mánudagur, maí 5

Mósasnáði

Ég stóð í stórræðum um helgina, þurfti nebbla að gefa stráknum mínum nafn. Ok, það hljómar ekkert svo geðveikislega erfitt, en það er meira bögg en þið haldið þegar aðilar máls eru bara alls ekkert sammála(Helga var t.d. ekkí sátt við Mósasnáði). Eftir margar langar og strangar samningalotur var þó loks komist að samkomulagi. Svo hér er krónprinsinn, kappinn og veiðimaðurinn Guðmundur Týr Haraldsson!

3 ummæli:

Orri sagði...

Guðmundur Týr!
Það er massíft nafn. Það er eins gott að hann verði aðeins stærri en hann er nú, til að bera þetta öfluga nafn ;)

En öllu gríni slepptu, til hamingju með klassa nafn á klassa snáða.

Mósagrís sagði...

Já, ég hef einmitt heyrt að þessi kríli stækki eitthvað, það er allavega planið. Ég held reyndar að sumir foreldrar fatti ekki að þau verði ekki alltaf ogguponsu krúttíbollur og nefni þau Blíða Mjöll, Ljósálfur Snáði o.þ.h.

Nafnlaus sagði...

Hvað er að því?