föstudagur, febrúar 9

Höfin blá

Jæja, þá fer að koma að því að Lord og Lady Mósi fari á flakk um heimsins höf. Við leggjum í hann á morgun, stoppum við í einn pint hjá Ými í Lundúnum og komum til Miami á Sunnudag. Þið megið vita að ég mun drekka einn bjór á mann á hverjum stað og hugsa mikið til ykkar klakabúa þegar ég ligg og sóla mig á hinum og þessum paradísareyjum. Vona bara að ég tínist ekki í frumskógum Panama. Svona til að svekkja ykkur þá er dagskrá ferðarinnar eftirfarandi:

Dagur 1: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 2: Komið til Haiti, prúttað við halanegra, legið í hengirúmi á ströndinni og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 3: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 4: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar, fæ mér kannski 2-3 bjóra
Dagur 5: Komið til Aruba, farið á ströndina, drukknir nokkrir kokteilar og kaupi Kúbuvindla
Dagur 6: Komið til Curacao, farið á ströndina og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 7: Siglt um Panamaskurðinn, farið í frumskógarferð og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 8: Komið til Costa Rica. Ég veit ekkert hvað ég geri af mér í Costa Rica nema drekka nokkra kokteila
Dagur 9: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar
Dagur 10: Siglt um höfin blá og drukknir nokkrir kokteilar. Kannski ég skelli mér líka í nudd í dag
Dagur 11: Sorgardagur þar sem skipið leggur aftur að höfn æi Miami og raunveruleikinn tekur við. Fæ mér nokkra kokteila til að lina sársaukann.

Hér er svo mynd af Lord og Lady Mósa á Curacao sem þið getið hlýjað ykkur við þegar þið eruð farin að sakna okkar um of.

1 ummæli:

katur bjorn sagði...

húðkrabbamein af sól, sjóræningjar í karabískahafinu, stigamenn við strönd, hættulegt að fljúga, hættulegt að sigla, áfengiseitrun af áfengi auk ónýtt lifra. þess fyrir utan þá getur mósi ekki drukkið nema einn kokteil á 10 dögum. vitleysingar!