mánudagur, júní 25

Kjúklingaskrímsli

Dúd hvað ég var að læra bestu leið til að grilla kjúkling ever, og líka massaeinfalt. Fyrir ykkur grilláhugamenn þá er uppskriftin eftirfarandi:

1. Opna bjórdós og drekka ca. hálfa dósina
2. Troða hálffullri bjórdósinni upp í rassinn á kjúklingnum(mæli með að það sé búið að drepa hann fyrst, gæti verið smá ströggl annars)
3. Láta dósina með kjullanum á standa á grillinu og grilla í 45 mín.
4. Borða kjulla

Bara snilld. Það er reyndar gott að krydda kjullan til og setja smá hvítlauk ofan í bjórinn áður en kjullinn er analaður, en menn fikta sig bara áfram. Svo er þetta líka alveg stórkostlega fyndið útlitslega séð, kjulli standandi á grillinu með bjór milli lappana, og dóttir mín sagði að ég væri að grilla kjúklingaskrímsli.

Kv.
Matarmósi

Engin ummæli: