mánudagur, september 12

aulalegt...

Tók grísinn ekki til fyirmyndar í gær og fór að Soginu til að veiða hálfan titt heldur smellti mér á kajak niður flúðirnar, fiskarnir gátu verið rólegir. Hrikalegar flúðir, örugglega á skalanum 1 af 6, gott ef ekki 1 og 1/2. Allavega þaut í gegnum draslið án vandræða, fór að bakanum og beið eftir brósa. Á leiðinni út í ána aftur rakst ég á stein og hvolfdi draslinu og mér líka. Panicið var algjört, með hausinn ofaní vatni, hélt ég væri fastur og myndi deyja þarna svangur lífdaga. Ömurlegt? nei bara aulalegt. En hressandi, mæli með þessu svona í góðri þynnku...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefur ekki púllað Nílinn á þetta og skitið í ánna?

Nafnlaus sagði...

HAHAH það hefði verið gaman að sjá það .. kallinn drulla í flæðarmálinu í Sogninu HAHAHA

Nafnlaus sagði...

FUGO ætti að heita FUPO