fimmtudagur, janúar 25

Pistill frústreraðs skrifstofumanns úr miðbænum


Hvað er fokking málið með gaurinn sem stendur hérna fyrir utan skrifstofuna mína og öskrar LJÓÐ LJÓÐ..... "hver heldur að vilji kaupa ljóð á þessum síðustu og verstu tímum. Það hafa reyndar verið upp hugmyndir hér í vinnunni að fara og kaupa bara lagerinn af gaurnum svo að vinnufriður fáist og þetta sífellda garg hætti. Við frekari eftir grenslan koms ég að skemmtilegum upplýsingum um þennan ágæta ljóðakall... þarna er á ferðinni hinn alræmdi Bader meinhof morðingi sem gerði garinn frægann á sjöunda áratug aldarinnar. Með þessar upplýsingar í farteskinu hef misst nokkuð álit á ljóðakallinum, þar sem ég er ekkert sérstaklega gefinn fyrir morðingja og hrekk í kút í hvert skipti sem hið taktfasta garg LJÓÐ Ljóð berst mér til eyrna. Án þess að ég ætli að vera með sleggjudóma um fólk!!

Sem betur fer situr trúbadorinn Jójó handan götunnar og syngur hástöfum gamla Bruce Springsteen slagara í yfirnátturulega lélega hljóðkerfið sitt.... Athygliverðast er þó að svo virðist sem enginn sé að standa rónavaktina hér í bænum þennan mánuðinn.. eru allir komnir í meðferð eða á Hraunið.... helvítis ræfildómur er þetta í rónunum að fara ekki´bara í lopapeysu og halda áfram með partíið....

Það er alltaf stuð í miðbænum... efast um að mannlífið sé eins skrautlegt í Borgartúninu....

leiter
Gautur

Engin ummæli: