Jæja, skal reyna koma þessu frá mér en sagan er vissulega fyndari ef hún er sögð með öl í hönd og í eigin persónu. Kannski ég ætti bara stúta nokkrum áður en ég byrja. Æj, fjandin nei, það er sunnudagur. Alla veganna þá hef ég búið hérna á Nybrogord í næstum 3 mánuði. Ég kynnst mörgum góðum og slæmum. Allt frá þrususkutlunni á ganginum sem fílar trekant og að rasista mongólítanum sem fer stundum með mér í strætó. Nú þannig er mál með vexti að það er stórkostlega undarleg stúlka er býrá ganginum hjá mér. Ég hef hingað til ekkert þurft að ræða við stúlku og því ekkert kippt mér upp við undarlegheitin.
Þessi lúksus er því iður ekki lengur til staðar. Fyrir nokkrum dögum sat ég inn í eldhúsi og horfði í sakleisi mínu á South park. Eins og vanalega þá var psta í matinn, menn voru sem sagt bara nokkuð sáttir. Þá kom nutjobbið á svæðið og hóf að ræða við mig. Í kurteisi mínu þá hélt ég uppi samræðum en í raun vildi ég bara horfa á South Park. Þetta var svo sem ekkert skrítið fyrr en hún stóð upp og náði fisk. Því næst bað hún mig um að steikja fiskinn. Það tók mig ekki langan tíma að flýja. Meina ég get varla eldað ofan í sjálfan mig, hvað þá ofan í aðra. Ákvað að það væri best að reyna forðast stúlkuna alla veganna næstu dag.
Þetta plan virkaði ekki alveg. Næsta dag var ég á leið inn í herbergið þegar ég mætti geðsjúklingnum aftur. Í þetta sinn bauð hún mér inn í herbergi til sín. Litla heila leist vel á því stúlkan er svo sem ekkert ómyndarleg. Nú allar vonir litla heila urðu að engu þegar fyrsta umræðuefnið voru blæðingar. Nánar tiltekið hvað hún væri "sensatíf " á plæðingum og dýrin í skóginum fyndu til með henni. Mér var farið að líða hálf illa. Næsta umræðu efni var ekki af betri kanntinum. Hún sagði að henni liði eins og hún væri ólétt þegar hún var á blæðingum. Spurning dagsins koms svo fljótlega "don´t you ever feel like your pregnant?". Ég sagðist því miður ekki hafa liðið eins og ég væri óléttur. Næsta spurning kom svo sem ekki á óvart er geðsjúklingurinn spurði "why?". É sagði að það væri vegna þess að ég væri kall og ergo ekki alveg í réttri stöðu til að ímynda mér hvernig það væri að vera óléttur. Þá sagði stúlkan mér mikinn fróðleik, næst þér ég er að ríða þá á ég að ímynda mér hvernig það er að vera óléttur. Því þá er ég svo "sensatífur", ég hugsa að ég sleppi þessum ráðum stúlkunar.
Nú næst kom einstaklega skemmtileg spurning. "Do you think you are a geniuss?" Í sakleisi mínu svaraði ég nei. Hún spurði því næst hvort ég héldi að hún væri snillingur. Ég sagðist því miður ekki þekkja hana nóg og vel til að segja. "I think I am a geniuss." Var næsti gullmolinn frá nutjobbinu. Það eina sem ég sagði var að hún hefði gott sjálfsálit, sem væri bara hið besta. Nú var ég orðinn hálf hræddur. Ég ákvað að koma mér burt frá þessu fríki. áður en ég komst í burtu fékk ég að vita álit manneskjunar á nokkrum hlutu svo sem prumpi, hægðum og öðru.
Síðan að ég lennti í þessu hef ég rætt við fólkið á ganginum og komist að því að allir eru á sama máli, "she´s fucking insain." Besta sagan kom samt frá Tyrkjanum. Vinur hans hafði nefnilega gerst svo hugrakkur að skella sér upp á geðsjúklinginn. Nokkrum dögum síðar hafði Tyrkinn vaknað við bank á hurðina hjá sér. Foreldrar stúlkunnar voru þar komnir og sögðust verða aðeins að ræða við Tyrkjann. Það kom upp úr dúrnum að þau vissu að vinur hans var að bonjka dóttur sína og að hann, Tyrkinn, yrði að sjá til þess að þetta myndi hætta. Frekar fucked up.
Alla veganna þá er ég að flytja eftir rúman mánuð og ef ég sé glugga þá er aldrei að vita nema litli heili stökkvi á tækifærið. Málið er bara að láta ekki vita hvert maður er að flytja. Nei, annars fjandinn ég sá Fatal Attraction og ég á enga kanínu. Hvað ætli að hún myndi sjóða í staðinn.
Vonandi höfðu þið gaman af þessu, ég hafði það alla veganna.
P.S. Þetta var svo langt að ég nennti ekki að lesa þetta yfir svo þið verið að afsaka allar villur.
sunnudagur, maí 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli