Pattin er snúinn aftur á klakann eftir vikulangt strandhögg í landi Snitzelsins (austuríki), mögnuð upplifun að sitja í hópi 1000 laganema allstaðar að úr heiminum og syngja fullum hálsi CISG lagið fullum hálsi ( CISG= Convention on International Sales of Goods) ég er ekki frá því að hópsálin í mér hafa þroskast við þetta, það er sennilega svona sem mönnum líður sem eru í Krossinum .... eða bara hvaðá költi sem er. íslenska leiðin var tekin þar sem við fengum frekar takmarkaða þjálfun þannig að við björguðum okkur bara og viti menn þetta gekk bara alveg stórvel. ´Kynntumst allra þjóða kvikyndum bara ferlega gaman og góður endir á löngu ferli.
Svo fer nú bara að líða að því að þessi önn taki enda, klára 28 apríl að ég held.... svo bara vinna, hver veit nema maður bregði sér af landinu. svo er sólin farin að skína þannig að það er pósitíft.... magnað.
held að ég sé kominn með óleysanlega ritstíflu á þetta blogg, verð að fara að taka mig á þetta gengur ekki
kv.
Gautur
mánudagur, apríl 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
varstu á lífi páskadagsmorgun?
Skrifa ummæli