..... "hver heldur að vilji kaupa ljóð á þessum síðustu og verstu tímum. Það hafa reyndar verið upp hugmyndir hér í vinnunni að fara og kaupa bara lagerinn af gaurnum svo að vinnufriður fáist og þetta sífellda garg hætti. Við frekari eftir grenslan koms ég að skemmtilegum upplýsingum um þennan ágæta ljóðakall... þarna er á ferðinni hinn alræmdi Bader meinhof morðingi sem gerði garinn frægann á sjöunda áratug aldarinnar. Með þessar upplýsingar í farteskinu hef misst nokkuð álit á ljóðakallinum, þar sem ég er ekkert sérstaklega gefinn fyrir morðingja og hrekk í kút í hvert skipti sem hið taktfasta garg LJÓÐ Ljóð berst mér til eyrna. Án þess að ég ætli að vera með sleggjudóma um fólk!!

Sem betur fer situr trúbadorinn Jójó handan götunnar og syngur hástöfum gamla Bruce Springsteen slagara í yfirnátturulega lélega hljóðkerfið sitt.... Athygliverðast er þó að svo virðist sem enginn sé að standa rónavaktina hér í bænum þennan mánuðinn.. eru allir komnir í meðferð eða á Hraunið.... helvítis ræfildómur er þetta í rónunum að fara ekki´bara í lopapeysu og halda áfram með partíið....

Það er alltaf stuð í miðbænum... efast um að mannlífið sé eins skrautlegt í Borgartúninu....

leiter
Gautur

miðvikudagur, janúar 24

Pókemon

Um leið og ég vil þakka Páfagauti fyrir afskaplega fallega mynd af mönnum að helluleggja, þá vil ég einnig blása til pókerkvölds!

Já, það er algerlega kominn tími á að póka aftur og hef ég því ákveðið að það skuli pókað á föstudaginn. Við getum pókað í Mósahöllinni(stelpurnar verða ekki heima) og þá get ég rakað af ykkur fé á heimavelli. Svo getum við hringt í Ými og spælt hann þar sem hann liggur sveittur í Lundúnarborg yfir einhverri excel jöfnu.

þriðjudagur, janúar 23

mánudagur, janúar 22

Aðalsmaður

Nú er það opinbert og skráð, ég er svo sannarlega aðalsborinn. Ég var að panta mér flug á netinu með British Airways og þar getur maður valið sér titil, t.d. Mr., Ms., Mrs. o.s.frv. Ég valdi að sjálfsögðu viðeigandi titil og þann 11. febrúar mun Lord Haraldur Hrafn og Lady Helga Rún ferðast til Miami. Ætli þeir verði reddí með rauða dregilinn, kavíarinn og kampavínið?

föstudagur, janúar 19

Hryðjuverkavarnir

Kaninn er nokkuð séður í vörnum sínum gegn fúlmennum alls konar og ljóst að vondu kallarnir eiga nú erfitt með að fara til BNA til að valda usla. Mar þarf nebbla að sækja um Visa til að komast þangað og screening ferlið er nokkuð stíft. T.d. er ég viss um að margir krimmar, hryðjar og fyrrverandi fangaverðir í Auswitch hafi komið upp um sig á þessari lúmsku spurningu á Visa umsókninni:

Do you seek to enter the United States to engage in export control violations, subversive or terrorist activities, or any other unlawful purpose? Are you a member or representative of a terrorist organization as currently designated by the U.S. Secretary of State? Have you ever participated in persecutions directed by the Nazi government of Germany; or have you ever participated in genocide?

þriðjudagur, janúar 9

2007!!!!!

Kærar þakkir fyrir síðast þið sem voru hjá ými og betu á laugardaginn.... þrælgaman alveg...Datt í hug að það væri upplagt að við byrjuðum að blogga hér aftur.....

hér í vinnunni hafa verið eldheitar umræður um Greys anatomy.. og hvort að lýtalæknririnn sé úlfur í sauðagæru og um einhvejra Meridith..... ég veit ekki hvað finnst ykkur strákar... ( konurnar hafa tekið völdin endanlega.)

fór í gær og fékk það staðfest að ég þarf að fara að ganga með gleraugu.... ég sé svo sem ekkert rosalega illa per se... vandinn felst í því að ég er sem sé fjærsýnn á öðru auganu og nærsýnn á hinu #!##! sem er víst ekkert rosalega algengt ....týpískt.. þannig að ég þarf að sætta mig við það að fara að brúka gleraugu.. það verður erfitt...

Anyways.... Hvet utanlands fara (ými) til að reporta annars lagið hérna.