sunnudagur, desember 5

Andinn og landinn

.. Ísland er skemmtilega rassborulegt... sat yfir soðnu kaffiþvagi í morgun og var að lesa Fréttablaðið.... þegar ég rak augun í forsíðugrein sem renndi enn frekari stöðum undir þessa kenningu mína um sveitamennsku Íslendinga..... "Ráðherra vígir nýtt kúluskíts búr" JJJEEEEESSSSSSS loksins ég hélt að við fengjum aldrei nýtt kúluskítsbúr.... þar sem við erum nú svo stálheppin að vera einn af tveimur stöðum í heiminum þar sem þessi merkilegi kúluskítur fyrirfinnst... hinn er Skítórassgatæ í Japan..... VEi segi ég nú bara .. ef ´þetta er ekkiástæða til að vera kátur þá veit ég nú bara ekki hvað...... Ísland þúsund ár eins og maðurinn sagði.......

Sá Kristján "fokking" Jóhannson í Kastljósinu.... hann var pínu svona eins og sækýr á fengitíma..... alveg hnöttóttur og veifaði bægslunum...... herre gud hvað þetta er skrítinn gaur.... svona fer overdós af pasta og rauðvínshlandi í 40 ár með mann..... hvað er gaurinn líka ekki eitthvað 60 eða eitthvað.. geta menn eitthvað sungið eftir það... nei ég bara spyr... ég bara spyr????? Reyndar er ég með þá kenninug að kallinn sé svona Garðar Hólm fyrir þá sem hafa lesið Brekkukotsannál..... Sum sé svona dúddi sem þykist vera geðveikur jaxl.... mætir í Gísla martein og galar BRAVO BAMBINO á Harry Belafonte en tekur svo strætó heim í blokkina í Breiðholtinu og lætur lítið fara fyrir sér réstina af árinu ......

Fór í próf í gær.... það var ekki sigur andans .... held að Fallöxin (prófessor jóhannes sigurðson) hafi sigrað í þetta skipti alltént þurfti ég að luta í duft fyrir kalli........ nóg um það .... næst á dagskrá er þjóðaréttur..... ég veit alltént hver þjóðaréttur Íslendinga er..... Brennivín í malt..... blandan þín og blandan mín Eigils malt og Brennivín !

.....Geri að lokum enn eina heiðarlega tilraun til að hvetja menn til skrifta hér á Fugo........ annars er bara spurning um að loka sjoppunni og flytja til kanarí...... það er góð hugmynd..... fara svo á Klöru bara og fá sér slátur!!!....

...Bæ


Engin ummæli: