miðvikudagur, febrúar 27

Hingað og ekki lengra!

Nú er nóg komið, umburðalyndi mitt hefur sín takmörk, og nú er búið að hrauna gjörsamlega yfir þau takmörk.

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/02/27/sott_ad_grislingum_i_barnasogum/

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það sé kannski óþarfi að móðga siði og trúarbrögð annarra með svínslegum hætti, en ég er meira á móti því að láta móðgunargirni og hörundsæri ákveðinna trúar- og samfélgashópa hefta okkar menningu. Ég mun aldrei, og ég meina ALDREI, lesa söguna um úlfinn og kettlingana þrjá fyrir mín börn, og ég mun aldrei kaupa bangsímon bók með kisa litla í stað grísla. Gefum okkur að upp dúkki trúarbrögð þar sem úlfar eru skítug dýr, eða heilög dýr eða eitthvað annað í þeim dúr. Verður sagan þá svona: "The big bad blank wanted to eat the three little blanks"?

Kv.
Krummi fúli

fimmtudagur, febrúar 7

Íslendingur að taka Hollywood með trompi

Uppi varð fótur á fit meðal FUGO manna þegar í ljós kom í morgunn að Gunnar hefði ekki skilað sér heim. Ekki skánaði útlitið þegar heimildarmaður Fréttastofu FUGO innan lögreglunnar staðfesti að "ungur ljóshærður drengur" gistir nú fangageymslur okkar.
Þegar haft var samband við fjölmiðlafulltrúa Gunnars kom reyndar sannleikurinn í ljós. Þannig er mál með vexti að Gunnari hefur verið boðið hlutverk í hinni margrómuðu krimmaseríu "Prison Break" (eða "fangar í fangbrögðum"). Þar mun hann leika Spastískan hálbróður Michael´s sem kemur til bjargar á síðustu stundu. Dvölin í fangelsinu heima er einungis liður í undirbúningi Gunnars fyrir hlutverkið.
FUGO óskar Gunnari til hamingju....





(við gerð þessar fréttar var ekki haft samband við gunnar, einungis unnið út frá dylgjum og slúðri sem fréttastofan komst yfir með ólöglegum hætti)

miðvikudagur, febrúar 6

Veiðipóstur I 2008

Sælir drengir,

Hef tekið krummann á þetta og er búinn að missa mig hérna í veiði plönum fyrir vor og sumar. Er búinn að vera að skoða hin ýmsu málgögn veiðimann og hef komist að því að það var hreint út sagt ömurleg frammistaða okkar á Arnarvatnsheiðinni síðastliðið sumar. Þarna fer tröllasögum um mokveiði og heilu torfurnar af fiski. Hugsanlegt er að stormur og grugg hafi valdið vandkvæðum en nokkuð ljóst að maður verður að vera með kombakk þarna á heiðinni. Þrátt fyrir ömurlega frammistöðu okkar á síasta ári var hún samt stórkostleg miðað við ferðina árið áður þar sem Ýmir landaði einu síli og hefur lifað á því meira og minna síðan. Held að nú sé árið okkar komið, allt er þegar þrennt er. FUGO tekur þetta í sumar!

Hafi menn skoðanir á þesu máli um að gera að láta heyra í sér annars mun veiðideildin ganga í málið (þ.e krummi)

kv.
Gautur