laugardagur, maí 7

mikið er mig farið að langa að fara út í óspiollta nátturuna finn ailminn af grasinu og trjánum fylla vitin. Það er á þannig stundum sem ég verð stoltur af því að vera íslendingur. Stoltur af því að bú á þessu vindbarða skeri þar sem örlar í græna spildu 3 mánuði á ári. Nagladekkin fara (en þar sem ég á bara barnabílstól en engan bíl, þá skulum við ekki fara lengra með þessa myndlíkingu.) Sem sagt fara í útilegu í blíðum blænum, reyndar er það nú alltaf þannig þegar farið er í útilegu að það rignir þessi líka ósköp og allir fara að tala um hvað það er gaman í útilegu ef ekki er rigning. Sólin skeit í heiði og allt var fallegt.

Hef lengi látið mig dreyma um að fara í Kajak-siglingu..... það er örugglega skemmtilegt..... (væri líka réttlæting á að kaupa pick-up) sigla einhverstaðar í logninu, svo benti mér einhver á að það er náttlega ekki alltaf logn og svo er maður fastur í bátnum þannig að ef það er ekki logn og honum hvolfir þá er maður bara DÖD. Þannig að ég ætla að fresta þeirri ferð..... kannski ég geri bara það sem Feiti Bauninn stakk upp á síðasta sumar "Löbbum upp á fjall (ok það er framkvæmanlegt) með hjól á bakinu sko (bíddu WOW rólegur) svo þegar við komum upp( ef við komum upp) þá er bara að bruna niður í frjálsu falli...YYYEEEAAAHHHH" (hmmm.. látum okkur sjá...... hjóla niður fjall.....í frjálsu falli.....INN Í EILÍFÐINA!!!!!!! NNNNEEEEIIII) kannski er bara best að fara á línuskauta...... veit ekki reyni aðláta mér detta eitthvað fleira sekmmtilegt í hug.

JÁ SVona einsi ekki feiminn... kondu með söguna...... en þaðer eins gott að hún sé mögnuð fyrst að það er tekin vika í að hita mennn upp og búa til spenning.... eins og þú veist þá erum við KRummi þeir einu sem lesa þessa síðu þannig að nú er þér formlega óhætt að slengja fram sögunni.

Engin ummæli: