Dúd hvað ég var að læra bestu leið til að grilla kjúkling ever, og líka massaeinfalt. Fyrir ykkur grilláhugamenn þá er uppskriftin eftirfarandi:
1. Opna bjórdós og drekka ca. hálfa dósina
2. Troða hálffullri bjórdósinni upp í rassinn á kjúklingnum(mæli með að það sé búið að drepa hann fyrst, gæti verið smá ströggl annars)
3. Láta dósina með kjullanum á standa á grillinu og grilla í 45 mín.
4. Borða kjulla
Bara snilld. Það er reyndar gott að krydda kjullan til og setja smá hvítlauk ofan í bjórinn áður en kjullinn er analaður, en menn fikta sig bara áfram. Svo er þetta líka alveg stórkostlega fyndið útlitslega séð, kjulli standandi á grillinu með bjór milli lappana, og dóttir mín sagði að ég væri að grilla kjúklingaskrímsli.
Kv.
Matarmósi
mánudagur, júní 25
þriðjudagur, júní 5
Af gæsun smokksins ofl.
Djöfull er ég hættur að drekka núna. Ég skil ekki hvernig það er hægt að vera þunnur í marga daga eftir eitt lítið fyllerí. Án gríns, ég datt smá í það á laugardaginn og ég er enn að mygla. Ekki sanngjarnt. En við skulum samt fara yfir lærdóm helgarinnar.
Lexía 1: Þegar steggja skal smokka skal gert ráð fyrir því að um stelpu sé að ræða og allt áfengismagn miðað við það. Ég var viðriðin planeringuna og passaði mig á að miða alla drykkju steggsins við um helming af því magni sem ég var látinn drekka. Allt kom fyrir ekki og Unnar var dauður kl. 19:00. Eins gott að við pöntuðum ekki sumarbústaðinn eins og ætlar var.
Lexía 2: Ef að steggir eru sendir í lappavax(fram skal tekið að það var ekki mín hugmynd, og mitt vetó á slíkan asnaskap var hunsað) þá skal þess gætt að a) steggurinn sé ekki of fáránlega fullur til að skilja hvað er að gerast, og b) þegar einhver segir "og svo taka allt saman"(eigandi við að taka hárin aftan á kálfunum líka) að steggurinn misskilji ekki og fari úr naríunum, glenni í sundur lappirnar og þar með sendi greyið 18 ára vaxstelpuna grátandi út. Reyndar var b) ein fyndnasta sena sem ég hef upplifað, þannig að kannski þarf ekki að passa sig of mikið á því.
Vonandi lærum við eitthvað af þessu.
Hins vegar fer að nálgast veiði. Hvern vantar að kaupa sér veiðidót og svona? Þarf ég aftur að lána einhverjum eitthvað? Láta vita tímanlega því að það styttist óðum í herleghetin, ójá!
Lexía 1: Þegar steggja skal smokka skal gert ráð fyrir því að um stelpu sé að ræða og allt áfengismagn miðað við það. Ég var viðriðin planeringuna og passaði mig á að miða alla drykkju steggsins við um helming af því magni sem ég var látinn drekka. Allt kom fyrir ekki og Unnar var dauður kl. 19:00. Eins gott að við pöntuðum ekki sumarbústaðinn eins og ætlar var.
Lexía 2: Ef að steggir eru sendir í lappavax(fram skal tekið að það var ekki mín hugmynd, og mitt vetó á slíkan asnaskap var hunsað) þá skal þess gætt að a) steggurinn sé ekki of fáránlega fullur til að skilja hvað er að gerast, og b) þegar einhver segir "og svo taka allt saman"(eigandi við að taka hárin aftan á kálfunum líka) að steggurinn misskilji ekki og fari úr naríunum, glenni í sundur lappirnar og þar með sendi greyið 18 ára vaxstelpuna grátandi út. Reyndar var b) ein fyndnasta sena sem ég hef upplifað, þannig að kannski þarf ekki að passa sig of mikið á því.
Vonandi lærum við eitthvað af þessu.
Hins vegar fer að nálgast veiði. Hvern vantar að kaupa sér veiðidót og svona? Þarf ég aftur að lána einhverjum eitthvað? Láta vita tímanlega því að það styttist óðum í herleghetin, ójá!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)