þriðjudagur, febrúar 27

Djöfull er kalt!!!

Jæja, þá er Karabíu-Mósi kominn aftur. Mér er kalt. Mér er svo kalt að mig langar ekkert að vera kominn aftur. Á föstudaginn sat ég í sólbaði og drakk marglitan kokteil með regnhlíf og röri. Núna sit ég inn á skrifstofu og þykist vinna og er skítkalt. Sjitt hvað ég vorkenni sjálfum mér mikið.

Þetta var reyndar massaskemtileg ferð. Sigla um höfin blá, kljást við snarbilaða halanegra á prúttmörkuðum, sveifla sér meðal apa og annarra furðudýra í frumskóginum(taldi mig sjá Einsa þarna, en er samt ekki alveg viss) og chilla á ströndum og sötra öl. Á kvöldin svo alltaf þriggja rétta lúxusmáltiðir, humar, steikur, kavíar, the works og svo alltaf einhver hrikalega góður eftirréttur, enda er ég orðinn jafn feitur og Teitur eftir ferðina.

Heimferðin var svo aðeins verri, sérstaklega þegar ég komst að því að við vorum með 37 kíló í yfirvigt. Kíló í yfirvigt kostar ekki nema um þúsund kall, þannig að yfirvigtin kostaði mig meira en flugmiði fyrir mig og frúna til London fram og til baka. Mér tókst reyndar að grenja þetta niður í 10 kíló en það breytir því ekki að mér finnst reglur um yfirvigt asnalegar. Ætti ég þá ekki að borga helmingi meira fyrir flugmiða en Helga því að hún er 50 kíló en ég 90 kíló? Ætti Ýmir þá ekki bara að fá að ferðast í flugfragt?

Allavega, við komumst heim heilu og höldnu án teljandi vandræða og reikna passlega með því að þurfa að nærast eingöngu á núðlusúpu næstu 3 mánuði til að geta borgað upp yfirvigtina. Sjitt hvað mig langar að eiga heima þarna í landi humra, sólar, stranda og ódýrs áfengis.

1 ummæli:

Gautur sagði...

Talandi um veiði hvernig var það átti ekki að fjölmenna í byssuleyfi í vor?......og plaffa svo eitthvað í haust......
en sammála síðasta ræðumanni..hvað er að frétta af viðimálum sumarsins... má maður fara að kaupa sér vöðlur með góðri samvisku?