Sælir kumpánar
Ég og Kolli og tveir aðrir froskar, Sindri og Tóti, fórum í veiðiferð í gær. Þar sem þetta var nú fyrsta veiðiferð sumars þá var töluverður hugur í mönnum og menn tóku allar sínar bestu flugur og stangir og dressuðu sig upp í vöðlur og veiðigalla í fullum felulitum, nú átti sko að sýna fiskunum í elliðavatni í tvo heimana!
Við Kolli mættum í hífandi roki og hitivar við frostmark, en hei, við látum ekki veður spilla góðri veiði. Kolli dró upp flugustöngina sína við bílinn(já, hann á tvær) og hnýtti flotta púpu á endann og skellti bílhurðinni á stöngina. Stöngin fór í tvennt og það komu margar hýenulátursgusur frá viðstöddum. Ein stöng farin og við ekki byrjaðir að veiða.
Eftir að Kolli var búinn að þerra tárin þá dró hann upp hina flugustöngina sína og passaði að halda henni frá bílhurðinni og við komumst útí vatn með heilar stangir. Við reyndum að kasta uppí 22 metra á sekúndu og mér meira að segja tókst að koma flugunni um 2 metra frá mér, í gegn um snjó og vind(já, það var farið að snjóa á okkur).
Þá birtast Tóti og Sindri, veiðifélagar dagsins. Tóti er náttla nýliðinn í hópnum og var með splunkunýtt veiðistöff, nýjar mittisvöðlur(hahahaha) og fokdýra flugustöng úr rúmfatalagernum. Tóti og dindill fóru að kasta og eftir um kortér var Tóti farinn að gráta. Við tékkuðum á hvað var að og viti menn, spánýja flugustöngin hans var brotin, hún brotnaði uppúr engu í öðru kasti. Hver hefði trúað því að veiðistangir úr Rúmfatalagernum væru ekki top-notch? Anyways, hálftími liðinn og tvær stangir brotnar.
Eftir að við vorum búnir að stríða Tóta í smá stund fór hann aftur að gráta og hringdi í konuna sína til að klaga og lét hana sækja sig. Við hinir sem eftir vorum létum mótlætið ekki á okkur fá og færðum okkur um stað þar sem var aðeins meira logn. Við fórum að kasta eins og herforingjar og urðum meira að segja varir við fiska og þetta fór nú að verða spennandi. Ég var í miklu stuði og var handviss um að veiða fisk þegar ég heyri að Kolli er aftur farinn að skæla við hliðina á mér. Hann stóð útí vatni uppað mitti með brotna stöng og grét eins og lítill grís. Ekki veit ég hvernig hann kretaði þessu svona gjörsamlega, en allavega þá var staðan orðin eftir um einn og hálfan klukkutíma í veiði: þrjár stangir brotnar, enginn fiskur og helmingur veiðifélaga grátandi.
Við ákváðum að snúa heim eftir þessi átök, enda var vatnið farið að leggja og við vorum ekki með ísborunargræjurnar okkar.
Dúd hvað þetta var krappí veiðiferð og fer hún í annála Vonlausa Veiðifélagsins sem Vonlausasta Veiðiferð allra tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli