Sælir drengir,
Hef tekið krummann á þetta og er búinn að missa mig hérna í veiði plönum fyrir vor og sumar. Er búinn að vera að skoða hin ýmsu málgögn veiðimann og hef komist að því að það var hreint út sagt ömurleg frammistaða okkar á Arnarvatnsheiðinni síðastliðið sumar. Þarna fer tröllasögum um mokveiði og heilu torfurnar af fiski. Hugsanlegt er að stormur og grugg hafi valdið vandkvæðum en nokkuð ljóst að maður verður að vera með kombakk þarna á heiðinni. Þrátt fyrir ömurlega frammistöðu okkar á síasta ári var hún samt stórkostleg miðað við ferðina árið áður þar sem Ýmir landaði einu síli og hefur lifað á því meira og minna síðan. Held að nú sé árið okkar komið, allt er þegar þrennt er. FUGO tekur þetta í sumar!
Hafi menn skoðanir á þesu máli um að gera að láta heyra í sér annars mun veiðideildin ganga í málið (þ.e krummi)
kv.
Gautur
miðvikudagur, febrúar 6
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli