sunnudagur, janúar 30

Gátan um Einsa leyst

Svo virðist sem ég hafi farið með rangt mál í síðasta bloggi, eða allavega ekki sagt allan sannleikann. Það eru víst dæmi þess að ef maður kúkar ekki þá, í stað þess að springa, blæs maður út eins og blaðra. Nærtækt dæmi er hann Einsi okkar, en vegna þess að hann neitar að setjast á klósett nema til að pissa annars staðar en heima hjá sér, gat hann ekkert kúkað í Danmörku. Hence, þar er ástæða þess að Einsi varð belgur á mettíma.

þriðjudagur, janúar 25

Heilræði

Ég hef verið að fá einhvern hallærislega anti-hjartaáfallspóst undanfarið(það er miklu meira kúl aða fá hjartaáfall eins og maður!) en málið er að það er mun þarfari viðvörun og leiðbeiningar sem alltof fáir fá sökum samsæris neo-con og zionista stjórnarinnar í BNA.
Here goes:

Neyðarástand:
Þú situr og horfir á Buffy the vampire slayer á góðum sunnudegi. Þú ert búinn að hakka í þig súkkuaðiköku, kók, hálfan snakkpoka(Einsi át hinn helminginn) og þrjár kókosbollur.
Skyndilega finnuru undarlegan verk í líkamanum, neðarlega í kviðarholinu. Aukinn þrýstingur veldur þér sársauka og þú tárast og ferð að stynja. Þér líður eins og þú sért að springa og það sem þig vantar er neyðaraðstoð nema að Einsi er of mikill sekkur til að hjálpa þér, nú getur enginn bjargað þér nema þú sjálfur!
Þar sem þú ert ekki búinn að lesa þessar leiðbeiningar þá veistu ekki hvað skal gera, þú færð þér fjórðu kókosbolluna til að lina sársaukan og skyndilega heyrist hár hvellur og þú springur og ert veggfóðraður um allt herbergið.
Hvað skal gera til að forða slíku óhappi:
Þegar þú ert búinn að borða fullt að drasli og finnur að það er farin að myndast þrýstingur, farðu á klósettið og kúkaðu. Að skeina sér er optional but recomended.

miðvikudagur, janúar 5

Gleðilegt ár og allt það....

Hvað gerðist eiginlega? Hvar er Gautur snoðrotta sem babblaði hér á síðum vorum? Hvar er sjarmatröllið Ýmir með sína Visku-punkta? Hvar er feiti daninn sem kom með sínar undarlegu sögur og pælingar? Meira að segja homminn okkar er alveg hættur að skrifa gullmola á síðuna okkar!

Jæja, í stað þess að væla kem ég með litla sögu en sanna þó.
Kolli og vinur hans Skabbi voru nebbla staddir á öldurhúsinu Grand Rokk um daginn. Þetta var niðadimmt fimmtudagskvöld um ellefuleytið og sátu þeir félagar og kneifuðu öl í miklum makindum. Skyndilega verður Kolla litið til spilakassana sem þar eru og bregður heldur en ekki í brún; þar var statt par á fertugsaldri sem sat og reykti, drakk bjór og spilaði í kassa og með þeim var lítið barn! Já, með þessu sóðapakki var um tíu ára strákur, bara smápatti sem stóð með þeim fremur eymdarlegur með sígarettureyk og áfengisropa framan í sér.
Kolli er náttúrulega nýorðinn faðir og slíku djobbi fylgir heljarinnar ábyrgðar og áður óþekkt sómatilfinning. Vopnaður þessum nýju kenndum og fjórum stórum bjórum strunsaði Kolli til þessa fólks, þessa óþjóðalýðs sem dregur saklaus börnin inn á slíka sóðabúllu. Hann ætlaði sko að láta þau heyra það og kenna þeim atriði eða tvö hvað varðar foreldradjobbið og ábyrgð!
Kolli óð að þeim, þreif í pabbann í þann mund sem hann ætlaði að setja annan hundraðkall í vélina, og var að fara að urra manninn í kaf þegar Kolli greyið náfölnaði. Hann leit nebbla á litla tíu ára strákinn sem hann ætlaði að bjarga og sá að þetta var dvergur um fertugt.
Sönn saga.