föstudagur, apríl 16

Sælir félagar
Ég vil þakka hlý orð í garð litlunnar minnar, hún er reyndar algjört krútt og alveg pínu pons. Þið vitið líka að þið eruð alltaf velkomnir í heimsókn þó að þið séuð búnir að koma og skoða, bara gaman að gestum. Teiturinn kom í heimsókn í gær og hann meira að segja þorði að halda á henni. Nú er það svo að Gunni er sá eini sem ekki er búinn að koma og kíkja á litluna.

Að öðrum málum.....men hvað atvinnuviðtöl eru fyndin. Mar dressar sig upp í sútið og reynir að lúkka þvílíkt pró og svalur, jújú, það gengur ágætlega en svo koma spurningarnar. Hvernig ætlast þetta fólk til að mar svari heiðarlega þegar spurt er hvort maður sé ekki duglegur og vinnusamur og stundvís. Meira að segja Ýmir myndi segjast vera stundvís og við vitum hversu satt það er. Svo koma bögg spurningarnar um þína kosti og galla....kommon.....ég hlýt að hafa komið út sem einn mesti narcissos í heimi..."jú, ég er æðislegur og klár og leiðtogi og glaðlyndur og bladíbla......gallar....hmmm...jú ætli ég sé ekki aðeins of vinnusamur" svona spurningar eru crap!

Engin ummæli: