Hvað gerðist eiginlega? Hvar er Gautur snoðrotta sem babblaði hér á síðum vorum? Hvar er sjarmatröllið Ýmir með sína Visku-punkta? Hvar er feiti daninn sem kom með sínar undarlegu sögur og pælingar? Meira að segja homminn okkar er alveg hættur að skrifa gullmola á síðuna okkar!
Jæja, í stað þess að væla kem ég með litla sögu en sanna þó.
Kolli og vinur hans Skabbi voru nebbla staddir á öldurhúsinu Grand Rokk um daginn. Þetta var niðadimmt fimmtudagskvöld um ellefuleytið og sátu þeir félagar og kneifuðu öl í miklum makindum. Skyndilega verður Kolla litið til spilakassana sem þar eru og bregður heldur en ekki í brún; þar var statt par á fertugsaldri sem sat og reykti, drakk bjór og spilaði í kassa og með þeim var lítið barn! Já, með þessu sóðapakki var um tíu ára strákur, bara smápatti sem stóð með þeim fremur eymdarlegur með sígarettureyk og áfengisropa framan í sér.
Kolli er náttúrulega nýorðinn faðir og slíku djobbi fylgir heljarinnar ábyrgðar og áður óþekkt sómatilfinning. Vopnaður þessum nýju kenndum og fjórum stórum bjórum strunsaði Kolli til þessa fólks, þessa óþjóðalýðs sem dregur saklaus börnin inn á slíka sóðabúllu. Hann ætlaði sko að láta þau heyra það og kenna þeim atriði eða tvö hvað varðar foreldradjobbið og ábyrgð!
Kolli óð að þeim, þreif í pabbann í þann mund sem hann ætlaði að setja annan hundraðkall í vélina, og var að fara að urra manninn í kaf þegar Kolli greyið náfölnaði. Hann leit nebbla á litla tíu ára strákinn sem hann ætlaði að bjarga og sá að þetta var dvergur um fertugt.
Sönn saga.
miðvikudagur, janúar 5
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli