föstudagur, mars 16

Nú er það komið, slegið og klárt!

Jæja skúnkar, þá er veiðimósi búinn að leigja kofann á heiði Arnarvatna. Við höfum kofann frá kvöldi föstudagsins 13. júlí fram til kvölds sunnudagsins 15. júlí. Nú þurfa menn að fara að brýna stangirnar, skerpa öngla og æfa sig í veiðihnútum því nú verður ekki aftur snúið. Teitur er meira að segja með stór plön um að verða sér úti um fljótandi, mannheldan cupholder svo hann geti svamlað á vatninu til hinna fiskanna. Gautur þarf að gera það upp við sig hvort hann ætli að kaupa sér vöðlur eða bara teipa á sig plastpoka eins og síðast og Einsi þarf að æfa sig í kokteilsmíðum því hann verður veiðiþjónn. Gunni, Nærbuxna-Atli og Snæbó mega svo koma með því það er gott að hafa svona "cash-cows" þegar við spilum póker um kvöldið, og svo eru þeir líka góðir í uppvaskið. ,

Smokkurinn verður fjarri góðu gamni þar sem hann er víst að gifta sig í sumar og ætlar konan að sýna nýtilkomið eiginkonu-vald sitt verki og banna honum að koma með okkur. Sveiattan. Svo er það stóra spurningin hvort að Tröllið okkar komist úr þoku Lundúnaborgar til okkar og hvort að Jói sé bara kynvilltur eða almennt villtur og ratar ekki uppá heiði. Kolli er kúkur og getur aldrei svarað nema með einhverju kanski umli og því verður hann líka flokkaður sem kynvillingur og kemur "jaaa....huh...kaaanski..uuu..."

Allavega, ég þarf víst að rukka ykkur pungana um pénínga. Ég borgaði 30 þús kall fyrir kofann og það eru 6 búnir að bóka sig með:
Teitur
Gautur
Einsi
Snæbó
Atli
Gunni

Ef við reiknum með að allavega einn bætist við, sem ég reikna alveg með, þá gerir þetta 3750.- á kjaft fyrir helgina. Ég sendi á ykkur emil með reikningsupplýsingum á eftir og gaman væri ef þið gætuð riggað þetta sem fyrst. Það er nóg pláss fyrir alla, þannig að ef fleiri bætast við þá er það bara betra og fá þeir að borga ofan í okkur bjórinn, bensínið eða eitthvað annað sem okkur finnst sanngjarnt.

Veiðimósi, út.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Auðvitað borgar þú þóttt þú mætir ekki..KOMMON hvar er team spiritið maður...... og afhverju helduru að þetta sé svona ódýrt.... fyrir okkur hina"