föstudagur, febrúar 27

NOXA GRAVIS - biðin loks á enda

Í kvöld kl. 20.00 verður frumsýnd með viðhöfn ný íslensk kvikmynd! "Noxa Gravis er nýjasta stórvirki leikstjórans Hilmars Oddssonar sem hefur nýverið hrifið hug og hjarta þjóðarinnar með átakanlegri túlkun sinni á skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, Kaldaljósi. Hilmar vann kvikmyndina í samvinnu við 3. bekk Leiklistardeildar Listaháskóla Íslands".

Myndin verður sýnd í húsakynnum Leiklistardeildarinnar Sölvhólsgötu 13. (við hliðiðna á gamla símahúsinu, f. neðan Dóms- og kirkjumálaráðuneytið). Mikið tal hefur verið um myndina upp á síðakastið og það verður sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með Óskartsverðlaunaafhendingunni á sunnudagskvöldið næstkomandi þar sem myndin hefur hlotið þó nokkrar tilnefningar.

FUGO menn eru að sjálfsögðu velkomnir á frumsýningu myndarinnar, þeir þurfa einungis að láta sig hafa það að umgangast leikhúsdýr í u.þ.b. klukkustund. Fyrir utan það ætti kvöldið að verða hið ánægjulegasta!

***

Í öðrum fréttum þá eyði ég nú mestum tíma mínum í smíðar tónlistarmyndbands. Þetta er kúrs í skólanum og er verkefnið mjög skemmtilegt. Við erum fjögur saman að vinna myndbandið og vorum að kynna handritið í dag. Það gekk nokkuð vel og um helgina er stefnan að setja endalega niður storyborad og ganga frá lausum endum hvað snertir pródúksjónina. Tökur hefjast á föstudag ef ekkert kemur upp á.

Við erum að vinna myndbandið með það fyrir augum að það verði sett í spilun og ef allt gegnur vel þá fær maður önnur verkefni í kjölfarið!

Góðir tímar.

Orri.

E.S.
Það væri mjög gaman að gera lúkkið á þessari síðu aðeins flottara. Persónulega þá verð ég alltaf að skoða síðuna á fastandi maga. Ég er ekki með stjórnenda access, svo ég get ekki fiktað í html kóðanum en hefði alveg gaman að því að gera þetta pínulítið flottara. Bara pæling...

Engin ummæli: