miðvikudagur, febrúar 25

Trikkið er að í 90% tilfella þá er fólk sem bloggar sjálfumglatt pakk sem er of upptekið af því að reyna að vera hipp og kúl og halda að það sé svoooooo æðislegt að vera svona pessimískir Helen Fielding wannabees og lifa í þeirri villutrú að bloggið þeirra verði að kvikmynd og bók eins og vælukjóinn Bridget Jones varð!(ætli hún sé frænka Indiana Jones?Hei.....er Indy þá skyldur Tom Jones?)

Þess má geta að ég eignaðist lítinn frænda í gær, og þrátt fyrir miklar vangaveltur þá eignaðist Kolli menskt barn en ekki lítinn apa eins og flestir héldu. Litli snúðurinn var tekinn með keisara og verður að segjast að hann var alveg hrikalega sætur og lítill. Mamman er reyndar hálfslöpp ennþá eftir átökin en þetta fór allt vel og litli gaurinn er feitur or pattaralegur og hraustur með tíu putta og tíu tær.

Engin ummæli: