mánudagur, maí 31

Sælir litlu maurar.
Þetta var massív helgi, og verður morgundagurinn ekki síður massívur. Á laugardaginn síðasta fékk ég formlega titilinn Viðskiptalögfræðingur. Það er svosum ekkert merkilegt, nema náttúrulega að því leyti að núna er ég langt yfir ykkur hafinn og ef þið ætlið að ávarpa mig þá verðið þið að kalla mig "Herra" eða "Yðar tign" því að þið eruð maurar en ég er Viðskiptalögfræðingur.

Mánudagurinn(í dag) er ekki síður merkilegur en litla prinsessan okkar Helgu var nebbla skírð í dag og fékk nafn. Litlan heitir Hrafnhildur Haraldsdóttir, en ef þið ætlið að ávarpa hana þá verðið þið að kalla hana "Lafði" eða "Greifynja" því að pabbi hennar er Viðskiptalögfræðingur en þið eruð bara maurar.

Dúd hvað ég er samt soldið kvíðinn, en hlakka samt smá til, fyrir morgundaginn því þá er ég að mæta í vinnuna í fyrsta skipti. Mér finnst það satt að segja soldið svindl að ég þurfi að fara að vakna snemma og mæta í vinnu og svoleiðis bull því ég er búinn að vera svo lengi í chilli með Hrafnhildi litlu(venja sig á að nota nafnið), og auk þess er ég Viðskiptalögfræðingur og ætti ekki að þurfa að mæta til vinnu eins og venjulegur maur.

Engin ummæli: