þriðjudagur, maí 8

Garðamósi

Grísinn mósandi réðst í það stórvirki um helgina að smíða tæplega 50 fermetra sólpall í garðinum hjá sér. Mósi hafði svona vonast til þess að ná að klára burðargrindina um helgina og geta svo dekkað hann seinna, það hefði verið fínt. But nooooo, Ofurmósi mætti á svæðið(fyrir þá sem ekki vita er Ofurmósi með grímu og skikkju og gerir oft svala hluti, en furðulegt nok þá er hann aldrei á sama stað á sama tíma og Mósagrís) og kláraði pallinn fyrir kvöldmat á sunnudag. Það var ekki nóg fyrir Ofurmósa, því hann lagaði allan garðinn líka, jafnaði hann út með jarðvegi, hreinsaði illgresi og þökulagði allt sem vantaði gras. Ekki nóg með það þá hefur Ofurmósi borið rúmlega hálft tonn af möl sem frú Mósi vildi endilega fá upp við pallinn og meðfram húsinu. Þegar Mósagrís kom aftur heim úr sjoppunni var Ofurmósi á bak og burt, en búið var að umturna garðinum og get ég því chillað það sem eftir er sumars. Merkilegt nok þá er ég að drepast úr verkjum í öllum líkamanum, en það er líka algjört hell að vera 3 daga að fara útí sjoppu.

Svo fer veiði að nálgast. Veiðimósi er að fara um helgina í smá æfingartúr með Vonlausa, en miklar vonir eru bundnar við árangur FUGO á heiðinni í sumar. Flugumósi er búinn að hnýta flugur á fullu undanfarið og þykir nokkuð ljóst að þar séu mörg hin skæðustu vopn sem fella munu margt stórhvelið í sumar.

Engin ummæli: