þriðjudagur, desember 7

Gautur er snoðrotta

Vá hvað það er langt síðan ég hef skrifað hérna.
Allavega, það er alltaf gaman að sjá Gaut sigla mót straumi. Þegar aðrir skrifa lætur hann varla sjá sig, en þegar síðan er í lamasessi þá heldur hann henni lifandi með undarlegum en skemmtilegum pistlum sínum. Hann fær reyndar dygga hjálp frá garðdvergnum Kolla sem er eins konar púki á síðunni sem engin veit hvaðan kemur eða hvernig er hægt að losna við.
Hei vá, ég var búinn að gleyma hvað það er fyndið að kalla fólk garðdverga...hahahahahahaha

Garðdvergar eru nebbla alveg fáránleg fyrirbæri, svona líkt og flestir susarar og sjallar upp til hópa. Í framhaldi af þessu verður mér hugsað til garðdvergahreyfingarinnar í Hollandi þar sem garðdvergar eru frelsaðir og þeim hleypt útí skóg í frelsið. Við ættum að taka þátt í þessari hreyfingu og taka fremstu garðdvergana(t.d. Sigga Kára, Pésa Blö, Gunnar "de Hut" ofl.) og frelsa þá frá hinu vonda Alþingi, fara með þá uppí Heiðmörk og skilja þá eftir í frelsinu.

P.s. Ýmir tók þátt í IDOL

Engin ummæli: