þriðjudagur, mars 13

Veiðipósturinn

Jæja skúnkar, þá fer að verða komin smá mynd á þetta hjá okkur. Stefnan skal tekin á Arnarvatnsheiði helgina 13-15 Júlí. Við leigjum kofa á staðnum og með veiðileyfum ætti þetta ekki að vera mikið meira en 5000 kall á kjaft fyrir helgina. Það eru að vísu smá gallar við þetta, en það er ekkert óviðráðanlegt. T.d. þurfum við að vera á ansi vígalegum bílum til að komast þangað upp. Ég og Gunni getum líklegast báðir verið á trukkum sem er kannski nóg, en það væri betra ef einhver annar gæti líka verið á bíl. Svo vil ég að menn viti að það getur verið alveg drullukalt þarna uppi ef við erum óheppnir, en ef við erum heppnir með veður þá er þetta algjör snilld.

Ég vil fá smá fídbakk frá ykkur áður en ég panta kofann, en þeir sem þegar hafa meldað sig eru:

Mósagrís
Skeinar
Páfagautur
Feitur
Gubbi Nerg
Nærbuxna Atli
Bóbó
Skói
Kretín Kolli

Það væri gaman ef menn gætu staðfest komu sína í commentum hér fyrir neðan og þá get ég pantað kofann í vikunni og svo hvet ég þá sem ekki eru listaðir hér fyrir ofan en vilja koma með til að tilkynna þáttöku.

2 ummæli:

Einar Leif Nielsen sagði...

Ég kem með böl í einni og stöng í hinni

Nafnlaus sagði...

Já hjartans þakkir fyrir skjót við brögð við útvegun á kofa þessum. Mun undirritaður að sjálfsögðu gera sér far um að mæta og halda til fjalla þar sem fögur fyrirheit liggja fyrir um meinta mokveiði á téðum afla í títtnefndu afdalavatni.