Sælir meistarar!
Ég bið Pattann og aðra góða meðlimi FUGO afsökunar á fjarveru minni hér á FUGO-vefnum undanfarið, ég hef nebbla verið upptekinn við að verða pabbi!!!!
Það er greinilega stórhættulegt að fara með ræfilinn hann bróðir minn í smá niðurlægingartúr í skvass og lyftingum því þegar ég kom þaðan voru 4873 missed calls á símanum, allt frá Helgu því það var eitt stykki barn á leiðinni. Krílið var eitthvað að flýta sér því það voru þrjár vikur þangað til það átti að koma. Daginn eftir, og nokkrum verulega tvísýnum mómentum seinna(tvísýnum þá aðallega varðandi hvort það liði yfir mig eða ekki: WARNING - fæðing er ekki fyrir the faint of heart!) var lítil prinsessa komin í heiminn og ég orðinn pabbi!!!! Allt gekk vel þrátt fyrir æsinginn í þeirri litlu og er hún 12 merkur og 48 cm og hraust og pattaraleg. Mömmunni líður mjög vel, eiginlega betur en pabbanum því hún fær þó að vera með prinsessunni allan sólarhringinn á meðan ég þarf að fara eftir einhverjum stinking heimsóknartímum!!!
Ég ætla nú að hætta að þreyta ykkur með fæðingarsögum og þess konar leiðindum, langaði bara til að segja ykkur frá. Ykkur er öllum boðið í heimsókn þegar litla fjölskyldan er komin heim sem verður ábyggilega á næstu dögum.
Með kærri kveðju,
Mósapabbi
P.s. ég væri búinn að planta mynd af litlunni hérna á vefinn ef ég væri ekki svona mikill kretíndvergur á tölvur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli