miðvikudagur, febrúar 28

Veiðipósturinn

Sökum fjölda áskorana hefur veiðimósi farið á stúfana og kannað stöðuna hvað varðar veiði í sumar. Því miður er áin sem ég ætlaði að fá fyrir okkur fullbókuð, en það er nóg af öðrum ám sem við getum farið í. Það eru nokkrir hlutir sem við þurfum að komast að áður en ég get pantað leyfi handa okkur. Fyrst þarf ég að vita hverjir ætla að fara og hvað við verðum margir. Ég er búinn að finna eina frekar spennandi stórsilunga á sem er með massaflottum veiðikofa, heitum potti og alles, en við þyrftum að vera 12 saman því þar eru 6 stangir. Svo er ég með aðra á í sigtinu, en gallinn við hana er að þar er bara fluguveiði og allt er catch and release, en þar ætti hins vegar að vera frekar mikil veiði, og svo eina aðra sem ég veit ekki hvort sé uppseld eða ekki.

Allavega, þeir sem ætla að vera með þurfa að melda sig við mig eða hér á FUGO til að ég geti séð betur hverju ég á að vera að leita að og svo þurfa menn líka að kommenta hvað þeir vilja, hvort að silungaveiði sé fyrir neðan þeirra virðingu o.s.frv.

Hvað varðar byssuleyfin þá hvet ég ykkur eindregið að fara á námskeið. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá hvað Gautur er spenntur fyrir byssunum, eina sem ég óttast er að hann muni go postal þegar hann er kominn með haglarann í hendurnar. Ég skal taka alla með á rjúpu og gæs í haust ef þið eruð með leyfi og veiðikort.

8 ummæli:

Gautur sagði...

Ætlar enginn að bakka mig upp í þessu byssuleyfi.... KOMMON..... Varðandi silungsveiði og virðingu... þá er ég sáttur ef ég fæ að veiða EITTHVAÐ... til að komast á bragðið....

Mósagrís sagði...

Þar er ég alveg sammála meistara Gauti, silungsveiði er nebbla massaskemmtileg og ekkert minna noble en laxveiði. Bara aðeins minni fiskar og miklu ódýrari.

Nafnlaus sagði...

Sælir skúnkar.
Eitt sem þið getið líka gert er að leigja stærra húsið á Arnarvatnsheiði. Tekur 8 manns í koju og svo er hægt að drepast á gólfinu líka. Þetta er vatnaveiði en það er hellingsveiði og eiginlega bókað að allir veiði (nema kanski Gautur). Getið haft þetta í huga og er ódýrari kostur en að taka einhverja á sem veiðist ekki rassgat í.

Nafnlaus sagði...

Ég er geim í silungaveiði og byssuleyfi, hvenær eru námskeið í svona byssudóti ?

og atli er geim í veiði

Gunni

Orri sagði...

Flott.

Ég er endilega maður í að veiða. Þetta er svolítið háð tímasetningu, enn sem komið er er ég þó frekar laus...

Laggó!

katur bjorn sagði...

Hrósa Mósanum fyrir framtaksemina. Ég er auðvitað til í hvaða veiði sem er, gott sem hvenær sem er í sumar.

Til í byssyleyfisbras ef tímasetning hentar núna í vor.

Gautur sagði...

Helvítii lýst mér vel á þetta!

ERum við þá að tala um silungasprell?

Ég veit ekkert hvenær og hvernig þetta byssuleyfisbras fer fram... við finnum út úr því..

Gautur sagði...

Reyndar rétt.... hentar okkur örugglega betur en að liggja í gervirúlluböggum...í leit að gæsahauk dagsins.